Sport

Ekkert fararsnið á Terry

John Terry stefnir á að klára ferilinn með Chelsea en hann er búinn að spila 500 leiki fyrir félagið sem hann fór til árið 1998. Hann hefur verið allan sinn atvinnumannaferil hjá Chelsea fyrir utan skamma viðdvöl hjá Nott. Forest.

Enski boltinn

Malmö aftur á toppinn

Malmö vann í kvöld 3-1 sigur á Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og endurheimti um leið toppsæti deildarinnar.

Fótbolti

Szczesny: Arsene Wenger er besti stjóri í heimi

Wojciech Szczesny, pólski markvörðurinn hjá Arsenal, skilur ekki þá umræðu um að Arsenal þurfi að fá nýjan stjóra. Arsene Wenger hefur mátt þola talsverða gagnrýni eftir að Arsenal missti af öllum titlinum á þessu tímabili en Szczesny er sannfærður að hann sé sá eini rétti fyrir Arsenal.

Enski boltinn

Barcelona í úrslit Meistaradeildarinnar

Barcelona er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið gerði í kvöld jafntefli við erkifjendur sína í Real Madrid á heimavelli, 1-1. Barcelona vann undanúrslitarimmu liðanna samanlagt, 3-1.

Fótbolti

Umfjöllun: Gömlu refirnir kláruðu Þórsara

Nýliðarnir Víkingur og Þór mættust í fyrstu umferð Pepsídeildarinnar á Víkingsvelli í gærkvöldi. Víkingar höfðu 2-0 sigur með marki í hvorum hálfleik. Það var lítið sem skildi að liðin nema þó markheppni gömlu refanna í liði þeirra rauðsvörtu úr Fossvoginum.

Íslenski boltinn

Sama sagan og í fyrra hjá Fylkismönnum

Fylkismenn gengu stigalausir af velli í Kórnum í gærkvöldi þrátt fyrir að yfirspila Grindvíkinga fyrstu 35 mínútur leiksins og komast í 2-0 í leiknum. Eins og svo oft í fyrra misstu Fylkismenn hinsvegar dampinn, fengu á sig þrjú mörk á síðustu 46 mínútum leiksins og töpuðu leiknum 2-3.

Íslenski boltinn

Markaveisla úr Pepsi-mörkunum í gærkvöldi

Pepsi-deild karla fór af stað í gærkvöldi með fjórum leikjum þar sem að ÍBV, Valur, Keflavík og Grindavík fögnuðu öll góðum sigrum. Í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi tóku menn saman skemmtilega syrpu með því helsta sem gerðist í leikjunum fjórum í gær.

Íslenski boltinn

Williams án stiga eftir þrjú fyrstu mótin

Williams liðið hefur ekki byrjað Formúlu 1 tímabilið vel, en hvorki Rubens Barrichello frá Brasilíu né nýliðinn Pastor Maldonado frá Venusúela hafa fengið stig í keppni ökumanna í fyrstu þremur mótunum og þar af leiðandi Williams ekki heldur stig í stigakeppni bílasmiða.

Formúla 1

Peter Öqvist var á leikmannaveiðum á Íslandi í fyrra

Peter Öqvist, nýráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í körfubolta, þekkir ágætlega til íslenskra leikmanna og mætti til Íslands fyrir ári síðan til þess að finna leikmenn fyrir Sundsvall-liðið. Peter samdi á endanum við Hlyn Bæringsson en honum leyst vel á aðra leikmenn líka.

Körfubolti

Jákvætt gengi hjá Force India

Force India Formúlu 1 liðið, sem er í eigu Vijay Mallay frá Indland mun njóta þess heiðurs að keppa í fyrsta mótinu í Indlandi í lok október, en um næstu helgi mætir liðið með bíla sína til Tyrklands. Þjóðverjinn Adrian Sutil og nýliðinn skoski Paul di Resta munu þá takast á við Istanbúl Park brautina, eftir þriggja vikna hlé frá kappaksturskeppni.

Formúla 1

UEFA sendir Collina á leik Barca og Real í kvöld

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætlar að passa upp á allt gangi snurðulaust fyrir sig á seinni leik Barcelona og Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Það gekk mikið á í kringum fyrri leikinn enda hafa liðin staðið í miklu orðastríði síðan að þeim leik lauk.

Fótbolti

Abidal og Iniesta báðir í hóp Barca á móti Real í kvöld

Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, er í hópnum hjá liðinu í seini undanúrslitaleik liðsins á móti Real Madrid í kvöld en hann fór í aðgerð vegna krabbameins í lifur í mars síðastliðnum. Andres Iniesta kemur einnig aftur inn í liðið eftir meiðsli.

Fótbolti

Nýliðinn Perez vill ná í fyrstu stigin

Sergio Perez frá Mexíkó, hjá Formúlu 1 liðii Sauber vill ná því markmiði að fá fyrstu stigin sín í stigakeppni ökumanna um næstu helgi. Þá keppir hann í Tyrklandi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi frá Japan á Istanbúl Park brautinni. Perez er á fyrsta ári sínu í Formúlu 1.

Formúla 1

Sun í morgun: Roman tilbúinn að eyða miklu í Fabregas og Bale

Enska götublaðið The Sun slær því upp í morgun að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sé tilbúinn að eyða stórum upphæðum í sumar til þess að styrkja lið sitt enn frekar og auka ennfremur skemmtanagildið í leik Chelsea. Efstir á blaði eru Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal og Gareth Bale hjá Tottenham.

Enski boltinn

Sir Alex enn á ný kominn í vandræði

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins ætlar að skoða betur ummæli Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, í sjónvarpsviðtölum eftir 0-1 tap United á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Ferguson gagnrýndi dóma í leiknum þar sem United-liðinu mistókst að stíga stórt skref í átt að enska meistaratitlinum.

Enski boltinn

Voetbal International: Ajax ætlar að bjóða 330 milljónir í Kolbein

Hið virta hollenska fótboltablað Voetbal International slær því í upp í morgun að hollenska stórliðið Ajax frá Amsterdam ætli að bjóða tvær milljónir evra í íslenska framherjann Kolbein Sigþórsson sem hefur slegið í gegn með AZ Alkmaar í vetur. Þetta eru um 330 milljónir í íslenskum krónum sem er dágóð upphæð fyrir 21 árs gamlan strák.

Fótbolti

Real Madrid ásakar Sergio Busquets um kynþáttaníð

Orðastríð Real Madrid og Barcelona er enn í fullum gangi þótt að það sé að flestra mati orðið ljóst að Barcelona sé komið áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Madrid. Liðin mætast í seinni leiknum á Camp Nou í kvöld.

Fótbolti