Sport

Tottenham fór upp fyrir Liverpool - Van der Vaart með tvö mörk

Hollendingurinn Rafael van der Vaart skoraði bæði mörk Tottenham í 2-1 útisigri á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag en Tottenham fór upp fyrir Liverpool og í 5. sætið með þessum sigri sem var sá fimmti hjá liðinu í síðustu sex deildarleikjum. Blackburn er aftur á móti í botnsætinu enda aðeins búið að ná í eitt stig út úr síðustu fjórum leikjum.

Enski boltinn

Haukur Helgi og Jón Arnór báðir stigalausir í dag

Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson komust hvorugir á blað í leikjum sinna liða í spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í dag og voru báðir íslensku landsliðsmennirnir í miklum villuvandræðum. Haukur Helgi og félagar í Assignia Manresa unnu góðan sigur en Jón Arnór og félagar í CAI Zaragoza þurftu að sætta sig við stórt tap.

Körfubolti

Dalglish: Látið Luis Suarez í friði

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, kom enn á ný til varnar Luis Suarez sem var í sviðsljósinu í 1-1 jafntefli á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni. Í síðustu viku var Suarez ásakaður um kynþóttafordóma en að þessu sinni um leikaraskap.

Enski boltinn

Fengu 430 þúsund króna sekt fyrir byssu-fagnið sitt

Guadalajara frá Mexíkó hefur sektað tvo leikmenn sína fyrir það hvernig þeir fögnuðu marki í leik liðsins á dögunum. Annar leikmaðurinn þóttist þá skjóta hinn í höfuðið en það varð í kjölfarið allt vitlaust í Mexíkó þar sem eiturlyfjastríðið hefur kostað yfir 44 þúsund manns lífið.

Fótbolti

Samuel Eto'o útilokar ekki að fara til Inter á láni

Samuel Eto'o útilokar það ekki að fara á láni til síns gamla félags í vetrarfríinu í Rússlandi en Anzhi Makhachkala keypti Kamerúnmanninn frá Internazionale í ágúst. Internazionale þarf nauðsynlega á styrk að halda í sóknarleiknum.

Fótbolti

Ari skoraði og Sundsvall fór upp þrátt fyrir tap

Ari Freyr Skúlason og félagar í Sundsvall-liðinu fögnuðu þrátt fyrir tapleik á móti Jönköpings Södra í lokaumferð sænsku b-deildarinnar í dag. Sundsvall er komið upp í sænsku úrvalsdeildina á ný eftir fjögurra ára fjarveru.

Fótbolti

Norwich náði í jafntefli á Anfield

Liverpool náði aðeins jafntefli á móti nýliðum Norwich á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Craig Bellamy kom Liverpool í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Grant Holt jafnaði fyrir Norwich eftir klukkutímaleik. Þessi úrslit eru gríðarlega vonbrigði fyrir Liverpool-liðið en Norwich-menn gátu verið ánægðir með að fara með stig heim.

Enski boltinn

Bellamy í byrjunarliðinu hjá Liverpool

Craig Bellamy kemur inn í byrjunarliðið hjá Liverpool fyrir leikinn á móti Norwich í kvöldleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, gerir tvær breytingar á liðinu sem gerði 1-1 jafntefli við Manchester United.

Enski boltinn