Sport

Füchse Berlin tryggði sér þriðja sætið

Füchse Berlin tryggði sér þátttökurétt í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta á næstu leiktíð með góðum útisigri á Magdeburg, 30-24, í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Handbolti

Boltar í Baugstaðarós

Það er sjaldan að fréttir berast úr Volanum eða úr Baugstaðaósi. Það þarf alls ekki að þýða að þar sé slök veiði, frekar að menn vilji ekki láta allt of mikið bera á svæðinu!

Veiði

Hítará áfram hjá SVFR

Hítará hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá félagsmönnum, enda umhverfi árinnar stórfenglegt, sérlega fallegir veiðistaðir og gamla veiðihús Jóhannesar á Borg, Lundur, á sér engan líka.Veiðin hefur verið mjög góð síðastliðin ár og vonir standa til að göngur í ánna verði með besta móti í sumar. Vatnsmiðlunin í Hítarvatni hefur verið virkjuð að hluta, þannig að ef til mikilla þurka kemur í sumar, þá verður smávegis forði þar til hjálpar. Reyndar segir "Sigga á Brúarfossi“ að öll vortungl hafi kveiknað í vestri og það veit á rigningarsumar á Mýrunum og jafnvel líkur á að það rigni upp í Norðurárdal.

Veiði

Allir heilir í danska hópnum

Morten Olsen, landsliðsþjálfari Danmerkur, þarf ekki að hafa áhyggjur af meiðslum fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld því allir 23 leikmennirnir í hópnum eru við fulla heilsu.

Fótbolti

Danirnir eru pínu hræddir

Ísland mætir í dag Danmörku í 22. sinn frá upphafi. Karlalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið sigur á Dönum sem er "stóra grýlan“ í íslenskri knattspyrnu. En Ólafur Jóhannsson, landsliðsþjálfari, hefur það á tilfinningunni að nú gæti sú bið verið á enda.

Fótbolti

Ónýti bikarinn settur á safn

Sergio Ramos tókst að eyðileggja bikarinn sem Real Madrid fékk fyrir sigur í spænsku bikarkeppninni á eftirminnilegan hátt. Hann missti þá bikarinn í sigurgöngunni og rúta Madridarliðins keyrði í kjölfarið yfir bikarinn.

Fótbolti

Stórkostlegt sjálfsmark

Brasilíumaðurinn Neymar reyndi að eigna sér eitt slysalegasta sjálfsmark sem sést hefur í brasilíska boltanum í háa herrans tíð.

Fótbolti

21 Formúlu 1 mót á dagskrá 2012

FIA gaf í dag út fyrstu drög að mótaskrá fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 á næsta ári og er 21 mót dagsett á mótaskránni, samkvæmt frétt á autosport.com, en 20 mót verða á þessu keppnistímabili. Fyrsta mót á næsta ári verður í Barein, eins og stóð til að yrði á þessu ári. Það mót verður hinsvegar 30. október, eftir að FIA samþykkti í dag að setja það aftur á dagská.

Formúla 1

Enrique líklega að taka við Roma

Fyrrum leikmaður Barcelona og Real Madrid, Luis Enrique, verður að öllum líkindum næsti þjálfari ítalska úrvalsdeildarliðsins Roma. Þetta herma ítalskir fjölmiðlar í dag.

Fótbolti

Rio og Capello hafa samið frið

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, og varnarmaðurinn Rio Ferdinand hafa samið frið en afar kalt hefur verið á milli þeirra síðan Capello ákvað að taka fyrirliðabandið af Rio.

Enski boltinn

Bolton vill halda Sturridge

Bolton ætlar að leggja allt í sölurnar til þess að tryggja sér þjónustu framherjans Daniel Sturridge en hann sló í gegn hjá félaginu eftir áramót. Hann kom þá að láni frá Chelsea.

Enski boltinn