Tolla og skattayfirvöld í Indlandi að hrella Formúlu 1 liðin 28. september 2011 11:37 Lewis Hamilton ók á götum Bangalore í Indlandi í vikunni, en fyrsta Formúlu 1 mótið í landinu fer fram í lok október. MYND: MCLAREN F1 Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fer fram í lok október, en snuðra er hlaupinn á þráðinn þar sem tolla og skattayfirvöld þar í landi eru ströng hvað allan innflutning varðar. Forráðamenn Formúlu 1 liða hafa verið í viðræðum við tilheyrandi aðila varðandi innflutning á bílum og starfsmönnum, en svo virðist sem skattleggja eigi bæði lið og ökumenn fyrir að koma til landsins. Rekstraraðilar Jaypee brautinnar sem verður keppt á hafa boðist til að borga brúsann, en samkvæmt frétt á autosport.com er málið óleyst enn sem komið er. Segir í fréttinni að spurning sé hvort keppnisliðin og ökumenn verði skattlagðir miðað við árstekjur, en skattayfirvöld virðast hafa rétt til að skattleggja á þennan hátt. Jafnvel þó viðkomandi aðilar séu bara að heimsækja landið. Tolla og skattayfirvöld hafa þegar hafnað því að veita undanþágu frá reglum sínum. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að mótið í Indlandi muni fara fram, þrátt fyrir þetta vandamál sem er óleyst. „Það er áhyggjuefni fyrir ökumenn og lið, að því þetta eru harðsnúinn skattayfirvöld. Ég get ekki fullyrt hvar við erum staddir með málið, en viðræður eru í gangi. Ég er viss um að við keppum í Indlandi, en við þurfum að leysa þetta mál", sagði Whitmarsh. Lewis Hamilton ók á götum Bangalore í Indlandi í vikunni, en hann fór frá Singapúr til að keyra McLaren bíl í kynningarskyni. Mótið í Indlandi verður á nýrri braut, sem Hermann Tilke hannaði. Með því að smella hér, er hægt að skoða nýja mótssvæðið. Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Sport „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Fótbolti „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Handbolti Fleiri fréttir Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fer fram í lok október, en snuðra er hlaupinn á þráðinn þar sem tolla og skattayfirvöld þar í landi eru ströng hvað allan innflutning varðar. Forráðamenn Formúlu 1 liða hafa verið í viðræðum við tilheyrandi aðila varðandi innflutning á bílum og starfsmönnum, en svo virðist sem skattleggja eigi bæði lið og ökumenn fyrir að koma til landsins. Rekstraraðilar Jaypee brautinnar sem verður keppt á hafa boðist til að borga brúsann, en samkvæmt frétt á autosport.com er málið óleyst enn sem komið er. Segir í fréttinni að spurning sé hvort keppnisliðin og ökumenn verði skattlagðir miðað við árstekjur, en skattayfirvöld virðast hafa rétt til að skattleggja á þennan hátt. Jafnvel þó viðkomandi aðilar séu bara að heimsækja landið. Tolla og skattayfirvöld hafa þegar hafnað því að veita undanþágu frá reglum sínum. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að mótið í Indlandi muni fara fram, þrátt fyrir þetta vandamál sem er óleyst. „Það er áhyggjuefni fyrir ökumenn og lið, að því þetta eru harðsnúinn skattayfirvöld. Ég get ekki fullyrt hvar við erum staddir með málið, en viðræður eru í gangi. Ég er viss um að við keppum í Indlandi, en við þurfum að leysa þetta mál", sagði Whitmarsh. Lewis Hamilton ók á götum Bangalore í Indlandi í vikunni, en hann fór frá Singapúr til að keyra McLaren bíl í kynningarskyni. Mótið í Indlandi verður á nýrri braut, sem Hermann Tilke hannaði. Með því að smella hér, er hægt að skoða nýja mótssvæðið.
Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Sport „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Fótbolti „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Handbolti Fleiri fréttir Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira