Vettel og Red Bull vilja taka titilinn með trompi 26. september 2011 15:51 Red Bull menn fagna árangrinum á brautinni í Singapúr í gær. AP MYND: TERENCE TAN Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að liðið og Sebastian Vettel vilji landa meistaratitli ökumanna með sigri í næsta móti sem er í Japan eftir hálfan mánuð. Vettel nægir tíunda sætið í mótinu og eitt stig, til að verða meistari þegar fimm mótum er ólokið á tímabilinu. Aðeins Jenson Button getur skákað honum í titilslagnum. Til þess þarf hann að vinna öll 5 mótin sem eftir eru og Vettel má ekki fá stigi í neinu þeirra. „Ég leyfi mér að hugsa það að við verðum að reyna verulega mikið til að tapa þessu niður. Það er aðeins tveir inn í myndinni núna. Það vantar aðeins eitt stig, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið", sagði Horner í frétt á autosport.com. „Við munum fara til Japan með sömu aðferðarfræði í fararteskinu og í Singapúr og í öllum öðrum mótum. Að gera okkar besta og gæta að því að ná í þetta eina stig. En við munum líka stefna á sigur að auki." „Það væri frábært að að klára þetta með stæl. Þetta er búið að vera frábært tímabil til þessa." Suzuka brautin í Japan ætti að henta Red Bull bíl Vettel og Mark Webber vel, en Webber varð í þriðja sæti í mótinu í Singapúr í gær, á eftir Vettel og Jenson Button hjá McLaren liðinu. „Það eru fimm mót eftir og við munum leggja okkur alla fram til loka meistaramótsins", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að liðið og Sebastian Vettel vilji landa meistaratitli ökumanna með sigri í næsta móti sem er í Japan eftir hálfan mánuð. Vettel nægir tíunda sætið í mótinu og eitt stig, til að verða meistari þegar fimm mótum er ólokið á tímabilinu. Aðeins Jenson Button getur skákað honum í titilslagnum. Til þess þarf hann að vinna öll 5 mótin sem eftir eru og Vettel má ekki fá stigi í neinu þeirra. „Ég leyfi mér að hugsa það að við verðum að reyna verulega mikið til að tapa þessu niður. Það er aðeins tveir inn í myndinni núna. Það vantar aðeins eitt stig, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið", sagði Horner í frétt á autosport.com. „Við munum fara til Japan með sömu aðferðarfræði í fararteskinu og í Singapúr og í öllum öðrum mótum. Að gera okkar besta og gæta að því að ná í þetta eina stig. En við munum líka stefna á sigur að auki." „Það væri frábært að að klára þetta með stæl. Þetta er búið að vera frábært tímabil til þessa." Suzuka brautin í Japan ætti að henta Red Bull bíl Vettel og Mark Webber vel, en Webber varð í þriðja sæti í mótinu í Singapúr í gær, á eftir Vettel og Jenson Button hjá McLaren liðinu. „Það eru fimm mót eftir og við munum leggja okkur alla fram til loka meistaramótsins", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira