Schumacher: Tilbúnir að berjast í Kanada 3. júní 2011 12:22 Michael Schumacher og Sebastian Vettel ræða málin í Mónakó um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sjöunda umferð Fomúlu 1 meistaramótins verður í Kanada um aðra helgi og Mercedes liðið mætir til leiks með Michael Schumacher og Nico Rosberg. Mercedes hefur unnið fjóra sigra í Kanada sem vélaframleiðandi síðan 1999, en núverandi Formúlu 1 lið byrjaði að keppa sem lið í fyrra. Miðað við mót í Montreal til þessa, þá segja Mercedes menn 67% líkur á því að öryggisbíllinn verði kallaður inn á brautina vegna mögulegra óhappa á götubrautinni. Mercedes gekk ekki sérlega vel í Mónakó um síðustu helgi, en Schumacher telur liðið hafa lært sína lexíu. „Montreal er frábær borg og manni finnst allir í borginni taka þátt og stemmninging er góð", sagði Schumacher um mótið. Schumacher telur að áherslan varðandi bílanna sé á að ná sem mestum háhmarkshraða og öflugt bremsukerfi. „Það eru líka tveir kaflar sem á má nota DRS (stillanlegan afturvæng) og það er í fyrsta skipti. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif það hefur. Það er erfitt að vita hvernig bíll okkar mun reynast í Montreal. „Mótið í Mónakó var okkur erfitt, en eins og alltaf þá höfum við lært okkar lexíu og tilbúnir að berjast í Kanada", sagði Schumacher. Rosberg kann vel við sig í Montreal, eins og Schumacher. „Gilles Villeneubve brautin er góð og reynir á vél og bremsur. Ég hlakka til mótshelgarinnar. Vonandi getum við barist þar sem við eigum heima, nærri toppnum. Það er frábær andi hjá liðinu og við munum berjast að ná betri árangri en í Mónakó og ég er viss um að við getum það", sagði Rosberg. Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sjöunda umferð Fomúlu 1 meistaramótins verður í Kanada um aðra helgi og Mercedes liðið mætir til leiks með Michael Schumacher og Nico Rosberg. Mercedes hefur unnið fjóra sigra í Kanada sem vélaframleiðandi síðan 1999, en núverandi Formúlu 1 lið byrjaði að keppa sem lið í fyrra. Miðað við mót í Montreal til þessa, þá segja Mercedes menn 67% líkur á því að öryggisbíllinn verði kallaður inn á brautina vegna mögulegra óhappa á götubrautinni. Mercedes gekk ekki sérlega vel í Mónakó um síðustu helgi, en Schumacher telur liðið hafa lært sína lexíu. „Montreal er frábær borg og manni finnst allir í borginni taka þátt og stemmninging er góð", sagði Schumacher um mótið. Schumacher telur að áherslan varðandi bílanna sé á að ná sem mestum háhmarkshraða og öflugt bremsukerfi. „Það eru líka tveir kaflar sem á má nota DRS (stillanlegan afturvæng) og það er í fyrsta skipti. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif það hefur. Það er erfitt að vita hvernig bíll okkar mun reynast í Montreal. „Mótið í Mónakó var okkur erfitt, en eins og alltaf þá höfum við lært okkar lexíu og tilbúnir að berjast í Kanada", sagði Schumacher. Rosberg kann vel við sig í Montreal, eins og Schumacher. „Gilles Villeneubve brautin er góð og reynir á vél og bremsur. Ég hlakka til mótshelgarinnar. Vonandi getum við barist þar sem við eigum heima, nærri toppnum. Það er frábær andi hjá liðinu og við munum berjast að ná betri árangri en í Mónakó og ég er viss um að við getum það", sagði Rosberg.
Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira