Sport

Ísland tapaði með tveimur mörkum gegn Tékkum

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði 30-28 gegn Tékkum í lokaleik sínum á æfingamótinu í Póllandi í morgun. Íslenska liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á þessu sterka móti. Þetta kemur fram á mbl.is.

Handbolti

Vettel getur slegið met

Sebastian Vettel var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Singapúr í dag. Hann náði besta tíma og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu í Formúlu 1 á þessu ári. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð ef úrslitin í kappakstrinum á sunnudag verða honum hagstæð.

Formúla 1

Dómari varð uppvís að leikaraskap

Hann var svo sannarlega ekki til fyrirmyndar dómarinn í viðureign Operario og Mirassol í neðri deildum brasilíska boltans á dögunum. Hann sýndi fáséð leikræn tilþrif af dómara að vera og óhætt að segja að leikmennirnir hafi brugðist illa við.

Fótbolti

Byggja 7 þúsund manna völl á flugmóðurskipi

Fyrsti körfuboltaleikurinn á flugmóðurskipi verður leikinn 11. nóvember í San Diego í Bandaríkjunum. Forsvarsmenn bandaríska háskólakörfuboltans hafa, með leyfi bandaríska sjóhersins, ákveðið að byggja sjö þúsund manna völl á dekki flugmóðurskipsins USS Carl Vinson.

Körfubolti

Ancelotti klár í slaginn á nýjan leik

Carlo Ancelotti, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segist klár í slaginn á nýjan leik bjóðist gott tækifæri. Hann segist aldrei hafa sagst ætla að taka sér eins árs frí frá störfum sem knattspyrnustjóri.

Enski boltinn

Tungufljót að taka við sér

Tungufljót í Skaftafellssýslu er að taka við sér. Hollið sem var við veiðar fram á hádegi í gær fékk 17 fiska, og var einn lax í aflanum.

Veiði

Vettel fremstur á ráslínu í ellefta skipti í ár

Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í tímatökunni á Formúlu 1 brautinni í Singapúr í dag. Hann ók á tímanum 1:44.381 og Mark Webber á Red Bull náði næst besta tíma og var 0.351 úr sekúndu á eftir Vettel. Jenson Button á McLaren náði þriðja besta tíma og var 0.428 sekúndum á eftir Vettel. Vettel verður fremstur á rásllínu í ellefta skipti á árinu í kappakstrinum á morgun.

Formúla 1

Webber sneggstur á lokæfingunni fyrir tímatökuna

Mark Webber á Red Bull var fljótastur allra ökumanna á síðustu æfingu Formúlu 1 ökumanna í Singapúr í dag. Hann var 0.027 úr sekúndu fljótari en Jenson Button á McLaren, en Sebastian Vettel á Red Bull var með þriðja besta tíma. Vettel var 0.264 á eftir Webber.

Formúla 1

Wilshere frá í langan tíma - þarf að fara í uppskurð

Jack Wilshere leikmaður Arsenal þarf að fara í uppskurð á hægri ökkla að sögn forráðamanna Arsenal. Talið var að meiðsli Wilshere myndu aðeins halda honum frá keppni í nokkrar vikur. Fréttirnar eru enn eitt áhyggjuefnið fyrir Arsene Wenger, knattspyrnustjóra félagsins.

Enski boltinn

Birgir Leifur í banastuði í Austurríki

Birgir Leifur Hafþórsson fór á kostum á þriðja hring opna austurríska golfmótsins í morgun. Birgir Leifur lék hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari vallarins. Hann er því á tveimur höggum undir pari samanlagt eftir þrjá hringi.

Golf

Víkingarnir losuðu sig við metið

Víkingar burstuðu ekki bara Blikana 6-2 í Kópavoginum á mánudaginn því þeir losuðu sig um leið við óvinsælt met sem hefur verið í þeirra eigu í 19 ár. Víkingar höfðu átt metið í lélegum varnarleik í titilvörn síðan þeir voru að verja titil sinn frá sumarinu 1991 og glímdu við falldrauginn alveg fram í síðasta leik.

Íslenski boltinn

Bjarni með horn í síðu mótherjanna í sumar

Hornspyrna Bjarna Guðjónssonar skilaði KR-ingum sigri á móti Keflavík í fyrrakvöld og þar með þriggja stiga forystu á toppnum. Bjarni var þarna að leggja upp sjöunda markið sitt í sumar úr hornspyrnu og KR-liðið hefur alls skorað 10 af 41 marki sínu eftir horn.

Íslenski boltinn