Whitmarsh segir að Hamilton muni læra sína lexíu 26. september 2011 15:09 Lewis Hamilton á mótssvæðinu í Singapúr. AP MYND: Terence Tan Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins hefur komið Formúlu 1 ökumanninum Lewis Hamilton til varnar, en Hamilton var harðlega gagnrýndur af Felipe Massa eftir mótið í Singapúr í gær. Hamilton keyrði aftan á Massa og hefur lent öðrum árekstrum á árinu. „Það hefur ýmislegt gerst. Liðið getur tekið á sig sumt og Hamilton annað. Stundum falla hlutirnir ekki með manni í akstursíþróttum. Þetta er búið að vera erfitt tímabil, en við munum eftir sem áður keppa til sigurs og reyna vinna mótin fimm (sem eftir eru) og Hamilton mun gera það sama", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. „Þegar þér er sagt að þú sért í átjanda eða nítjánda sæti í svona keppni (eins og í Singapúr) þá er það mjög, mjög svekkjandi. Þá þarf að taka til hendinni við aksturinn, þannig að hann ætti að fá plús fyrir það." „En það er enginn okkar fullkominn. Liðið hefur gert mistök og við munum gera fleiri. Við gerum það ekki vísvitandi, en þannig er lífið. Við erum hreinskilnir um hlutina, felum ekkert og það gefur fólki færi á því að magna hlutina upp." „Við þurfum að bæta okkur sem lið og Hamilton þarf að bæta sig sem ökumaður, en hann var í erfiðri stöðu og þurfti fimm sinnum að fara gegnum þjónustusvæðið og náði samt í dýrmæt stig. Hann náði fimmta sæti og ók vel", sagði Whitmarsh. Massa gagnrýndi Hamilton eftir mótið í gær, en Hamilton hefur lent í óhöppum í Kanada, Ungverjalandi og Belgíu að auk þess að keyra aftan á Massa í gær. „Hamilton er enn ungur að árum. Hann er að læra og mun læra sína lexíu. Hann mun vinna mót og fleiri meistaratitila. Hann er harðfylginn og einbeittur ökumaður. Hann mun vinna fleiri sigra en ég og þú og mun vinna fleiri meistaramót", sagði Whitmarsh. Formúla Íþróttir Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins hefur komið Formúlu 1 ökumanninum Lewis Hamilton til varnar, en Hamilton var harðlega gagnrýndur af Felipe Massa eftir mótið í Singapúr í gær. Hamilton keyrði aftan á Massa og hefur lent öðrum árekstrum á árinu. „Það hefur ýmislegt gerst. Liðið getur tekið á sig sumt og Hamilton annað. Stundum falla hlutirnir ekki með manni í akstursíþróttum. Þetta er búið að vera erfitt tímabil, en við munum eftir sem áður keppa til sigurs og reyna vinna mótin fimm (sem eftir eru) og Hamilton mun gera það sama", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. „Þegar þér er sagt að þú sért í átjanda eða nítjánda sæti í svona keppni (eins og í Singapúr) þá er það mjög, mjög svekkjandi. Þá þarf að taka til hendinni við aksturinn, þannig að hann ætti að fá plús fyrir það." „En það er enginn okkar fullkominn. Liðið hefur gert mistök og við munum gera fleiri. Við gerum það ekki vísvitandi, en þannig er lífið. Við erum hreinskilnir um hlutina, felum ekkert og það gefur fólki færi á því að magna hlutina upp." „Við þurfum að bæta okkur sem lið og Hamilton þarf að bæta sig sem ökumaður, en hann var í erfiðri stöðu og þurfti fimm sinnum að fara gegnum þjónustusvæðið og náði samt í dýrmæt stig. Hann náði fimmta sæti og ók vel", sagði Whitmarsh. Massa gagnrýndi Hamilton eftir mótið í gær, en Hamilton hefur lent í óhöppum í Kanada, Ungverjalandi og Belgíu að auk þess að keyra aftan á Massa í gær. „Hamilton er enn ungur að árum. Hann er að læra og mun læra sína lexíu. Hann mun vinna mót og fleiri meistaratitila. Hann er harðfylginn og einbeittur ökumaður. Hann mun vinna fleiri sigra en ég og þú og mun vinna fleiri meistaramót", sagði Whitmarsh.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira