Sport

Fyrsta tap Füchse Berlin á leiktíðinni

Lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið mætti þá Göppingen á útivelli og tapaði, 26-24. Kiel vann á sama tíma öruggan sigur á Hannover-Burgdorf.

Handbolti

Barcelona farið að spila leikkerfið 3-1-3-3

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, virðist vera búinn að finna leið til að koma öllum sókndjöfru heimsklassa leikmönnum sínum fyrir í liði Evrópumeistaranna. Koma Cesc Fabregas í haust skapaði viss vandamál í liðsuppstillingunni sem og uppkoma Thiago á undirbúningstímabilinu en Guardiola fann lausnina með því að breyta um leikkerfi.

Fótbolti

Tolla og skattayfirvöld í Indlandi að hrella Formúlu 1 liðin

Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fer fram í lok október, en snuðra er hlaupinn á þráðinn þar sem tolla og skattayfirvöld þar í landi eru ströng hvað allan innflutning varðar. Forráðamenn Formúlu 1 liða hafa verið í viðræðum við tilheyrandi aðila varðandi innflutning á bílum og starfsmönnum, en svo virðist sem skattleggja eigi bæði lið og ökumenn fyrir að koma til landsins.

Formúla 1

Steve Clarke um byrjun Liverpool: Við fáum sjö af tíu mögulegum

Steve Clarke, þjálfari aðalliðs Liverpool og aðstoðarmaður Kenny Dalglish, hefur tjáð sig um byrjun Liverpool-liðsins sem hefur fengið 10 stig af 18 mögulegum og er búið að tapa fyrir bæði Stoke og Tottenham. Liverpool er nú með aðeins fjórum stigum meira en í fyrra þegar mikil óánægja var þegar farin að gerjast með þáverandi stjóra Roy Hodgson sem var síðan rekinn í janúar.

Enski boltinn

Sandra María: Eins og strákarnir væru að mæta Barcelona

Þór/KA mætir þýska stórliðinu Turbine Potsdam í Meistaradeild kvenna í fótbolta á morgun í fyrsta Evrópuleik norðanstúlkna frá upphafi og það er ekkert smálið komið í heimsókn. Turbine Potsdam hefur komist alla leið í úrslitaleik keppninnar undanfarin tvö ár og vann Meistaradeildina 2010.

Íslenski boltinn

Stórlaxar síðustu daga

Þangað til að menn fara að vigta alla lengdarmælda stórlaxa, verður ekki hægt að tala um stærstu laxa eða bera saman hvað var að berast á land. 94 sentimetra lax, grútleginn, sem veiddist fyrir skemmstu í Vatnsdalsá var veginn 10 kg, eða 20 pund.

Veiði

Platini fékk berbrjósta móttökur í Kiev

Michel Platini, forseti UEFA, er mættur til Kiev í Úkraínu þar sem hann er að skoða aðstæður fyrir Evrópumótið sem fer fram í landinu á næsta ári. Fimm konur úr kvennaréttendasamtökunum FEMEN notuðu tækifærið til að mótmæla vaxandi kynlífsiðnaði í landinu.

Fótbolti

Nýju Nike-treyjunar eru eitt af því fáa sem hægir á Barcelona-liðinu

Leikmenn Barcelona eru allt annað en sáttir við nýju Barcelona-treyjurnar sem voru teknar í notkun fyrir þetta tímabil. Það er að heyra á þessu nýja hitamáli á Nývangi að eitt af því fáa sem nær að hægja á leikmönnum Barcelona þessa dagana séu hinar umræddu Nike-treyjur. Þær virðast safna í sig raka og ná því oft að meira en tvöfalda þyngd sína í einum hálfleik.

Fótbolti