Tiger segir gamla kylfusveininn sinn ekki vera kynþáttahatara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2011 14:45 Tiger Woods og Steve Williams. Mynd/AFP Tiger Woods viðurkennir að ljót orð gamla kylfusveins hans, Steve Williams, hafi sært hann en að hann sé samt tilbúinn að bæði fyrirgefa og verja orðspor Williams. Tiger Woods lét Steve Williams fara í júlí en Williams hafði verið kylfusveinn Tigers í tólf ár og notið góðs af fjölmörgum sigrum Woods í gegnum tíðina. Williams drullaði yfir Woods þegar hann fór upp á svið í matarboði í tengslum við HSBC-mótið í Sjanghæ. Williams var þá beðinn um að útskýra viðbrögð sín eftir að hann aðstoðaði Adam Scott við að vinna Bridgestone-mótið í ágúst. Það var fyrsta mót þeirra saman en Williams sagði það hafa verið sætasta sigurinn á ferlinum. Williams virðist eiga erfitt með að sætta sig við að Tiger hafi rekið hann síðpasta sumar og ummæli hans í umræddri veislu voru það vafasöm að menn litu á þau sem kynþáttaníð. „Það var rangt af honum að segja þetta en við horfum fram á veginn. Þetta var sárt en lífið heldur áfram," sagði Tiger Woods. „Hann átti aldrei að láta þetta út úr sér og hann óskar þess líka sjálfur að hafa aldrei sagt þetta. Við ræddum þetta auglitis til auglitis á mánudaginn og hann baðst afsökunnar," sagði Woods og segist vera þess fullviss um að Steve Williams sé ekki kynþáttahatari. Stöð 2 sport sýnir frá mótinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um útsendingarnar hér. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods viðurkennir að ljót orð gamla kylfusveins hans, Steve Williams, hafi sært hann en að hann sé samt tilbúinn að bæði fyrirgefa og verja orðspor Williams. Tiger Woods lét Steve Williams fara í júlí en Williams hafði verið kylfusveinn Tigers í tólf ár og notið góðs af fjölmörgum sigrum Woods í gegnum tíðina. Williams drullaði yfir Woods þegar hann fór upp á svið í matarboði í tengslum við HSBC-mótið í Sjanghæ. Williams var þá beðinn um að útskýra viðbrögð sín eftir að hann aðstoðaði Adam Scott við að vinna Bridgestone-mótið í ágúst. Það var fyrsta mót þeirra saman en Williams sagði það hafa verið sætasta sigurinn á ferlinum. Williams virðist eiga erfitt með að sætta sig við að Tiger hafi rekið hann síðpasta sumar og ummæli hans í umræddri veislu voru það vafasöm að menn litu á þau sem kynþáttaníð. „Það var rangt af honum að segja þetta en við horfum fram á veginn. Þetta var sárt en lífið heldur áfram," sagði Tiger Woods. „Hann átti aldrei að láta þetta út úr sér og hann óskar þess líka sjálfur að hafa aldrei sagt þetta. Við ræddum þetta auglitis til auglitis á mánudaginn og hann baðst afsökunnar," sagði Woods og segist vera þess fullviss um að Steve Williams sé ekki kynþáttahatari. Stöð 2 sport sýnir frá mótinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um útsendingarnar hér.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira