Schumacher: Tilbúnir að berjast í Kanada 3. júní 2011 12:22 Michael Schumacher og Sebastian Vettel ræða málin í Mónakó um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sjöunda umferð Fomúlu 1 meistaramótins verður í Kanada um aðra helgi og Mercedes liðið mætir til leiks með Michael Schumacher og Nico Rosberg. Mercedes hefur unnið fjóra sigra í Kanada sem vélaframleiðandi síðan 1999, en núverandi Formúlu 1 lið byrjaði að keppa sem lið í fyrra. Miðað við mót í Montreal til þessa, þá segja Mercedes menn 67% líkur á því að öryggisbíllinn verði kallaður inn á brautina vegna mögulegra óhappa á götubrautinni. Mercedes gekk ekki sérlega vel í Mónakó um síðustu helgi, en Schumacher telur liðið hafa lært sína lexíu. „Montreal er frábær borg og manni finnst allir í borginni taka þátt og stemmninging er góð", sagði Schumacher um mótið. Schumacher telur að áherslan varðandi bílanna sé á að ná sem mestum háhmarkshraða og öflugt bremsukerfi. „Það eru líka tveir kaflar sem á má nota DRS (stillanlegan afturvæng) og það er í fyrsta skipti. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif það hefur. Það er erfitt að vita hvernig bíll okkar mun reynast í Montreal. „Mótið í Mónakó var okkur erfitt, en eins og alltaf þá höfum við lært okkar lexíu og tilbúnir að berjast í Kanada", sagði Schumacher. Rosberg kann vel við sig í Montreal, eins og Schumacher. „Gilles Villeneubve brautin er góð og reynir á vél og bremsur. Ég hlakka til mótshelgarinnar. Vonandi getum við barist þar sem við eigum heima, nærri toppnum. Það er frábær andi hjá liðinu og við munum berjast að ná betri árangri en í Mónakó og ég er viss um að við getum það", sagði Rosberg. Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sjöunda umferð Fomúlu 1 meistaramótins verður í Kanada um aðra helgi og Mercedes liðið mætir til leiks með Michael Schumacher og Nico Rosberg. Mercedes hefur unnið fjóra sigra í Kanada sem vélaframleiðandi síðan 1999, en núverandi Formúlu 1 lið byrjaði að keppa sem lið í fyrra. Miðað við mót í Montreal til þessa, þá segja Mercedes menn 67% líkur á því að öryggisbíllinn verði kallaður inn á brautina vegna mögulegra óhappa á götubrautinni. Mercedes gekk ekki sérlega vel í Mónakó um síðustu helgi, en Schumacher telur liðið hafa lært sína lexíu. „Montreal er frábær borg og manni finnst allir í borginni taka þátt og stemmninging er góð", sagði Schumacher um mótið. Schumacher telur að áherslan varðandi bílanna sé á að ná sem mestum háhmarkshraða og öflugt bremsukerfi. „Það eru líka tveir kaflar sem á má nota DRS (stillanlegan afturvæng) og það er í fyrsta skipti. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif það hefur. Það er erfitt að vita hvernig bíll okkar mun reynast í Montreal. „Mótið í Mónakó var okkur erfitt, en eins og alltaf þá höfum við lært okkar lexíu og tilbúnir að berjast í Kanada", sagði Schumacher. Rosberg kann vel við sig í Montreal, eins og Schumacher. „Gilles Villeneubve brautin er góð og reynir á vél og bremsur. Ég hlakka til mótshelgarinnar. Vonandi getum við barist þar sem við eigum heima, nærri toppnum. Það er frábær andi hjá liðinu og við munum berjast að ná betri árangri en í Mónakó og ég er viss um að við getum það", sagði Rosberg.
Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti