Sport

Zidane tekur við starfi Valdano hjá Real Madrid

Zinedine Zidane, fyrrum besti og dýrasti knattspyrnumaður heims, verður nýr íþróttastjóri hjá spænska stórliðnu Real Madrid en hann mun taka við starfi Jorge Valdano sem var rekinn í gær. Spænska blaðið Marca greinir frá þessu í dag.

Fótbolti

Bleikjan horfin úr Hítará?

Veiðitölur í vor styðja það sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarið, meðal annars af hendi Veiðimálastofnunar, að bleikjuveiði á Vesturlandi er í mikilli lægð. Svo mikilli að víða jaðrar ástandið við algjört hrun.

Veiði

Ertu með veiðifrétt?

Við minnum ykkur á að við erum í leit að veiðifréttum frá ykkur og ætlum að verðlauna eina innsenda frétt í maímánuði með veiðileyfi fyrir 2 stangir í Baugstaðarós/Vola á Tungubár (miðsvæði) frá SVFR. Skemmtilegt svæði og veiðin getur oft verið mjög góð. Við drögum úr innsendum fréttum þann 1. júní.

Veiði

Evra: Var kannski of sigurviss fyrir tveimur árum

Patrice Evra, franski bakvörðurinn hjá Manchester United, segir að United-liðið hafi verið of sigurvisst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Barcelona fyrir tveimur árum. Liðin mætast aftur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley á laugardaginn.

Fótbolti

Alonso fljótastur á seinni æfingunni

Fernando Alonso á Ferrari var 0.105 sekúndum fljótari en Lewis Hamilton á á McLaren seinni æfingu Formúlu 1 liða í Mónakó í dag. Þriðji varð Nico Rosberg á Mercedes, 0.198 úr sekúndu á eftir. Formúlu 1 mótið í Mónakó fer fram á sunnudaginn, en samkvæmt hefð í Mónakó fara fyrstu æfingar fram á fimmtudögum.

Formúla 1

Jesper Gronkjær leikur síðasta leikinn á ferlinum á sunnudaginn

Jesper Gronkjær ætlar að leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins á sunnudaginn en þessi 33 ára leikmaður vill hætta á toppnum. Gronkjær var danskur meistari með Sölva Geir Ottesen hjá FC Kaupmannahöfn á þessu tímabili en FCK vann yfirburðarsigur í dönsku deildinni og komst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Eiður Smári og félagar fá sæti í Evrópudeildinni

Fulham mun fá sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili þökk sé góðri framkomu liðsins inn á vellinum á nýloknu tímabili. England fékk aukasæti í Evrópudeildinni fyrir að koma vel út á prúðmennsku-mælikvarða UEFA og Fulham var prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni af þeim liðum sem höfðu ekki tryggt sér sæti í Evrópukeppni næsta vetur.

Enski boltinn

Ragnar samdi við FH - Ásbjörn og Ólafur framlengdu

Íslandsmeistarar FH í handbolta karla gengu frá samningum við fimm leikmenn í gær, fjórir leikmenn framlengdu samning sinn við félagið og þá gerði Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1 deildar karla á síðustu leiktíð, eins árs samning við FH.

Handbolti

Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar

Urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit opna næstu helgi. Árnefndin hefur staðið í stórræðum og væntingar veiðimanna miklar fyrir sumarið.Samkvæmt upplýsingum frá árnefnd þá hóf hún vorstörf í Laxárdal og Mývatnssveit 28. apríl sl. Þegar þetta er ritað er þeim enn ekki alveg lokið. Allt verður þó klárt fyrir opnun 29. maí. Stóra verkefnið þetta vorið var að mála veiðihúsið Hof í Mývatnssveit. Þess vegna var afráðið að fjölga í árnefndinni í 14 manns til að tryggja að verkefnið kláraðist fyrir opnun. Ekki náðu þó allir í árnefndinni að taka þátt í vorverkunum.

Veiði

Vettel rétt á undan Alonso í Mónakó

Sebastain Vettel á Red Bull náði besta tíma á fyrstu æfingu fyrir Mónakó kappaksturinn sem verður á sunnudaginn. Fyrsta og önnur æfing fer fram á fimmtudögum samkvæmt hefð i Mónakó, ekki á föstudögum eins og í öðrum mótum. Vettel var 0.113 sekúndum á undan Fernando Alonso á Ferrari æfingunni, en Nico Rosberg 'a Mercedes varð þriðji.

