Sport Tiger Woods í 13. sæti heimslistans - Donald er efstur Aðeins 15 kylfingar hafa náð þeim áfanga að komast í efsta sæti heimlistans á þeim 24 árum sem listinn hefur verið notaður. Luke Donald frá Englandi er sá 15. í röðinni. Tiger Woods, frá Bandaríkjunum, hefur setið lengst allra í efsta sæti heimslistans eða 623 vikur samtals eða í rétt tæplega 12 ár. Woods hefur fallið eins steinn niður heimslistann að undanförnu og er hann í 13. sæti. Golf 30.5.2011 13:00 Allardyce að taka við West Ham Sam Allardyce segir að það sé nánast frágengið að hann muni taka við stöðu knattspyrnustjóra West Ham sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Enski boltinn 30.5.2011 12:15 Njarðvík samdi við tvo kana Njarðvík hefur gengið frá samningum við tvo bandaríska leikmenn sem munu leika með félaginu á næsta tímabili í Iceland Express-deild karla. Körfubolti 30.5.2011 11:30 Monaco féll úr frönsku úrvalsdeildinni AS Monaco, fyrrum félag Eiðs Smára Guðjohnsen, féll í gær úr frönsku úrvalsdeildinni eftir að liðið tapaði fyrir Lyon, 2-0, í lokaumferðinni um helgina. Fótbolti 30.5.2011 11:15 Ragnar búinn að semja við FCK Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson verður í dag kynntur sem nýr leikmaður FC Kaupmannahafnar en hann hefur þegar skrifað undir samning við félagið, samkvæmt heimildum Vísis. Fótbolti 30.5.2011 11:08 Luke Donald tryggði sér sigur og efsta sætið á heimslistanum Enski kylfingurinn Luke Donald tyllti sér í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum með því að sigra á BMW meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í gær. Donald sigraði Lee Westwood frá Englandi í bráðabana um sigurinn en Westwood var í efsta sæti heimslistans. Golf 30.5.2011 10:45 Gummersbach bjargað frá gjaldþroti Forráðamönnum þýska úrvalsdeildarfélagsins Gummersbach hefur tekist að bjarga félaginu frá gjaldþroti og því fær liðið áfram keppnisleyfi í þýsku úrvalsdeildinni. Handbolti 30.5.2011 10:15 Ólafur Ingi keyptur til Belgíu Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður danska úrvalsdeildarfélagsins SönderjyskE, skrifaði um helgina undir þriggja ára samning við belgíska félagið Zulte-Waregem. Fótbolti 30.5.2011 09:00 Alonso ætlaði að sækja til sigurs Fernando Alonso varð annar í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í gær á Ferrari, eftir harðan slag við Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á McLaren á lokasprettinum. Hann hugðist sækja til sigurs, en óhapp í lok mótsins varð til þess að það gekk ekki upp. Alonso er núna fimmti í stigamóti ökumanna, en Vettel efstur eftir fimm sigra í sex mótum. Formúla 1 30.5.2011 08:36 KR og Fram á sitthvorum enda töflunnar - myndir KR-ingar og Framarar eru á sitthvorum enda töflunnar í Pepsi-deildar karla eftir 2-1 sigur KR á Fram á Laugardalsvellinum í gær. Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoraði sigurmarkið fjórtán mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 30.5.2011 08:00 Valur fimm stigum á undan Íslandsmeisturunum - myndir Valsmenn héldu hreinu í fjórða sinn á tímabilinu í gærkvöldi þegar þeir unnu 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Vodafone-vellinum. Valsmenn hafa nú fimm stigum meira en Íslandsmeistarar Breiðabliks sem hafa fengið á sig 12 mörk í fyrstu sex leikjunum. Íslenski boltinn 30.5.2011 07:00 Dwyane Wade fékk frí frá æfingu Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat, fékk hvíld frá æfingu í gær til að jafna sig á smávægilegum meiðslum á öxl. Körfubolti 29.5.2011 23:30 Þorvaldur: Menn eru svekktir og sárir Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara var niðurlútur í leikslok eftir 1-2 tap gegn KR-ingum í kvöld. Framara sitja einir á botninum með eitt stig og ljóst er að Þorvaldur þarf að blása lífi í lið Framara ef ekki á illa að fara. Íslenski boltinn 29.5.2011 22:58 Rúnar: Frábær sigur í erfiðum leik Rúnar Kristinsson þjálfari KR-inga var sigurreifur í leikslok og hrósaði lærisveinum sínum fyrir sterkan karakter í baráttusigri gegn Fram. Íslenski boltinn 29.5.2011 22:49 Falur þjálfar kvennalið Keflavíkur - Pálína áfram í Keflavík Falur Harðarson hefur skrifað undir tveggja ára samning um að þjálfa kvennalið Keflavíkur en hann var aðstoðarmaður Jóns Halldórs Eðvaldssonar í vetur og hjálpaði liðinu að vinna þrefalt. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur en þar kemur einnig fram að Pálína Gunnlaugsdóttir hafi skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Körfubolti 29.5.2011 22:43 Matthías: Hef fundið mig vel í allt sumar „Frábær úrslit fyrir okkur,“ sagði Matthías Guðmundsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld, en hann gerði fyrsta mark leiksins í 2-0 sigri Valsmanna gegn Blikum. Íslenski boltinn 29.5.2011 22:36 Grétar Sigfinnur: Alltaf gaman að skora Grétar Sigfinnur Sigurðarson varnarjaxl KR-inga átti afbragðsleik í vörn sinna manna í kvöld og kórónaði hann góðan leik sinn með því að skora sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 29.5.2011 22:33 Hörður: Hemmi Gunn getur verið stoltur af okkur „Þetta var mjög góður sigur hjá okkur í kvöld og við spiluðum flottan fótbolta allan leikinn,“ sagði Hörður Sveinsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld, en Hörður skoraði eitt mark fyrir Val. Íslenski boltinn 29.5.2011 22:30 Ólafur: Þurfum að klemma saman rasskinnarnar „Það sem réði kannski úrslitum í kvöld var einbeitingarskortur hjá mínum drengjum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn 29.5.2011 22:22 Kristján: Frábær frammistaða hjá öllum „Eftir sex umferðir erum við sex stigum á undan Íslandsmeisturunum, það er vel gert að okkar hálfu,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Íslenski boltinn 29.5.2011 22:15 Opnunardagur í kulda fyrir norðan Veiði er hafin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal. Mjög kalt hefur verið nyrðra og urriðann þarf að sækja niður við botn að þessu sinni. Veiði 29.5.2011 22:09 Eto’o skoraði tvö þegar Inter varð ítalskur bikarmeistari Samuel Eto’o skoraði tvö mörk fyrir Inter í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Palermo í bikarúrslitaleiknum á Ítalíu. Eto’o skoraði bæði mörkin sín eftir stoðsendingar frá Hollendingnum Wesley Sneijder. Fótbolti 29.5.2011 21:48 Vötnin að lifna við á suður og vesturlandi Núna er besti tíminn fyrir vatnaveiðina að fara af stað, í flestum vötnum. Fæðuframboðið er ekki orðið það mikið að bleikjan sé orðin vandlát á það sem hún étur þannig að sé hún almennt á staðnum ættu menn að setja í hana fljótlega ef réttar flugur eru undir og veitt sé á réttu dýpi. En stundum er líka bara gott að vera heppinn. Veiðivísir fékk símtal frá veiðimanni sem var að koma úr Þingvallavatni, en þar var hann í sinni fyrstu ferð eftir að hafa æft sig í vor úti á túni. Hann fór nýlega á kastnámskeið og fjárfesti í græjum sem á að nota mikið í sumar. Til að gera langa sögu stutta lagði hann bílnum, eins og hann sagði sjálfur, "við einhvern veg í þjóðgarðinum", labbaði að vatninu og fór að kasta. Veiði 29.5.2011 21:30 Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Það fer ekkert á milli mála að það er mættir einhverjir laxar í árnar. Það hefur sést til laxa nokkrum sinnum í Laxá í Kjós og þá má það heita pottþétt mál að Norðurá, Þverá/Kjarrá, Blanda og jafnvel fleiri ár séu þegar komnar með einhverja laxa í sína hylji Veiði 29.5.2011 21:17 Keppinautar gangrýna akstursmáta Hamilton í keppninni í Mónakó Felipe Massa gagnrýndi Lewis Hamilton fyrir akstursmáta hans í keppninni í Mónakó í dag og dómarar refsuðu Hamilton fyrir tvö brot í brautinni. Hamilton reyndi að þröngva sér framúr Massa í kröppustu beygju brautarinnar, en hann ók síðan Pastor Maldonado út úr mótinu undir lokin. Formúla 1 29.5.2011 21:16 Keisarinn: Blatter stendur sig vel Franz Beckenbauer eða keisarinn, fyrrum knattspyrnuhetja í Þýskalandi, sagði við þýska fjölmiðla að Sepp Blatter, forseti FIFA, stæði sig virkilega vel í starfi. Fótbolti 29.5.2011 20:15 Andri: Algjört tempóleysi, hugmyndaleysi og kraftleysi Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga, var að vonum ósáttur eftir 0-2 tap á móti Eyjamönnum á Hásteinsvellinum í dag. Eyjamenn stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og Víkingarnir náðu aldrei að komast inn í leikinn. Íslenski boltinn 29.5.2011 20:06 Heimir: Við vorum að skapa okkur fullt af dauðafærum Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með leik sinna manna eftir sannfærandi 2-0 sigur á Víkingum í Eyjum í dag. Eyjamenn voru mikið meira með boltann og Heimir talaði um að þetta hafi verið nánast fullkominn leikur hjá sínum mönnum. Íslenski boltinn 29.5.2011 20:00 Axel sigraði með yfirburðum í karlaflokki á fyrsta stigamótinu Axel Bóasson úr Keili sigraði með yfirburðum á fyrsta stigamóti ársins á Eimskipsmótaröð GSÍ í golfi. Axel lék hringina tvo á Garðavelli á Akranesi á 7 höggum undir pari samtals og var hann sjö höggum betri en Arnar Snær Hákonarson úr GR sem lék á pari samtals. Stefán Már Stefánsson úr GR, sem var efstur eftir fyrri keppnisdaginn á -5 endaði á 2 höggum yfir pari og endað hann í þriðja sæti. Golf 29.5.2011 19:59 Vettel: Tókum áhættu mörgum sinnum og það gerir sigurinn enn sætari Sebastian Vettel á Red Bull vann sitt fimmta mót í Formúlu 1 á árinu, þegar hann kom fyrstur í endmark í Mónakó kappakstrinum í dag. Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren sóttu stíft að honum í lokin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Formúla 1 29.5.2011 19:41 « ‹ ›
Tiger Woods í 13. sæti heimslistans - Donald er efstur Aðeins 15 kylfingar hafa náð þeim áfanga að komast í efsta sæti heimlistans á þeim 24 árum sem listinn hefur verið notaður. Luke Donald frá Englandi er sá 15. í röðinni. Tiger Woods, frá Bandaríkjunum, hefur setið lengst allra í efsta sæti heimslistans eða 623 vikur samtals eða í rétt tæplega 12 ár. Woods hefur fallið eins steinn niður heimslistann að undanförnu og er hann í 13. sæti. Golf 30.5.2011 13:00
Allardyce að taka við West Ham Sam Allardyce segir að það sé nánast frágengið að hann muni taka við stöðu knattspyrnustjóra West Ham sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Enski boltinn 30.5.2011 12:15
Njarðvík samdi við tvo kana Njarðvík hefur gengið frá samningum við tvo bandaríska leikmenn sem munu leika með félaginu á næsta tímabili í Iceland Express-deild karla. Körfubolti 30.5.2011 11:30
Monaco féll úr frönsku úrvalsdeildinni AS Monaco, fyrrum félag Eiðs Smára Guðjohnsen, féll í gær úr frönsku úrvalsdeildinni eftir að liðið tapaði fyrir Lyon, 2-0, í lokaumferðinni um helgina. Fótbolti 30.5.2011 11:15
Ragnar búinn að semja við FCK Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson verður í dag kynntur sem nýr leikmaður FC Kaupmannahafnar en hann hefur þegar skrifað undir samning við félagið, samkvæmt heimildum Vísis. Fótbolti 30.5.2011 11:08
Luke Donald tryggði sér sigur og efsta sætið á heimslistanum Enski kylfingurinn Luke Donald tyllti sér í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum með því að sigra á BMW meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í gær. Donald sigraði Lee Westwood frá Englandi í bráðabana um sigurinn en Westwood var í efsta sæti heimslistans. Golf 30.5.2011 10:45
Gummersbach bjargað frá gjaldþroti Forráðamönnum þýska úrvalsdeildarfélagsins Gummersbach hefur tekist að bjarga félaginu frá gjaldþroti og því fær liðið áfram keppnisleyfi í þýsku úrvalsdeildinni. Handbolti 30.5.2011 10:15
