Sport

Halldór Orri: Þetta var lélegur leikur

„Mér fannst þetta lélegur leikur. Mér fannst bæði lið vera léleg. Mér fannst við vilja þetta meira en við klikkum úr nokkrum dauðafærum, þar á meðal ég,“ sagði hetjan Halldór Orri Björnsson eftir jafnteflið við Fram 2-2.

Íslenski boltinn

Heimir: Eigum enn möguleika

"Við erum að rembast og reyna að vera með í þessari baráttu um Íslandsmeistaratitilinn, því var þessu sigur virkilega mikilvægur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld.

Íslenski boltinn

Tryggvi: Setjum pressu á KR

"Þetta var erfiður leikur í kvöld enda eru Blikar með flott lið þó taflan sýni annað,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, eftir sigurinn á Breiðablik í kvöld.

Íslenski boltinn

Ólafur: Þetta þriðja mark slátraði leiknum

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, þurfti enn á ný að öskra á sína menn í hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik þegar Fylkisliðið tapaði 1-3 á móti Val á Hlíðarenda í kvöld. Fylkismenn voru komnir 0-3 undir í hálfleik og leikurinn var í raun tapaður.

Íslenski boltinn

Kristján: Við erum búnir að vinna vel í hans málum

Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, fór nýjar leiðir í kvöld þegar hann stillti upp byrjunarliðinu sínu í 3-1 sigri á Fylki. Kristján henti nýliðanum Kolbeini Kárasyni í fremstu víglínu og var með Andra Fannar Stefánsson fremstan á miðjunni. Þetta heppnaðist frábærlega og Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur síðan í byrjun júlí.

Íslenski boltinn

1.279 laxar úr Rangánum á viku

Veiðin í Rangánum hefur verið mjög góð undanfarið. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að í síðustu viku voru skráðir 3.726 laxar á land í þekktustu ám landsins, þar af voru 1.279 laxar úr Rangánum og því næstum þriðji hver lax sem veiðist þessa dagana úr Rangánum.

Veiði

Á að seinka opnun í gæsaveiðinni?

Eftir afskaplega kalt vor hafa menn rætt það í alvöru sín á milli að of snemmt sé að hefja gæsaveiðar þetta árið 20. ágúst eins og venjan er. Ástæðan er sú að víða um land, þá sérstaklega á norður og austurlandi eru ungarnir ennþá litlir, ófleygir og margir ennþá í dún.

Veiði

Hull skotin á sama verði og í fyrra

Vesturröst hefur fengið Ensku Hull skotin vinsælu, í gæsa skotum og leirdúfuskotum og er þau á sama verði og í fyrra sem þykir gott í dag. Veiðimenn hafa alveg fundið fyrir því að skot hafa hækkað mikið frá 2008 þannig að það er fagnaðarefni að finna skot í dag sem hafa meira og minna verið á sama verði í 3 ár.

Veiði

McLaren stefnir á að vinna öll mót sem eftir eru

Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að það eina sem lið sitt geti gert í Formúlu 1 meistarabaráttunni sé að vinna öll 8 mótin sem eftir eru. McLaren er í öðru sæti í stigkeppni bílasmiða, en Lewis Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og Jenson Button fimmti, en þeir eru ökumenn McLaren.

Formúla 1

Meðalár í Andakílsá

Á hádegi í gær voru komnir á land 106 laxar úr Andakílsá. Þetta eru öllu raunhæfari tölur úr ánni heldur en sést hafa undanfarin ár.

Veiði

Stóra Fossvatn komið yfir 2000 fiska

Veiði í Stóra Fossvatni hefur verið mjög góð síðustu tvær vikurnar. Í 8. viku komu 424 fiskar á land. Flestir veiddust á beitu á Síldarplaninu, en opnað var þar fyrir aðrar veiðiaðferðir en fluguveiði 1. ágúst, eins og undanfarin ár. Jafnframt hefur veiðst vel á fluguna á öðrum svæðum í vatninu. Heildarveiðin í vatninu er 2052 fiskar.

Veiði

Umfjöllun: Grindvík fjarlægist fallsætið

Grindavík vann dramatískan sigur á nágrönum sínum í Keflavík í kvöld, 2-1, með marki mínútu fyrir leikslok. Keflavík situr eftir með sárt ennið þrátt fyrir töluverða yfirburði úti á vellinum í seinni hálfleik en Grindavík skoraði úr eina skoti sínu í hálfleiknum.

Íslenski boltinn

Zlatan meiddist á móti æskufélaginu sínu

Zlatan Ibrahimovic meiddist á ökkla í æfingaleik AC Milan á móti æskufélagi sínu Malmö FF í gær en liðin gerðu 2-2 jafntefli í þessum leik. Antonio Cassano kom AC Milan í 1-0 en Svíarnir svöruðu með tveimur mörkum áður en Kevin Boateng tryggði Milanó-liðinu jafntefli í lokin.

Fótbolti

Shevchenko kjálkabrotnaði um helgina

Andriy Shevchenko, fyrrum leikmaður Chelsea og núverandi leikmaður Dynamo Kiev, fór illa út úr leik liðsins um helgina. Shevchenko hefur verið óheppinn með meiðsli á tímabilinu en hann varð fyrir því að kjálkabrotna í deildarleik um helgina.

Fótbolti

Horner: Vettel hungraður í sigur

Christian Horner hjá Red Bull segir að þrátt fyrir að Sebastian Vettel sé með gott stigaforskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þá stefni hann á sigur í hverri keppni sem hann tekur þátt í. Vettel er 85 stigum á undan Mark Webber, liðsfélaga sínum hjá Red Bull.

Formúla 1