Sport Pepsimörkin: Rauða spjaldið á Fjalar markvörð Fylkis Fjalar Þorgeirsson markvörður Fylkis fékk rautt spjald í gær í leiknum gegn Íslandsmeistaraliði Breiðabliks á Kópavogsvelli. Fylkismenn voru ekki sáttir við dóminn en þeir fengu dæmda á sig vítaspyrnu og þeir voru tveimur leikmönnum færri síðasta hálftíma leiksins. Íslenski boltinn 23.5.2011 12:15 Pepsimörkin: Rauða spjaldið sem Valur Fannar fékk gegn Blikum Það var nóg um að vera á Kópavogsvelli í gær þegar Breiðablik lagði Fylki, 3-1, í Pepsi-deild karla í fótbolta. Umdeild atvik áttu sér stað þar sem að tveir leikmenn Fylkis fengu rautt spjald. Í myndbrotinu má sjá atvikin sem urðu til þess að Valur Fannar Gíslason leikmaður Fylkis fékk fékk rautt spjald - og eflaust eru skiptar skoðanir um hvort dómarinn hafi rétt fyrir sér. Íslenski boltinn 23.5.2011 12:00 Tyrknesku stelpurnar komust ekki til landsins - hætt við leikina Handknattleikssambandið hefur orðið að hætta við heimsókn tyrkneska kvennalandsliðsins til Íslands og er það vegna eldgosins í Grímsvötnum. Leikirnir áttu að fara fram í dag, mánudag og svo á miðvikudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ. Handbolti 23.5.2011 11:50 Leikur Þórs og FH fer ekki fram fyrr 13. júní Það verður ekkert af leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld því leiknum hefur verið frestað annan daginn í röð. Leiknum var frestað vegna gossins í Grímsvötnum í gær en í dag var leiknum frestað vegna slæmra vallaraðstæðna á Þórsvellinm. Íslenski boltinn 23.5.2011 11:18 Pepsimörkin: Mörk og tilþrif úr 5. umferð - Skálmöld Fimmta umferðin í Pepsi-deild karla í fótbolta hófst í gær með fimm leikjum. Að venju voru öll helstu atvikin krufin til mergjar í þættinum Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport og í þessari samantekt eru öll mörkin og tilþrifin. Hljómsveitin Skálmöld frá Húsavík leikur einnig stórt hlutverk í þessari samantekt. Íslenski boltinn 23.5.2011 11:00 Tryggvi kinnbeinsbrotnaði í Keflavík í gær Tryggvi Guðmundsson var fluttur burtu í sjúkrabíl í hálfleik á leik ÍBV og Keflavíkur í gær eftir samstuð við Keflvíkinginn Harald Frey Guðmundsson. Nú er komið í ljós að hann kinnbeinsbrotnaði auk þess að hann er með sprungu undir auganu. Þetta kemur fram á fótbolti.net. Íslenski boltinn 23.5.2011 10:45 Rauða spjaldið í gær kostar Eið og félaga líklega Evrópusætið Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Fulham gerðu 2-2 jafntefli við Arsenal í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær en það voru ekki stigin sem skiptu mestu máli í leiknum. Rauða spjaldið sem varamaðurinn Zoltan Gera fékk gæti verið Fulham afar dýrkeypt. Enski boltinn 23.5.2011 10:15 Ancelotti var rekinn í ganginum á Goodison Park Chelsea-menn voru ekkert að bíða með það að reka Carlo Ancelotti eftir tapleikinn á móti Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Mörgum finnst framkoma Chelsea gagnvart stjóra sínum vera afar harðbrjósta þó svo að enginn titill hafi komið í hús á þessu tímabili. Enski boltinn 23.5.2011 09:45 Guðmundur fer frá Njarðvík til Þorlákshafnar Guðmundur Jónsson, bakvörður Njarðvíkinga, hefur ákveðið að yfirgefa Njarðvíkurliðið og spila með nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Þetta kom fram á karfan.is. Körfubolti 23.5.2011 09:15 NBA: Bosh í stuði þegar Miami komst í 2-1 á móti Chicago Miami Heat hélt sigurgöngu sinni áfram á heimavelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar liðið vann 98-85 sigur á Chicago Bulls í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er komið í 2-1 og vantar tvo sigra til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin. Körfubolti 23.5.2011 09:00 Rúnar: Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur með eitt stig í leikslok." Já ég held ég verði að vera það. Þetta var mjög erfiður leikur. Stjörnumenn voru mjög grimmir og léku fínan leik og við áttum í mesta basli með þá. Það var svo sem vitað fyrir fram að þetta yrði erfitt. Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig." Íslenski boltinn 22.5.2011 23:45 Daníel Laxdal: Veit ekki einu sinni hvort hinir voru mættir Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar var sáttur við jafnteflið í leikslok. "Við áttum klárlega að taka þessi þrjú stig. En það var svolítið erfitt eftir að við urðum manni færi, þá sóttu þeir stíft og þá var jafntefli kannski ágætt úr því sem var komið.“ Íslenski boltinn 22.5.2011 23:08 Fyrirliði Fram hrinti starfsmanni Vals Tap Fram gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld fór í skapið á leikmönnum Fram og einhverjir þeirra tóku reiði sína út á hurðum Vodafonevallarins eftir leikinn. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:59 Andri: Þetta var bara leiðinlegur leikur Andri Marteinsson þótti rétt eins og flestum áhorfendum í Víkinni leikur Víkings og Grindavíkur leiðinlegur til áhorfs. Hann sætti sig vel við 0-0 jaftefli og vildi meina að einhvern neista hafi vantað í bæði lið. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:46 Kristján: Áttum von á svona leik Kristján Guðmundsson þjálfari Vals var búinn að undirbúa lið sitt undir varnarsinnað leikskipulag Fram og var mjög sáttur við þá þolinmæði sem leikmenn hans sýndu til að búa til það færi sem þurfti til að sækja stigin þrjú í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:41 Dylan: Ég mun skora fyrir Breiðablik „Ég er virkilega ánægður með þennan sigur, það er alltaf mikilvægt að vinna á heimavelli,“ sagði Dylan Jacob MacAllister, nýr leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:41 Þorvaldur: Eitt stig í fimm leikjum mikil vonbrigði Það var allt annað en sáttur Þorvaldur Örlygsson sem ræddi við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Val í kvöld en engu að síður var hann sáttur við margt í leik síns liðs og brást hinn versti við gagnrýni og varði leikskipulag sitt af krafti. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:38 Haukur Páll: Eina færið dugði Haukur Páll Sigurðsson var að vonum sáttur í leikslok þrátt fyrir að vera þreyttur eftir harðan barning á miðjunni í sigri Vals á Fram í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:37 Guðmundur: Mikill stígandi í liðinu „Fylkismenn börðust af krafti hér í kvöld og það var erfitt að eiga við þá framan af, en þegar þeir missa mennina af velli þá var sigur okkar ekki í hættu,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Blika, eftir 3-1 sigur gegn Fylki á Kópavogsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:32 Ólafur Örn: Mjög daufur leikur Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var sæmilega sáttur með leik sinna manna eftir 0-0 jafntefli í Víkinni. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:32 Heimir: Eiður fremstur meðal jafningja í vörninni Heimir Hallgrímsson hrósaði Eiði Aroni Sigurbjörnssyni mikið eftir 2-0 sigur ÍBV á Keflavík í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:32 Þórarinn Ingi: Hentar mér vel að hlaupa og berjast Þórarinn Ingi Valdimarsson lék í nýrri stöðu í liði ÍBV í kvöld en komst vel frá sínu er sínir menn fögnuðu 2-0 sigri á Keflavík í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:25 Ólafur: Liðið er allt að koma til „Allir sigrar eru mikilvægir og þessi er ekki undanskilin því,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:23 Willum: Þeir létu hlutina vinna með sér Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki ósáttur við sína menn þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir ÍBV á heimavelli í kvöld, 2-0. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:19 Óli Þórðar: Röng ákvörðun hjá dómaranum „Ég er bara ósáttur við þessi úrslit,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:15 Kristinn: Mín fyrsta þrenna „Ég er bara virkilega sáttur, þrjú stig í hús og liðið allt að koma til,“ sagði Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. Kristinn skoraði fyrstu þrennu sumarsins og í leiðinni öll mörk Blika. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:10 Chelsea búið að reka Ancelotti Það sem er búið að liggja í loftinu í margar vikur var loksins staðfest rétt áðan. Chelsea er búið að reka ítalska stjórann Carlo Ancelotti. Enski boltinn 22.5.2011 19:10 Vettel ánægður eftir erfiðan dag Sebastian Vettel vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 ár þessu keppnistímabili í dag, eftir harða keppni við Lewis Hamilton á McLaren allt til loka mótsins á Katalóníu brautinni á Spáni. Munaði aðeins 0.630 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Formúla 1 22.5.2011 18:51 Miðstöð Boltavaktarinnar - allt á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 22.5.2011 18:30 Gosið setti fyrsta unglingamótið úr skorðum Fyrsta mótið á unglingamótaröð Arionbanka og GSÍ fór fram á Strandavelli á Hellu um helgina en ekki tókst að ljúka keppni í öllum flokkum vegna atburða við Grímsvötn. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli mælti með því að mótinu yrði frestað vegna öskufoks á golfvellinum. Gríðarlegt rok var á Strandavelli báða keppnisdagana og hitastigið var ekki hátt en þrátt fyrir erfiðar aðstæður náðu margir kylfingar frábæru skori. Næsta mót á unglingamótaröðinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru helgina 4.-5. júní. Golf 22.5.2011 18:00 « ‹ ›
Pepsimörkin: Rauða spjaldið á Fjalar markvörð Fylkis Fjalar Þorgeirsson markvörður Fylkis fékk rautt spjald í gær í leiknum gegn Íslandsmeistaraliði Breiðabliks á Kópavogsvelli. Fylkismenn voru ekki sáttir við dóminn en þeir fengu dæmda á sig vítaspyrnu og þeir voru tveimur leikmönnum færri síðasta hálftíma leiksins. Íslenski boltinn 23.5.2011 12:15
Pepsimörkin: Rauða spjaldið sem Valur Fannar fékk gegn Blikum Það var nóg um að vera á Kópavogsvelli í gær þegar Breiðablik lagði Fylki, 3-1, í Pepsi-deild karla í fótbolta. Umdeild atvik áttu sér stað þar sem að tveir leikmenn Fylkis fengu rautt spjald. Í myndbrotinu má sjá atvikin sem urðu til þess að Valur Fannar Gíslason leikmaður Fylkis fékk fékk rautt spjald - og eflaust eru skiptar skoðanir um hvort dómarinn hafi rétt fyrir sér. Íslenski boltinn 23.5.2011 12:00
Tyrknesku stelpurnar komust ekki til landsins - hætt við leikina Handknattleikssambandið hefur orðið að hætta við heimsókn tyrkneska kvennalandsliðsins til Íslands og er það vegna eldgosins í Grímsvötnum. Leikirnir áttu að fara fram í dag, mánudag og svo á miðvikudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ. Handbolti 23.5.2011 11:50
Leikur Þórs og FH fer ekki fram fyrr 13. júní Það verður ekkert af leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld því leiknum hefur verið frestað annan daginn í röð. Leiknum var frestað vegna gossins í Grímsvötnum í gær en í dag var leiknum frestað vegna slæmra vallaraðstæðna á Þórsvellinm. Íslenski boltinn 23.5.2011 11:18
Pepsimörkin: Mörk og tilþrif úr 5. umferð - Skálmöld Fimmta umferðin í Pepsi-deild karla í fótbolta hófst í gær með fimm leikjum. Að venju voru öll helstu atvikin krufin til mergjar í þættinum Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport og í þessari samantekt eru öll mörkin og tilþrifin. Hljómsveitin Skálmöld frá Húsavík leikur einnig stórt hlutverk í þessari samantekt. Íslenski boltinn 23.5.2011 11:00
Tryggvi kinnbeinsbrotnaði í Keflavík í gær Tryggvi Guðmundsson var fluttur burtu í sjúkrabíl í hálfleik á leik ÍBV og Keflavíkur í gær eftir samstuð við Keflvíkinginn Harald Frey Guðmundsson. Nú er komið í ljós að hann kinnbeinsbrotnaði auk þess að hann er með sprungu undir auganu. Þetta kemur fram á fótbolti.net. Íslenski boltinn 23.5.2011 10:45
Rauða spjaldið í gær kostar Eið og félaga líklega Evrópusætið Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Fulham gerðu 2-2 jafntefli við Arsenal í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær en það voru ekki stigin sem skiptu mestu máli í leiknum. Rauða spjaldið sem varamaðurinn Zoltan Gera fékk gæti verið Fulham afar dýrkeypt. Enski boltinn 23.5.2011 10:15
Ancelotti var rekinn í ganginum á Goodison Park Chelsea-menn voru ekkert að bíða með það að reka Carlo Ancelotti eftir tapleikinn á móti Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Mörgum finnst framkoma Chelsea gagnvart stjóra sínum vera afar harðbrjósta þó svo að enginn titill hafi komið í hús á þessu tímabili. Enski boltinn 23.5.2011 09:45
Guðmundur fer frá Njarðvík til Þorlákshafnar Guðmundur Jónsson, bakvörður Njarðvíkinga, hefur ákveðið að yfirgefa Njarðvíkurliðið og spila með nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Þetta kom fram á karfan.is. Körfubolti 23.5.2011 09:15
NBA: Bosh í stuði þegar Miami komst í 2-1 á móti Chicago Miami Heat hélt sigurgöngu sinni áfram á heimavelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar liðið vann 98-85 sigur á Chicago Bulls í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er komið í 2-1 og vantar tvo sigra til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin. Körfubolti 23.5.2011 09:00
Rúnar: Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur með eitt stig í leikslok." Já ég held ég verði að vera það. Þetta var mjög erfiður leikur. Stjörnumenn voru mjög grimmir og léku fínan leik og við áttum í mesta basli með þá. Það var svo sem vitað fyrir fram að þetta yrði erfitt. Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig." Íslenski boltinn 22.5.2011 23:45
Daníel Laxdal: Veit ekki einu sinni hvort hinir voru mættir Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar var sáttur við jafnteflið í leikslok. "Við áttum klárlega að taka þessi þrjú stig. En það var svolítið erfitt eftir að við urðum manni færi, þá sóttu þeir stíft og þá var jafntefli kannski ágætt úr því sem var komið.“ Íslenski boltinn 22.5.2011 23:08
Fyrirliði Fram hrinti starfsmanni Vals Tap Fram gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld fór í skapið á leikmönnum Fram og einhverjir þeirra tóku reiði sína út á hurðum Vodafonevallarins eftir leikinn. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:59
Andri: Þetta var bara leiðinlegur leikur Andri Marteinsson þótti rétt eins og flestum áhorfendum í Víkinni leikur Víkings og Grindavíkur leiðinlegur til áhorfs. Hann sætti sig vel við 0-0 jaftefli og vildi meina að einhvern neista hafi vantað í bæði lið. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:46
Kristján: Áttum von á svona leik Kristján Guðmundsson þjálfari Vals var búinn að undirbúa lið sitt undir varnarsinnað leikskipulag Fram og var mjög sáttur við þá þolinmæði sem leikmenn hans sýndu til að búa til það færi sem þurfti til að sækja stigin þrjú í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:41
Dylan: Ég mun skora fyrir Breiðablik „Ég er virkilega ánægður með þennan sigur, það er alltaf mikilvægt að vinna á heimavelli,“ sagði Dylan Jacob MacAllister, nýr leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:41
Þorvaldur: Eitt stig í fimm leikjum mikil vonbrigði Það var allt annað en sáttur Þorvaldur Örlygsson sem ræddi við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Val í kvöld en engu að síður var hann sáttur við margt í leik síns liðs og brást hinn versti við gagnrýni og varði leikskipulag sitt af krafti. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:38
Haukur Páll: Eina færið dugði Haukur Páll Sigurðsson var að vonum sáttur í leikslok þrátt fyrir að vera þreyttur eftir harðan barning á miðjunni í sigri Vals á Fram í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:37
Guðmundur: Mikill stígandi í liðinu „Fylkismenn börðust af krafti hér í kvöld og það var erfitt að eiga við þá framan af, en þegar þeir missa mennina af velli þá var sigur okkar ekki í hættu,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Blika, eftir 3-1 sigur gegn Fylki á Kópavogsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:32
Ólafur Örn: Mjög daufur leikur Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var sæmilega sáttur með leik sinna manna eftir 0-0 jafntefli í Víkinni. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:32
Heimir: Eiður fremstur meðal jafningja í vörninni Heimir Hallgrímsson hrósaði Eiði Aroni Sigurbjörnssyni mikið eftir 2-0 sigur ÍBV á Keflavík í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:32
Þórarinn Ingi: Hentar mér vel að hlaupa og berjast Þórarinn Ingi Valdimarsson lék í nýrri stöðu í liði ÍBV í kvöld en komst vel frá sínu er sínir menn fögnuðu 2-0 sigri á Keflavík í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:25
Ólafur: Liðið er allt að koma til „Allir sigrar eru mikilvægir og þessi er ekki undanskilin því,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:23
Willum: Þeir létu hlutina vinna með sér Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki ósáttur við sína menn þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir ÍBV á heimavelli í kvöld, 2-0. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:19
Óli Þórðar: Röng ákvörðun hjá dómaranum „Ég er bara ósáttur við þessi úrslit,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:15
Kristinn: Mín fyrsta þrenna „Ég er bara virkilega sáttur, þrjú stig í hús og liðið allt að koma til,“ sagði Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. Kristinn skoraði fyrstu þrennu sumarsins og í leiðinni öll mörk Blika. Íslenski boltinn 22.5.2011 22:10
Chelsea búið að reka Ancelotti Það sem er búið að liggja í loftinu í margar vikur var loksins staðfest rétt áðan. Chelsea er búið að reka ítalska stjórann Carlo Ancelotti. Enski boltinn 22.5.2011 19:10
Vettel ánægður eftir erfiðan dag Sebastian Vettel vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 ár þessu keppnistímabili í dag, eftir harða keppni við Lewis Hamilton á McLaren allt til loka mótsins á Katalóníu brautinni á Spáni. Munaði aðeins 0.630 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Formúla 1 22.5.2011 18:51
Miðstöð Boltavaktarinnar - allt á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 22.5.2011 18:30
Gosið setti fyrsta unglingamótið úr skorðum Fyrsta mótið á unglingamótaröð Arionbanka og GSÍ fór fram á Strandavelli á Hellu um helgina en ekki tókst að ljúka keppni í öllum flokkum vegna atburða við Grímsvötn. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli mælti með því að mótinu yrði frestað vegna öskufoks á golfvellinum. Gríðarlegt rok var á Strandavelli báða keppnisdagana og hitastigið var ekki hátt en þrátt fyrir erfiðar aðstæður náðu margir kylfingar frábæru skori. Næsta mót á unglingamótaröðinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru helgina 4.-5. júní. Golf 22.5.2011 18:00