Formúla 1

Gróska í veiðiþáttum í sumar

Það verður gott framboð af veiðiþáttum á næstunni sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir alla veiðimenn. Gunnar Bender verður á ferðinni í sumar og þættirnir hans eru sýndir á ÍNN öll miðvikudagskvöld klukkan 20:30. Veitt með Vinum sería 6 er líka í tökum og veiðimenn geta átt von á að sjá það tökulið víða um land í sumar, m.a. að prófa nýjar neðanvatnsmyndavélar. Væntanlegir tökustaðir eru t.d. Tungulækur, Jökla, Affallið o.fl. Veitt með Vinum eru sýndir á Stöð 2 Sport.

Veiði

Ekkert hlustað á Kobe þegar Mike Brown var ráðinn

Bandarískir fjölmiðlamenn eru að hneykslast á því í dag að forráðamenn Los Angeles Lakers hafi ekkert talað við Kobe Bryant, aðalstjörnu liðsins, áður en þeir réðu Mike Brown, fyrrum þjálfara Cleveland, sem eftirmann Phil Jackson. Brown var ráðinn þjálfari Lakers í nótt og Bryant fékk í framhaldinu sms-skilaboð um að hann væri kominn með nýjan þjálfara.

Körfubolti

NBA: Dallas í úrslitin eftir þriðja sigurinn í röð á Oklahoma City

Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 100-96 heimasigur á Oklahoma City Thunder en Dallas vann einvígið þar með 4-1 efrir að hafa unnið þrjá síðustu leikina. Dallas hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni og er komið í úrslitin í fyrsta sinn síðan 2006.

Körfubolti

Ég set pressu á sjálfan mig

Kristinn Steindórsson skoraði þrennu í 3-1 sigri Breiðabliks á Fylki í 5. umferð Pepsi-deild karla og er besti leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. Leik Þórs og FH var frestað fram í júní og er hann að sjálfsögðu ekki með í samantekt Fréttablaðsins.

Íslenski boltinn

Kvaddi Sviss með viðeigandi hætti

Björgvin Páll Gústavsson varð í gær svissneskur meistari með Kadetten Schaffhausen, annað árið í röð. Reyndar unnu Björgvin og félagar alla titlana sem í boði voru í vetur, rétt eins og í fyrra.

Handbolti

Ætlum okkur titilinn

"Við ætlum okkur titilinn og ekkert kjaftæði,“ sagði ákveðinn formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, Magnús Andri Hjaltason, en félagið gekk í gær frá samningum við þá Sigurð Þorsteinsson og Jóhann Árna Ólafsson.

Körfubolti

Besta byrjun nýliða í áratug

Nýliðar ÍBV í Pepsi-deild kvenna hafa vakið mikla athygli með því að byrja Íslandsmótið á því að vinna 5-0 sigra á bæði Þór/KA og Aftureldingu í fyrstu tveimur umferðunum.

Íslenski boltinn

Real Madrid búið að reka Valdano

Stjórn Real Madrid kom saman í kvöld og ákvað að reka framkvæmdarstjórann Jorge Valdano úr sínu starfi hjá félaginu. Var það gert til að styrkja stöðu Jose Mourinho knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Fótbolti

Strákarnir unnu öðru sinni

U-17 landslið karla í handknattleik vann í kvöld sex marka sigur á A-liði kvenna í æfingaleik sem fór fram í íþróttahúsinu í Digranesi í kvöld.

Handbolti

Dofri: Æskudraumur að rætast

Hinn ungi leikmaður KR. Dofri Snorrason, átti mjög fínan leik með KR sem lagði Stjörnuna í Garðabænum, 0-3. Dofri var sterkur í vörninni og átti magnaða spretti fram. Úr einum slíkum sprett skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk félagsins.

Íslenski boltinn

Gunnlaugur: Úrvalsdeildarliðin refsa

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari KA, sagði að sitt lið hefði átt að skora meira en eitt mark gegn Grindavík í kvöld. Lokatölur voru 1-2 fyrir Suðurnesjaliðið sem er komið áfram í Valitor bikarkeppninni.

Íslenski boltinn