Sport

Selá er við hundrað laxa markið

Fyrr í þessari viku höfðu ríflega níutíu laxar veiðst í Selá í Álftafirði. Að sögn Hauks Elíassonar veiðivarðar er þessi veiði í ágætu meðallagi þótt sumarveiðin hafi enn ekki náð metárinu frá í fyrra. Þá náðust yfir 150 laxar á land.

Veiði

Eigandi QPR vill fá Beckham

Tony Fernandes, nýr eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins QPR, hefur verið duglegur að fá nýja leikmenn til liðs við félagið og nú hefur hann beint sjónum sínum að David Beckham.

Enski boltinn

Lagerbäck er til í viðræður við KSÍ

Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar.

Íslenski boltinn

Roy Keane bara einn af mörgum

Allt ætlaði um koll að keyra á mánudaginn þegar það fréttist að Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, væri á leið til landsins ásamt Roy Keane sem væri hugsanlega að taka við íslenska landsliðinu. Eggert kom vissulega til landsins, en Keane varð eftir heima hjá sér.

Íslenski boltinn

Er þetta versta vítaspyrna sögunnar?

Greyið hann Amir Sayoud hjá egypska liðinu Al Ahly átti ekki góðan dag á dögunum þótt að lið hans hafi fagnað örggum 4-0 bikarsigri á móti Kima Aswan. Amir Sayoud sem er 21 árs gamall Alsíringur er nú orðinn heimsfrægur á netinu fyrir víti sitt í leiknum sem margir hafa kallað verstu vítaspyrnu allra tíma.

Fótbolti

Stíf fundarhöld í NBA-deilunni

Fulltrúar eigenda félaga í NBA-deildinni og leikmanna þeirra áttu í dag langan fund um deilu þeirra og munu funda aftur á morgun - og jafnvel á föstudaginn líka.

Körfubolti

Sakar Kristinn um hlutdrægni

Marius Zaliukas, leikmaður litháíska landsliðsins, segir að Kristinn Jakobsson hafi dæmt með Skotumm í leik liðanna á Hampden Park á þriðjudagskvöldið.

Fótbolti

Sara Björk skoraði í sigurleik

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Malmö sem vann í kvöld 2-1 sigur á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum jók Malmö forystu sína á toppi deildarinnar í sex stig.

Fótbolti

Enn einn góður dagur í Stóru Laxá

Gærdagurinn var enn einn frábæri dagurinn í veiði á neðri svæðum Stóru Laxár. Eins og greint er frá á vef Sogsmanna þá veiddust þar 33 laxar á einum degi og var mikið af stórum og fallegum fiskum í aflanum, þar á meðal einn 102 cm hængur sem var landað í Kálfhagahyl eftir u.þ.b. 40 mínútna baráttu.

Veiði

Dularfullu flugur sumarsins 2011?

Það klikkar ekki að á hverju sumri koma fram leynivopn í veiðinni sem menn ríghalda í að halda leyndu. Menn setja í hvern fiskinn á fætur öðrum á meðan aðrir fá ekki neitt. En hvað veldur því að fiskur tekur sumar flugur betur en aðrar? Er það liturinn, eitthvað nýtt í ánni? Það er erfitt að svara því.

Veiði

98 sm lax úr Húseyjarkvísl

Hópur sem lauk veiðum í Húseyjakvísl nýverið gerði ágætis veiði þrátt fyrir lítið vatn í ánni. Meðal aflans var einn 98 sm lax sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar. Hópurinn naut leiðsagnar Sævars og Hörðs Hafsteinssona sem þekkja ánna eins og lófan á sér. Það sýnir og sannar í enn eitt skiptið að menn ættu að hafa leiðsögumenn sér til handa þegar á er veidd í fyrsta skipti. Kostnaðurinn við það er lítill í samanburði við veiðileyfi, bensín o.fl. en skilar aftur á móti miklu betri árangri í veiðinni.

Veiði

Webber segir undraverða stemmningu á Monza

Mark Webber er í örðu sæti í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull. Sjö mót er enn eftir og næsta mót er á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið á Monza í fyrra, sem skemmdi ekki fyrir stemmningunni meðal áhorfenda, Ferrari liðið er ítalskt.

Formúla 1