Lakers-menn ætla að hengja treyju Shaq upp í Staples Center Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2011 23:00 Shaquille O'Neal í leik með Lakers. Mynd/AFP Shaquille O'Neal lagði óvænt skóna á hilluna í gær en hann setti tilkynninguna sína út í loftið á twitter-síðu sinni. O'Neal sem er orðinn 39 ára gamall reyndi fyrir sér hjá Boston Celtics á þessu tímabili en spilaði lítið vegna sífelldra meiðsla. Shaquille O'Neal spilaði 19 tímabil í NBA-deildinni með sex félögum en stjarna hans skein skærtst þegar hann spilaði með Los Angeles Lakers á árunum 1996 til 2004. Þar vann hann þrjá titla og var auk þess valinn besti leikmaður deildarinnar tímabilið 1999 til 2000. Forráðamenn Lakers hafa þegar gefið það út að þeir ætli að hengja treyju Shaquille O'Neal upp í Staples Center en Shaq yrði þá áttundi leikmaður félagsins sem væri heiðraður með þessum hætti. Hinir eru: Wilt Chamberlain (Númer 13), Elgin Baylor (22), Gail Goodrich (25), Earvin "Magic" Johnson (32), Kareem Abdul-Jabbar (33), James Worthy (42) og Jerry West (44). O'Neal var með 27 stig, 11,8 fráköst, 3,1 stoðsendingu og 2,5 varin skot í 541 deildarleikjum sínum með Lakers en meðaltöl hans í þremur lokaúrslitum frá 2000 til 2002 (á móti Indiana, Philadelphia og New Jersey) voru 35,9 stig, 15,2 fráköst og 2,9 varin skot í leik en kappinn var þá alveg óstöðvandi. Það má líka minna á það til gamans að íslenski miðherjinn Pétur Guðmundsson spilaði í treyju númer 34 þegar hann lék með Lakers-liðinu tímabilið 1985-86 en Pétur kom þá við sögu í 20 leikjum liðsins í deild og úrslitakeppni og var í byrjunarliðinu í tveimur þeirra. Pétur var með 7,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali á 16,0 mínútum í deildarleikjunum og 3,5 stig og 2,2 fráköst að meðaltali á 9,3 mínútum í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Shaquille O'Neal lagði óvænt skóna á hilluna í gær en hann setti tilkynninguna sína út í loftið á twitter-síðu sinni. O'Neal sem er orðinn 39 ára gamall reyndi fyrir sér hjá Boston Celtics á þessu tímabili en spilaði lítið vegna sífelldra meiðsla. Shaquille O'Neal spilaði 19 tímabil í NBA-deildinni með sex félögum en stjarna hans skein skærtst þegar hann spilaði með Los Angeles Lakers á árunum 1996 til 2004. Þar vann hann þrjá titla og var auk þess valinn besti leikmaður deildarinnar tímabilið 1999 til 2000. Forráðamenn Lakers hafa þegar gefið það út að þeir ætli að hengja treyju Shaquille O'Neal upp í Staples Center en Shaq yrði þá áttundi leikmaður félagsins sem væri heiðraður með þessum hætti. Hinir eru: Wilt Chamberlain (Númer 13), Elgin Baylor (22), Gail Goodrich (25), Earvin "Magic" Johnson (32), Kareem Abdul-Jabbar (33), James Worthy (42) og Jerry West (44). O'Neal var með 27 stig, 11,8 fráköst, 3,1 stoðsendingu og 2,5 varin skot í 541 deildarleikjum sínum með Lakers en meðaltöl hans í þremur lokaúrslitum frá 2000 til 2002 (á móti Indiana, Philadelphia og New Jersey) voru 35,9 stig, 15,2 fráköst og 2,9 varin skot í leik en kappinn var þá alveg óstöðvandi. Það má líka minna á það til gamans að íslenski miðherjinn Pétur Guðmundsson spilaði í treyju númer 34 þegar hann lék með Lakers-liðinu tímabilið 1985-86 en Pétur kom þá við sögu í 20 leikjum liðsins í deild og úrslitakeppni og var í byrjunarliðinu í tveimur þeirra. Pétur var með 7,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali á 16,0 mínútum í deildarleikjunum og 3,5 stig og 2,2 fráköst að meðaltali á 9,3 mínútum í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira