Sport

Ólafur Jóhannesson: Íslendingur á að þjálfa íslenska landsliðið

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni.

Íslenski boltinn

Ferrari stefnir á sigur á heimavelli

Ferrari Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso verður við stjórnvölinn á Ferrari bíl um næstu helgi á heimavelli Ferrari liðsins, í Formúlu 1 kappakstrinum á Monza brautinni á Ítalíu. Rétt eins og Felipe Massa á samskonar bíl. Alonso vann mótið á Monza í fyrra.

Formúla 1

Hamilton býst við spennu á Ítalíu

Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni, á Spa brautinni í Belgíu. Hann viðurkenndi eftir keppnina að hafa gert mistök í akstri, sem orsakaði árekstur hans og Kamui Kobayashi. Hamilton varð að hætta keppni eftir atvikið, en hann keppir í þrettánda Formúlu 1 móti ársins á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi.

Formúla 1

Raul Meireles: Fólkið kallar mig Júdas

Raul Meireles, nýr leikmaður Chelsea og fyrrum leikmaður Liverpool, heldur því fram að peningar hafi engu máli skipt þegar hann óskaði eftir því að vera seldur til Lundúna í síðustu viku. Stuðningsmenn Liverpool hafa margir brugðist illa við þessum fréttum og kallað leikmanninn Júdas.

Enski boltinn

Vettel gleymdir aldrei fyrsta sigrinum

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel keppir á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi í þrettándu umferð meistaramótsins í Formúlu 1. Vettel vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 2008 með Torro Rosso, en hann ekur núna með meistaraliði Red Bull og er með gott forskot í stigamóti ökumanna í ár.

Formúla 1

Sölvi tæpur og Indriði veikur

Svo gæti farið að Kristján Örn Sigurðsson komi beint aftur inn í byrjunarlið Íslands þar sem að þeir Sölvi Geir Ottesen og Indriði Sigurðsson eru báðir tæpir fyrir leikinn gegn Kýpur á morgun.

Íslenski boltinn

Ægir Þór og Jón Ólafur fara með landsliðinu til Kína

Peter Öqvist, landsliðsþjálfari í körfubolta, hefur valið tólf manna landslið sem er á leiðinni til Kína í fyrramálið til þess að spila tvo leiki við heimamenn. Kínverska körfuknattleikssambandið greiðir allan kostnað vegna fararinnar, þ.e. öll flug + gistingu og fæði. Þetta er í annað sinn á 6 árum sem kínverska körfuknattleikssambandið býður því íslenska til Kína. Kína bar sigur á Íslandi í báðum leikjunum í ágúst 2005.

Körfubolti

Sex þjóðir komnar áfram í milliriðla á EM í körfu

Evrópumeistarar Spánar eru eitt af sex liðum sem eru komin áfram í milliriðla á Evrópumótinu í körfubolta sem nú stendur yfir í Litháen. Hinar þjóðirnar sem eru komnar áfram eru Frakkland, Serbía, Þýskaland, Rússland og Slóvenía en allar þessar sex þjóðir nema Þýskaland hafa unnið alla fjóra leiki sína í keppninni til þessa.

Körfubolti

Alltof dýrt að sjá Lionel Messi spila

Bangladess er eitt af fátækustu löndum í heimi og fótboltaáhugamenn í landinu hafa brugðist illa við rándýrum miðum inn á vináttulandsleik Argentínu og Nígeríu sem fer fram í Bangladess á morgun.

Fótbolti

Roy Keane á leið til landsins

Roy Keane er á leiðinni til landsins til að skoða aðstæður hjá KSÍ og fylgjast með leik íslenska landsliðsins gegn Kýpur annað kvöld. Hann mun væntanlega svo halda viðræður við íslenska knattspyrnusambandið um að taka að sér starf landsliðsþjálfara karla.

Íslenski boltinn

Engar skyndilausnir í boði

Hvorki gengur né rekur hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu. Enn eitt tapið leit dagsins ljós á föstudaginn, í þetta sinn í Noregi þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Ísland hefur ekki unnið keppnisleik í tæp þrjú ár og aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA.

Íslenski boltinn

Arnór: Það bíða allir eftir því að við töpum leik

Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason spilaði í fimm mínútur um helgina í öruggum sigri Danmerkurmeistara AGK á Skjern. Þetta var fyrsti leikur Arnórs með liðinu á þessari leiktíð en hann hefur ekkert spilað síðan hann lék með landsliðinu í sumar. Arnór tognaði illa á læri í upphafi æfingatímabilsins og hefur verið talsvert lengi frá síðan.

Handbolti

Ronaldinho skorar beint úr hornspyrnu

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho skoraði magnað mark beint úr hornspyrnu þegar lið hans Flamengo tapaði fyrir Avai 3-2 í brasilísku úrvalsdeildinni rétt fyrir helgi.

Fótbolti

FH tapaði aftur í Ísrael

FH lauk í kvöld keppni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði þá fyrir Maccabi Rishion Le Zion frá Ísrael en forkeppnin fór einmitt fram í Ísrael.

Handbolti