Handbolti

Gunnar Steinn skoraði tíu mörk í sigri Drott

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Steinn í leik með HK.
Gunnar Steinn í leik með HK.
Gunnar Steinn Jónsson fór mikinn í sænska liðinu Drott í kvöld og skoraði alls tíu mörk þegar að Drott vann sjö marka sigur á Sävehof á útivelli, 28-21.

Gunnar Steinn fór fyrir sóknarleik sinna manna en Drott hafði mikla yfirburði í leiknum. Staðan í hálfleik var 17-9, gestunum í vil.

Drott er eftir sigurinn í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig, rétt eins og Sävehof og Alingsås sem eru í næstu sætum fyrir ofan á markatölu.

Íslendingaliðið Guif trónir á toppi deildarinnar með sautján stig af 20 mögulegum en liðið hefur skorað 324 mörk í leikjunum tíu, langflest allra liða í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×