Ólafur Ingi keyptur til Belgíu Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður danska úrvalsdeildarfélagsins SönderjyskE, skrifaði um helgina undir þriggja ára samning við belgíska félagið Zulte-Waregem. Fótbolti 30.5.2011 09:00
Alonso ætlaði að sækja til sigurs Fernando Alonso varð annar í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í gær á Ferrari, eftir harðan slag við Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á McLaren á lokasprettinum. Hann hugðist sækja til sigurs, en óhapp í lok mótsins varð til þess að það gekk ekki upp. Alonso er núna fimmti í stigamóti ökumanna, en Vettel efstur eftir fimm sigra í sex mótum. Formúla 1 30.5.2011 08:36
KR og Fram á sitthvorum enda töflunnar - myndir KR-ingar og Framarar eru á sitthvorum enda töflunnar í Pepsi-deildar karla eftir 2-1 sigur KR á Fram á Laugardalsvellinum í gær. Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoraði sigurmarkið fjórtán mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 30.5.2011 08:00
Valur fimm stigum á undan Íslandsmeisturunum - myndir Valsmenn héldu hreinu í fjórða sinn á tímabilinu í gærkvöldi þegar þeir unnu 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Vodafone-vellinum. Valsmenn hafa nú fimm stigum meira en Íslandsmeistarar Breiðabliks sem hafa fengið á sig 12 mörk í fyrstu sex leikjunum. Íslenski boltinn 30.5.2011 07:00
Dwyane Wade fékk frí frá æfingu Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat, fékk hvíld frá æfingu í gær til að jafna sig á smávægilegum meiðslum á öxl. Körfubolti 29.5.2011 23:30
Þorvaldur: Menn eru svekktir og sárir Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara var niðurlútur í leikslok eftir 1-2 tap gegn KR-ingum í kvöld. Framara sitja einir á botninum með eitt stig og ljóst er að Þorvaldur þarf að blása lífi í lið Framara ef ekki á illa að fara. Íslenski boltinn 29.5.2011 22:58
Rúnar: Frábær sigur í erfiðum leik Rúnar Kristinsson þjálfari KR-inga var sigurreifur í leikslok og hrósaði lærisveinum sínum fyrir sterkan karakter í baráttusigri gegn Fram. Íslenski boltinn 29.5.2011 22:49
Falur þjálfar kvennalið Keflavíkur - Pálína áfram í Keflavík Falur Harðarson hefur skrifað undir tveggja ára samning um að þjálfa kvennalið Keflavíkur en hann var aðstoðarmaður Jóns Halldórs Eðvaldssonar í vetur og hjálpaði liðinu að vinna þrefalt. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur en þar kemur einnig fram að Pálína Gunnlaugsdóttir hafi skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Körfubolti 29.5.2011 22:43
Matthías: Hef fundið mig vel í allt sumar „Frábær úrslit fyrir okkur,“ sagði Matthías Guðmundsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld, en hann gerði fyrsta mark leiksins í 2-0 sigri Valsmanna gegn Blikum. Íslenski boltinn 29.5.2011 22:36
Grétar Sigfinnur: Alltaf gaman að skora Grétar Sigfinnur Sigurðarson varnarjaxl KR-inga átti afbragðsleik í vörn sinna manna í kvöld og kórónaði hann góðan leik sinn með því að skora sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 29.5.2011 22:33
Hörður: Hemmi Gunn getur verið stoltur af okkur „Þetta var mjög góður sigur hjá okkur í kvöld og við spiluðum flottan fótbolta allan leikinn,“ sagði Hörður Sveinsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld, en Hörður skoraði eitt mark fyrir Val. Íslenski boltinn 29.5.2011 22:30
Ólafur: Þurfum að klemma saman rasskinnarnar „Það sem réði kannski úrslitum í kvöld var einbeitingarskortur hjá mínum drengjum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn 29.5.2011 22:22
Kristján: Frábær frammistaða hjá öllum „Eftir sex umferðir erum við sex stigum á undan Íslandsmeisturunum, það er vel gert að okkar hálfu,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Íslenski boltinn 29.5.2011 22:15
