Sport

Allar þjóðirnar í B-riðli eiga möguleika

Það er óhætt að segja að B-riðill á EM U-21 landsliða sé galopinn. Spánverjar og Tékkar standa best að vígi en England og Úkraína geta tryggt sig áfram með sigri í sínum leikjum. Lokaleikir riðilsins fara fram í kvöld.

Fótbolti

Bordinggaard: Versti leikurinn okkar

Keld Bordinggaard stýrði U-21 liði Dana í síðasta sinn í gær en hann gaf það út fyrir EM í Danmörku að hann myndi ekki halda áfram í starfinu eftir keppnina. Danmörk er úr leik eftir að liðið tapaði í gær fyrir Íslandi, 3-1.

Fótbolti

Hérna átti Gylfi Þór að fá víti

Gylfi Þór Sigurðsson komst nokkrum sinnum nálægt því að skora fyrir íslenska U-21 landsliðið gegn Dönum í gær en það virðist enginn vafi á því að hann átti að fá víti í leiknum.

Fótbolti

Dempsey og Donovan fengu frí meðan aðrir æfðu

Clint Dempsey og Landon Donovan komu aftur til móts við knattspyrnulandslið Bandaríkjanna í gærkvöldi. Kempurnar fengu þriggja daga frí frá landsliðinu til að vera viðstaddir brúðkaup. Bandaríkin mæta Jamaíka í 8-liða úrslitum Gullbikarsins í Tampa í Flórída-ríki dag.

Fótbolti

Bjarni: Aldrei jafn svekktur eftir sigur

Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði U-21 liðs Íslands, sagði eftir leikinn gegn Dönum í gær að það hafi verið erfitt að kyngja niðurstöðunni og þeirri staðreynd að Ísland væri úr leik á EM í Danmörku.

Fótbolti

Gylfi Þór: Samheldnin í hópnum mikil

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður U-21 liðs Íslands, segir að það hefði verið samheldni og vinátta leikmanna liðsins sem gerði það að verkum að liðið náði sér á strik í lokaleik sínum á EM í Danmörku.

Fótbolti

Haraldur: Hlusta ekki á gagnrýni annarra

Haraldur Björnsson átti stórleik í marki íslenska liðsins gegn Danmörku í gær og ljóst að hann vakti athygli marga af þeim fjölmörgu útsendurum erlendu liða sem voru á vellinum í gær.

Fótbolti

Mcllroy með átta högga forskot fyrir lokahringinn

Norður-Írinn Rory Mcllroy er með átta högga forskot á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Congressional-vellinum í Bethesda í Maryland-ríki. Mcllroy spilaði þriðja hringinn í dag á þremur höggum undir pari.

Golf

Ballack afþakkar kveðjuleik með þýska landsliðinu

Michael Ballack hefur brugðist illa við boði Joachim Löw, landsliðsþjálfara Þýskalands, um að ljúka landsliðsferlinum í vináttuleik gegn Brasilíu í ágúst. Löw hefur sagst ekki ætla að velja fyrirliðann fyrrverandi aftur í landsliðið. Tími yngri leikmanna sé kominn.

Fótbolti

Kolbeinn: Danirnir voru hræddir

Kolbeinn Sigþórsson segir grátlegt að hugsa til þess að Ísland var aðeins einu marki frá því að komast í undanúrslit á EM og eiga þar með möguleika á Ólympíusæti.

Fótbolti

Eggert Gunnþór: Svöruðum gagnrýnisröddum

Eggert Gunnþór Jónsson segir að það geti stundum verið stutt á milli hláturs og gráturs í boltanum - eins og sýndi sig þegar Ísland vann 3-1 sigur á Danmörku í kvöld en var aðeins hársbreidd frá því að komast áfram í undanúrslitin. Þess í stað er Ísland úr leik á mótinu.

Fótbolti

Jón Guðni: Ótrúlegt að Hvít-Rússar komust áfram

Jón Guðni Fjóluson, leikmaður íslenska U-21 liðsins, segir að leikmenn geti gengið stoltir frá leiknum við Danmörku í kvöld. Ísland vann leikinn, 3-1, en það dugði ekki til að komast áfram í undanúrslit Evrópumeistaramótsins í Danmörku.

Fótbolti

Sviss vann Hvíta-Rússland 3-0

Svisslendingar sigruðu Hvít-Rússa 3-0 í hinum leik A-riðils í Árósum í kvöld. Þrátt fyrir tapið komast Hvít-Rússar áfram ásamt Svisslendingum sem sigruðu í öllum leikjum sínum í riðlinum.

Fótbolti