Sport

Ólafur: Við erum ekki eins góðir í fótbolta og menn halda

Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir það ekki vera skref niður á við að taka við 1. deildarliði Hauka en Ólafur skrifaði undir þriggja ára samning við Haukana í dag. Ólafur segir að starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta sé eitt það erfiðasta sem er í boði en hann svaraði gagnrýni á sig fullum hálsi í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Íslenski boltinn

Fyrsta tap FCK á tímabilinu

FC Kaupmannahöfn tapaði í kvöld heldur óvænt sínum fyrsta leik á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni er liðið mætti AC Horsens á útivelli. Heimamenn unnu að lokum 2-0 sigur.

Fótbolti

Mikilvægur sigur hjá Haraldi Frey og félögum

Start vann í kvöld 3-1 sigur á Brann eftir að hafa lent marki undir. Start fékk þar með þrjú afar dýrmæt stig í fallbaráttu deildarinnar en liðið er þó enn í fallsæti þegar lítið er eftir af tímabilinu.

Fótbolti

Mancini vill vera mörg ár til viðbótar hjá City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur sett stefnuna á því að sitja í stjórastólnum hjá City í mörg ár til viðbótar. City hefur aldrei byrjað tímabil betur en í ár en liðið er á toppi ensku deildarinnar með 7 sigra og 1 jafntefli í átta leikjum.

Enski boltinn

Ólafur gerir þriggja ára samning við Hauka

Ólafur Jóhannesson hefur gert þriggja ára samning við Hauka um að taka við meistaraflokksliði félagsins. Ólafur hefur verið landsliðsþjálfari undanfarin fjögur ár en þar á undan þjálfaði hann FH í fimm ár. Þetta kom fram á blaðamannafundi nú rétt áðan.

Íslenski boltinn

Helena með tíu stig í 91 stigs sigri

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angels Kosice þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigri á SK Moris Cassovia Kosice í slóvakísku deildinni um helgina. Good Angels vann leikinn 120-29 eða með 91 stigs mun.

Körfubolti

Horner segir Red Bull liðið hafa bætt sig á öllum sviðum

Red Bul liðiðl fagnaði því í gær að liðið vann titil bílasmiða í Formúlu 1, viku eftir að Sebastian Vettel, annar ökumanna liðsins hafði fagnað því að vinna meistaratitil ökumanna. Red Bull var í mestri samkeppni við McLaren og Ferrari um meistaratitil bílasmiða, en tryggði sér titilinn í gær, þó þremur mótum sé enn ólokið á keppnistímabilinu. Yfirmaður Red Bull, Christian Horner segir liðið hafa bætt sig á öllum sviðum.

Formúla 1

Áhorfendum fækkaði - flestir mættu á KR-völlinn en fæstir í Garðabæ

KSÍ hefur gefið út áhorfendatölur frá liðnu tímabili í Pepsi-deild karla. Aðsókn á leiki í Pepsi-deild karla var góð í sumar en alls mættu 148.163 áhorfendur á leikina 132. Þetta gerir 1.122 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Þetta eru aðeins færri áhorfendur heldur en á síðasta tímabili þegar 1.205 áhorfendur mættu á völlinn að meðaltali en fleiri en árin 2009 og 2008, þegar tólf félög léku í fyrsta skiptið í efstu deild.

Íslenski boltinn

Þórsarar voru búnir að bíða lengi eftir þessum sigri

Benedikt Guðmundsson og lærisveinar hans í Þór úr Þorlákshöfn unnu óvæntan níu stiga sigur á ÍR, 101-92, í Seljaskólanum í Iceland Express deild karla í körfubolta í gærkvöldi en það er óhætt að segja að Þórsarar hafi verið búnir að bíða lengi eftir þessum útisigri.

Körfubolti

Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá

Við á Veiðivísi kíktum í gær í Ytri Rangá og tókum stöðuna á þeim mönnum sem voru þar við veiðar. Dagurinn í gær var frekar rólegur vegna kulda en þó komu nokkrir laxar á land. Meðal veiðimanna var ung stúlka í fylgd með föður sínum og gerði hún sér lítið fyrir og setti í 5 laxa á Klöppinni og landaði einum 10 punda. Kom hún á eftir vanari mönnum sem urðu ekki varir á sama stað.

Veiði

Velur hýsilinn vandlega

Eins og fram hefur komið í fréttum af sjóbirtingsveiðislóðum í haust, þá er jafnvel meira um steinsugubit í afla veiðimanna en fyrr. Eigi að síður virðist sugan velja sér vandlega hýsil og ekki er æskudýrkuninni fyrir að fara hjá henni.

Veiði

Margrét Lára: Er ekki að fara að kaupa kvóta og skip

„Þjóðverjarnir eru svo skipulagðir að þeir vildu vita í lok ágúst hvort ég ætlaði að koma. Það var samt ekki skrifað undir neina samninga fyrr en um daginn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, nýjasti liðsmaður Turbine Potsdam. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu.

Fótbolti