Opnunardagur í kulda fyrir norðan Veiði er hafin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal. Mjög kalt hefur verið nyrðra og urriðann þarf að sækja niður við botn að þessu sinni. Veiði 29.5.2011 22:09
Eto’o skoraði tvö þegar Inter varð ítalskur bikarmeistari Samuel Eto’o skoraði tvö mörk fyrir Inter í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Palermo í bikarúrslitaleiknum á Ítalíu. Eto’o skoraði bæði mörkin sín eftir stoðsendingar frá Hollendingnum Wesley Sneijder. Fótbolti 29.5.2011 21:48
Vötnin að lifna við á suður og vesturlandi Núna er besti tíminn fyrir vatnaveiðina að fara af stað, í flestum vötnum. Fæðuframboðið er ekki orðið það mikið að bleikjan sé orðin vandlát á það sem hún étur þannig að sé hún almennt á staðnum ættu menn að setja í hana fljótlega ef réttar flugur eru undir og veitt sé á réttu dýpi. En stundum er líka bara gott að vera heppinn. Veiðivísir fékk símtal frá veiðimanni sem var að koma úr Þingvallavatni, en þar var hann í sinni fyrstu ferð eftir að hafa æft sig í vor úti á túni. Hann fór nýlega á kastnámskeið og fjárfesti í græjum sem á að nota mikið í sumar. Til að gera langa sögu stutta lagði hann bílnum, eins og hann sagði sjálfur, "við einhvern veg í þjóðgarðinum", labbaði að vatninu og fór að kasta. Veiði 29.5.2011 21:30
Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Það fer ekkert á milli mála að það er mættir einhverjir laxar í árnar. Það hefur sést til laxa nokkrum sinnum í Laxá í Kjós og þá má það heita pottþétt mál að Norðurá, Þverá/Kjarrá, Blanda og jafnvel fleiri ár séu þegar komnar með einhverja laxa í sína hylji Veiði 29.5.2011 21:17
Keppinautar gangrýna akstursmáta Hamilton í keppninni í Mónakó Felipe Massa gagnrýndi Lewis Hamilton fyrir akstursmáta hans í keppninni í Mónakó í dag og dómarar refsuðu Hamilton fyrir tvö brot í brautinni. Hamilton reyndi að þröngva sér framúr Massa í kröppustu beygju brautarinnar, en hann ók síðan Pastor Maldonado út úr mótinu undir lokin. Formúla 1 29.5.2011 21:16
Keisarinn: Blatter stendur sig vel Franz Beckenbauer eða keisarinn, fyrrum knattspyrnuhetja í Þýskalandi, sagði við þýska fjölmiðla að Sepp Blatter, forseti FIFA, stæði sig virkilega vel í starfi. Fótbolti 29.5.2011 20:15
Andri: Algjört tempóleysi, hugmyndaleysi og kraftleysi Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga, var að vonum ósáttur eftir 0-2 tap á móti Eyjamönnum á Hásteinsvellinum í dag. Eyjamenn stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og Víkingarnir náðu aldrei að komast inn í leikinn. Íslenski boltinn 29.5.2011 20:06
Heimir: Við vorum að skapa okkur fullt af dauðafærum Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með leik sinna manna eftir sannfærandi 2-0 sigur á Víkingum í Eyjum í dag. Eyjamenn voru mikið meira með boltann og Heimir talaði um að þetta hafi verið nánast fullkominn leikur hjá sínum mönnum. Íslenski boltinn 29.5.2011 20:00
Axel sigraði með yfirburðum í karlaflokki á fyrsta stigamótinu Axel Bóasson úr Keili sigraði með yfirburðum á fyrsta stigamóti ársins á Eimskipsmótaröð GSÍ í golfi. Axel lék hringina tvo á Garðavelli á Akranesi á 7 höggum undir pari samtals og var hann sjö höggum betri en Arnar Snær Hákonarson úr GR sem lék á pari samtals. Stefán Már Stefánsson úr GR, sem var efstur eftir fyrri keppnisdaginn á -5 endaði á 2 höggum yfir pari og endað hann í þriðja sæti. Golf 29.5.2011 19:59
Vettel: Tókum áhættu mörgum sinnum og það gerir sigurinn enn sætari Sebastian Vettel á Red Bull vann sitt fimmta mót í Formúlu 1 á árinu, þegar hann kom fyrstur í endmark í Mónakó kappakstrinum í dag. Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren sóttu stíft að honum í lokin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Formúla 1 29.5.2011 19:41