Sport

Tevez fær ekkert aukafrí hjá City

Stríðið á milli Man. City og Carlos Tevez heldur áfram því City virðist ætla að taka hart á leikmanninum sem vill fara. Tevez bað um aukafrí eftir Copa America en félagið neitaði honum um fríið.

Enski boltinn

Íslandsmeisturum Vals boðið á sterkt alþjóðlegt mót

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna verða meðal þátttakenda á sterku æfingamóti í Tékklandi í lok ágúst. Valsstúlkum var boðið að taka þátt í tveimur mótum á svipuðum tíma og ákváðu að fara til Tékklands en afþakka boð frá þýska félaginu Vfl Oldenburg.

Handbolti

FH-ingar úr leik eftir 2-0 tap á Madeira

FH-ingar eru úr leik í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-0 tap fyrir portúgalska liðinu CD Nacional á Madeira í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Kaplakrika fyrir vikur og unnu Portúgalirnir 3-1 samanlagt og mæta sænska liðinu Häcken í næstu umferð.

Fótbolti

Tinna hóf titlvörnina á því að setja vallarmet

Keiliskonan Tinna Jóhannsdóttir byrjar titilvörn sína vel á Íslandsmótinu í höggleik en hún er með eins höggs forystu á Eyglóu Myrru Óskarsdóttur úr GO eftir fyrsta daginn í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu sem hófst í dag á Hólmsvelli í Leiru.

Golf

Heinze á leiðinni til Roma

Argentínski bakvörðurinn Gabriel Heinze er á leið til ítalska félagsins Roma. Hann mun koma til félagsins á frjálsri sölu frá Marseille. Þessi 33 ára bakvörður mun væntanlega skrifa undir eins árs samning við Roma.

Fótbolti

Hannes: Hef aldrei verið eins glaður eftir tapleik

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, var í viðtali í KR-útvarpinu eftir leikinn á móti Zilina í kvöld. Hann og félagar hans héldu út og komust áfram í 3. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 0-2 tap þar sem fyrri leikurinn vannst 3-0 á KR-vellinum fyrir viku síðan.

Fótbolti

Axel efstur að loknum fyrsta degi

Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili er efstur að loknum fyrsta degi á Íslandsmótinu í höggleik karla á Hólmsvelli í Leirunni. Axel spilaði á sjö höggum undir pari í dag og jafnaði vallarmetið.

Golf

Kobe í viðræðum við Besiktas

Tyrkneska félagið Besiktas er í viðræðum við umboðsmenn Kobe Bryant en Bryant er opinn fyrir því að spila í Evrópu á meðan það er verkbann í NBA-deildinni.

Körfubolti

Spænskur heimsmeistari í portúgalska boltann

Benfica hefur nælt sér í leikmann úr spænska landsliðinu því portúgalska félagið hefur gert tveggja ára samning við hinn 33 ára gamla Joan Capdevila. Benfica keypti hann frá spænska félaginu Villarreal en kaupverðið var ekki gefið upp.

Fótbolti

50 laxar á land í Ytri Rangá á morgunvaktinni í gær

Ytri Rangá er heldur betur að taka við sér. Við sögðum frá því í gær að þriðjudagurinn hafi verið besti dagurinn í sumar hingað til með 48 laxa. Miðvikudagurinn var svipaður með 45 laxa og 30 af þeim á morgunvaktinni. En morgunvaktin í dag, fimmtudag, kom með enn eina sprengjuna, 50 laxar á land og tæpur helmingur í Ægisíðufossi seinnihluta vaktarinnar.

Veiði

Veðurblíða í Víðidalnum, komnir 150 laxar á land

Heildarveiðin í Víðidal er kominn í 150 laxa ef kvöldvaktin í gær og morguninn í dag er tekinn með. Er þetta talsvert minna en í fyrra en eins og oft hefur verið sagt í sumar er veiðin um tveimur vikum seinna í sumar en undanfarin ár. Við heyrðum í þeim niðri veiðihúsi eftir vaktina í morgun og var sól og blíða á svæðinu eins og er búið að vera núna í viku og ef eitthvað er fer hitinn hækkandi.

Veiði

Elliðaárnar fullar af laxi

Konurnar í hópnum "Kastað til bata" voru við veiðar í Elliðaánum í morgun og luku veiðum núna klukkan 13:00. Það er óhætt að segja að veiðin hafi gengið vel því þær tóku kvótann og einhverja laxa í viðbót sem var sleppt aftur í ánna.

Veiði

Axel jafnaði vallarmetið

Axel Bóasson úr Keili lék stórkostlegt golf á fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik í dag. Axel lék á 65 höggum og jafnaði vallarmetið í Leirunni.

Golf