Sport

Dortmund mun bara selja Götze til liðs utan Þýskalands

Borussia Dortmund ætlar ekki að selja undrabarnið sitt Mario Götze til annars félags í Þýskalandi en þetta ítrekaði framkvæmdastjórinn Hans-Joachim Watzke í dag. Mario Götze hefur vakið mikla athygli að undanförnu en þessi 19 ára strákur átti mikinn þátt í því að Dortmund varð þýskur meistari á síðustu leiktíð.

Fótbolti

Búið að fella færri hreindýr en á sama tíma í fyrra

Þann 11. águst var búið að fella 164 dýr eða um 16% af kvótanum en á sama mánaðardegi á seinasta tímabili var búið að fella 250 dýr eða 20% af kvótanum. Menn verða að herða sóknina ef ekki eiga að skapast vandamál vegna margra veiðmanna á veiðislóði á seinni hluta tímabilsins.

Veiði

Skagamenn jöfnuðu afrek Valsmanna og FH-inga í gær

Skagamenn tryggðu sér sæti í Pepsi-deild karla sumarið 2012 eftir að hafa náð í stig á móti ÍR á ÍR-vellinum í gær. Skagamenn þurftu aðeins að ná í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum í 1.deildinni og náðu í það í annarri tilraun eftir tap á móti BÍ/Bolungarvík á föstudaginn var.

Íslenski boltinn

Loksins fréttir úr Setbergsá

Við fengum loks fréttir af gangi mála í Setbergsá. Fram til þessa hafa veiðst 35 laxar í ánni þrátt fyrir að vatnsleysi hafi plagað veiðimenn.

Veiði

Maxi Rodriguez hjá Liverpool: Samkeppni er af hinu góða

Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez fagnar nýju leikmönnunum sem komu til Liverpool í sumar þrátt fyrir að þýði mun harðari samkeppni fyrir hann sjálfan. Rodriguez skoraði sjö mörk í síðustu fjórum leikjum sínum með Liverpool á síðustu leiktíð en var ekki í leikmannahópnum á móti Sunderland um helgina.

Enski boltinn

Guardiola: Real Madrid er ennþá betra en Barcelona

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að Real Madrid sé á undan sínu liði í undirbúningi fyrir tímabilið og sé því sigurstranglegra í kvöld þegar liðin mætast Camp Nou í seinni leik þeirra í Ofurbikarnum á Spáni.

Fótbolti

Raul fór ekki með Schalke til Helsinki - hafnaði Blackburn

Spánverjinn Raul verður ekki í leikmannahópi þýska liðsins Schalke 04 þegar liðið sækir finnska liðið HJK Helsinki heim í forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun. Forráðamenn segjast ætla að hlífa Raul við gervigrasvellinum í Finnlandi en um leið halda því þeir opnu að Raul geti spilað með öðru liði í Evrópukeppnunum í vetur.

Fótbolti

97 sm hængur úr Svalbarðsá

Ein af þeim ám sem er að slá rækilega í gegn á þessu ári er Svalbarðsá. Hollin hafa verið að gera feykilega góða veiði það sem komið er af tímabilinu og meðalþyngdin verið alveg frábær.

Veiði

Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa

Það hefur verið jöfn veiði í Gljúfurá í Borgarfirði í sumar og áin að skríða yfir 200 laxa. Hún hefur verið í ágætis vatni og töluvert af laxi verið á nokkrum stöðum. Hólmabreiða, Rennur og Eyrarhylur eru gjöfulir að vanda en lax hefur dreifst vel um ánna og eru eiginlega allir staðir inni.

Veiði