Sport

Vettel stefnir á toppárangur á Silverstone

Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð 24 ára í gær, en hann er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á Silverstone brautinni i Englandi um næstu helgi með Red Bull liðinu ásamt Mark Webber.

Formúla 1

Stórkostlegt mark í MLS-deildinni

Líberíumaðurninn Darlington Nagbe‏ skoraði stórglæsilegt mark fyrir lið sitt Portland Timbers gegn Sporting Kansas City. Markið dugði þó ekki til sigurs því Kansas vann leikinn 2-1.

Fótbolti

Mercedes mætir með nýjungar á Silverstone

Formúlu 1 lið keppa á Silverstone um næstu helgi í níundu umferð heimsmeistaramótsins í Formúlu 1. Mercedes liðið er meðal þeirra liða sem verða á heimavelli. Bæði bílar og vélar liðsins eru framleiddar í Englandi, þó Mercedes merkið sé þýskt. Höfuðstöðvar Formúlu 1 liðs Mercedes eru í Brackley og vélarnar settar seman í Brixworth.

Formúla 1

Petr Cech hefur áhyggjur af enskum markvörðum

Petr Cech markvörður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu segir tímabært að Englendingar velti fyrir sér hvers vegna stór meirihluta markvarða deildarinnar séu erlendir. Hann segir vandamálið að öllum líkindum snúast um þjálfunaraðferðir.

Enski boltinn

Bjarni: Stóð eins og stafur í bók

Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR vaknaði í nótt og honum var heitt. Hann hafði dreymt að KR hefði dregist gegn BÍ/Bolungarvík í bikarnum og leikið yrði fyrir vestan. Nú er draumurinn orðinn að staðreynd en liðin mætast á Torfnesvelli þann 28. júlí.

Íslenski boltinn

Feðgarnir mætast fyrir vestan í bikarnum

KR-ingar sækja BÍ/Bolungarvík heim í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu. Feðgarnir Guðjón Þórðarson þjálfari Vestfirðinga og Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR-inga munu því mætast. Í hinni viðureigninni tekur Þór á móti ÍBV.

Íslenski boltinn

KR vann Keflavík í roki og rigningu - myndir

KR-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í gærkvöldi með 3-2 sigri á Keflavík. Leikurinn var hin mesta skemmtun þrátt fyrir að aðstæður til knattspyrnu hafi ekki verið eins og best verður á kosið. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis var á staðnum.

Íslenski boltinn

Gael Clichy á leið í læknisskoðun hjá Man City

Franski bakvörðurinn Gael Clichy er á leið í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City. Talið er að City og Arsenal hafi komist að samkomulagi um kaupverð í kringum sjö milljónir punda. Clichy á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal.

Enski boltinn

Ali Al Habsi á leið til Wigan

Breskir fjölmiðlar greina frá því að markvörðurinn Ali Al Habsi sé á leið til Wigan frá Bolton. Talið er að kaupverðið nemi um 4 milljónum punda. Al Habsi sló í gegn hjá Wigan á síðasta tímabili þar sem hann var í láni.

Enski boltinn

39 ára markvörður hetja Ekvadora

Marcelo Ramón Ferrero átti stórleik í marki Ekvador í markalausu jafntefli gegn Paragvæ. Í fyrri leik dagsins gerðu Brasilía og Venesúela einnig markalaust jafntefli. Þetta er í fyrsta sinn í 58 ár sem tveimur leikjum dagsins lýkur markalausum.

Fótbolti

Liverpool ræður nýjan þjálfara

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur tilkynnt um ráðningu Englendingsins Kevin Keen í þjálfarateymi félagsins. Keen hefur undanfarin ár starfað við þjálfun hjá West Ham og stýrði liðinu í lokaleik síðasta tímabils eftir að Avram Grant var rekinn.

Enski boltinn

Kolbeinn skrifar undir hjá stórliði Ajax í dag

Íslenska ungstirnið, Kolbeinn Sigþórsson, skrifar í dag undir í fjögurra ára samning við hollensku meistarana í Ajax, en Kolbeinn hefur verið á mála hjá hollenska félaginu, AZ Alkmaar, síðan árið 2007 og staðið sig vonum framar.

Fótbolti

Markalaust jafntefli hjá Brasilíu

Stóru þjóðirnar byrja ekkert allt of vel á Copa America. Heimamenn í Argentínu urðu að sætta sig við jafntefli gegn Bólivíu í fyrsta leik og í kvöld urðu Brasilíumenn einnig að sætta sig við jafntefli.

Fótbolti

Messi fær á sig mikla gagnrýni

Lionel Messi, leikmaður argentínska landsliðsins, fær heldur betur að heyra það í fjölmiðlum ytra fyrir frammistöðu sína í opnunarleik mótsins þegar Argentína rétt svo náði að bjarga jafnteflinu gegn Bólivíu á föstudagskvöld.

Fótbolti

Kemur Valbuena í stað Nasri?

Arsenal er þegar farið að leita að eftirmanni Samir Nasri sem virðist vera á förum frá félaginu. Fjölmiðlar greina frá því í dag að Arsenal ætli sér að kaupa Mathieu Valbuena í stað Nasri.

Enski boltinn

Norðurá komin í 400 laxa

Það hefur mikið breyst við Norðurá undanfarna tvo daga. Veiðin hefur tekið mikinn kipp í kjölfarið á fyrstu alvöru laxagöngum sumarsins.

Veiði