Sport

Metopnun í Selá

Selá opnaði í morgun og var metveiði miðað við fyrri opnanir, alls veiddust tuttugu laxar í ánni í dag og muna menn ekki annað eins!

Veiði

Flott opnun í Víðidalsá

Eftir 2 vaktir eru a.m.k. 9 stórlaxar komnir á land í Víðidalsá og veiddist víðsvegar um ánna. Harðeyrarstrengur, Efri Garðar, Ármót og Laxapollur gáfu t.a.m. allir fiska og er víst talsvert af laxi í Laxapolli. Laxarnir sem komu á land voru allir á bilinu 80 – 85 cm að lengd og var öllum sleppt aftur enda sleppiskylda á stórlaxi í Víðidalnum.

Veiði

Mögnuð veiði í Litluá í Keldum

Veiði hefur verið með afbrigðum góð í Litluá í Kelduhverfi í allt vor og ekki síður það sem af er sumri. Framan var um blandaðan afla, sjóbirting, staðbundinn urriða og bleikju að ræða, en upp á síðkastið, aðalega urriði.

Veiði

Cannavaro orðaður við QPR

Ítalinn Fabio Cannavaro hefur ekki í hyggju að leggja skóna á hilluna í bráð en hann er orðinn 37 ára gamall. Hann er nú án félags en Cannavaro lék síðast með Al-Ahli í Dúbæ.

Enski boltinn

Tomislav Ivic látinn

Króatíski knattspyrnuþjálfarinn Tomislav Ivic lést í gær, 77 ára gamall. Hann er af mörgum talinn einn fremsti knattspyrnuþjálfari síns tíma. Ivic glímdi við ýmis veikindi síðustu árin og lést á sjúkrahúsi í heimabæ sínum, Split.

Fótbolti

Valdís Þóra með örugga forystu

Valdís Þóra Jónsdóttir jók forystu sína á öðrum keppnisdegi þriðja stigamóts ársins í Eimskipsmótaröðinni. Mótið fer fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði.

Golf

Álasund lagði Lilleström

Stefán Logi Magnússon og Björn Bergmann Sigurðarson léku báðir allan leikinn þegar að lið þeirra, Lilleström, tapaði fyrir Álasundi á útivelli, 1-0, í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti

Vettel: Góður dagur fyrir liðið

Sebastian Vettel tryggði sér fremsta stað á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Valencia á morgun í dag í tímatökum. Þetta er í sjöunda skipti sem Vettel verður fremstur á ráslínu á þessu ári, en hann er efstur í stigamóti ökumanna eftir sjö mót.

Formúla 1

Björgvin Páll í liði ársins

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var valinn í lið ársins í svissnesku úrvalsdeildinni af vefsíðunni handballworld.com. Hann kom einnig til greina sem handknattleiksmaður ársins.

Handbolti

Viviano til Inter eftir klúður hjá Bologna

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Emiliano Viviano er orðinn leikmaður Inter. Þar til í gær var hann í sameiginlegri eigu Bologna og Inter. Ótrúleg mistök framkvæmdastjóra Bologna urðu til þess að félagið missti leikmanninn úr höndum sér.

Fótbolti

Hvíta-Rússland á Ólympíuleikana

U-21 lið Hvíta-Rússlands tryggði sér í dag þriðja sætið á EM í Danmörku með 1-0 sigur á Tékkum í bronsleiknum. Það þýðir að Hvít-Rússar keppa á Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári, ásamt Spáni og Sviss sem mætast í úrslitaleiknum í kvöld.

Fótbolti