Sport

Kiel steinlá fyrir Magdeburg

Kiel mátti í kvöld sætta sig við sex marka tap gegn Magdeburg á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 30-24. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel.

Handbolti

Blake Griffin valinn besti nýliði ársins í NBA-deildinni

Bandarískir fjölmiðlar hafa grafið það upp að Blake Griffin, leikmaður Los Angeles Clippers, hefur verið kosinn besti nýliði ársins í NBA-deildinni. Þetta kemur ekki mikið á óvart enda átti þessi mikli troðslukóngur frábært fyrsta tímabil í deildinni eftir að hafa misst af tímabilinu á undan vegna meiðsla.

Körfubolti

Berbatov hefur ekki skorað í Evrópukeppni í tvö og hálft ár

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun væntanlega hvíla Wayne Rooney í seinni undanúrslitaleiknum á móti Schalke á Old Trafford í kvöld og gefa Dimitar Berbatov tækifæri í byrjunarliðinu. Tölfræði Búlgarans í Evrópukeppni er hinsvegar ekki glæsileg undanfarin tæp þrjú tímabil.

Fótbolti

United hækkar miðaverðið en ekki eins mikið og Arsenal

Manchester United fetaði í fótspor Arsenal í dag og tilkynnti að félagið ætlaði að hækka miðaverð á Old Trafford á næsta tímabili. Félögin kenna verðbólgu og skattahækkun um þessa hækkun sem kemur sér ekki vel fyrir enska fótboltaáhugamenn í versnandi efnahagsástandi í Englandi.

Enski boltinn

Áhorfendametið í Krikanum á 19 ára afmæli í dag

FH-ingar vonast til þess að slá áhorfendametið í Kaplakrikanum þegar fjórði úrslitaleikur FH og Akureyrar fer þar fram í kvöld. FH-ingar eru 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þessum leik sem hefst klukkan 19.30.

Handbolti

Glock: Ein besta og erfiðasta brautin í Tyrklandi

Virgin liðið í Bretlandi sem er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans í Rússlandi mætir með verulega endurbættan bíl hvað yfirbygginguna varðar fyrir Þjóðverjann Timo Glock í mótið í Tyrklandi um helgina. Belginn Jerome d'Ambrosio verður hinsvegar að bíða til mótsins á Spáni til að fá samskonar útfærslu af Virgin bílnum.

Formúla 1

Trulli vill komast skör ofar með Lotus

Lotus Formúlu 1 liðið mætir til keppni í Tyrklandi um helgina, en fyrstu æfingar keppnisliða á Istanbúl Park brautinni eru á föstudaginn. Sama fyrirtæki, Lotus Enterprise og á Lotus liðið tilkynnti í síðustu viku að það hefði keypt Caterham Cars sportbílafyritækið breska, sem er sögufrægt merki.

Formúla 1

Pearce: Wilshere vill fá að spila með 21 árs landsliðinu

Stuart Pearce, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, segir að Arsenal-maðurinn Jack Wilshere vilji ólmur fá að spila með liðinu í Evrópukeppninni í Danmörku í sumar og hann búist því við að lenda í einhverjum deilum við Arsene Wenger, stjóra Arsenal, um hvort að Wilshere verði með eða ekki.

Enski boltinn

Teitur verður áfram með Stjörnuliðið - samdi til 2013

Teitur Örlygsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna um tvö ár og verður því áfram við stjórnvölinn í Garðabænum. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjörnunnar.Teitur hefur þjálfað Stjörnuna síðan í ársloks 2008 og hefur síðan þá komið liðinu í hóp bestu liða deildarinnar.

Körfubolti

Ronaldo: Allir vita að dómararnir eru hliðhollir Barca

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, tók undir umdeild orð þjálfara síns Jose Mourinho frá því eftir fyrsta leikinn, þegar hann talaði við blaðamenn eftir að Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi fyrir erkifjendum sínum í Barcelona.

Fótbolti

Pepsimörkin: Markasúpa gærkvöldsins krydduð með Skálmöld

Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með tveimur leikjum þar sem að KR-ingar lögðu Íslandsmeistaralið Breiðabliks, 3-2. Víkingar unnu Þór 2-0. Öll mörkin má sjá hér í markasúpunni sem sýnd var í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gær - og súpan er krydduð með tónlist frá hljómsveitinni Skálmöld.

Íslenski boltinn

Chris Bosh búinn að kæra gömlu kærustuna

Chris Bosh, einn af stjörnuleikmönnum Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, stendur ekki aðeins í ströngu þessa dagana inn á vellinum í úrslitakeppninni því hann á einnig í deilum við gömlu kærustu sína og barnsmóður.

Körfubolti

NBA: Miami komið í 2-0 á móti Boston

Miami Heat er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 11 stiga sigur á Boston Celticsí nótt en Oklahoma City Thunder náði hinsvegar að jafna einvígi sitt á móti Memphis Grizzlies sem hafði unnið fyrsta leikinn á útivelli.

Körfubolti

Stefán áfram á Hlíðarenda

Valur tilkynnti í kvöld að Stefán Arnarson verður áfram þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta til næstu tveggja ára. Stefán hefur gert Val að Íslandsmeisturum síðustu tvö árin.

Handbolti

Fjárfestar skoða möguleika á að kaupa Formúlu 1

Fjárfestingafélagið EXOR og News Corporation fjölmiðlasamsteypan, sem er í eigu Rupert Murdoch staðfestu síðdegis í dag að verið er að frumkanna möguleg kaup á Formúlu 1. Fyrirtækin tvö sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þessa efnis, en autosport.com greindi frá þessu og í frétt á BBC Sport segir að fulltrúi fyritækjanna sé þegar búinn að ræða við eigendur Formúlu 1.

Formúla 1