Sport

Gæsaveiðin verið ágæt á þessu tímabili

Af þeim fregnum sem við heyrum þá er þessi gæsavertíð búin að vera ágæt í flestum landshlutum, en veiðimenn hafa samt haft það á orði að minna sé um ungfugl en í fyrra og þá sérstaklega á norðausturlandi.

Veiði

Luke Donald skrifaði nýjan kafla í golfsöguna

Luke Donald skrifaði nýjan kafla í sögu PGA mótaraðarinnar í Bandaríkjunum í gær þegar hann tryggði sér efsta sætið á peningalista PGA. Englendingurinn er sá fyrsti frá Evrópu sem nær þeim áfanga að vera efstur á peningalistanum á bandarísku atvinnumótaröðinni. Donald tryggði sér sigur á lokamóti keppnistímabilsins með ótrúlegum lokahring þar sem hann lék á 64 höggum.

Golf

KR-konur byrja tímabilið af krafti - myndir

Kvennalið KR hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í Iceland Express deild kvenna eftir að liðið vann 79-72 sigur á Snæfelli í DHl-höllinni í gær. KR-liðið lagði grunninnn að sigrinum í öðrum og þriðja leikhlutanum sem KR-konur unnu með 13 stiga mun.

Körfubolti

Staða stelpnanna ekki góð eftir tap í Höllinni - myndir

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur ekki byrjað vel í undankeppni EM 2012 og liðið er án stiga eftir fyrstu tvo leikina eftir 20-21 tap á móti Úkraínu í Laugardalshöllinni í gær. Íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum sínum út á Spáni í síðustu viku.

Handbolti

Dóra María: Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi

Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum.

Íslenski boltinn

Levante tók toppsætið af Real Madrid

Real Madrid hélt toppsætinu aðeins í sólarhring þótt að Barcelona hafi tapað stigum í gær. Levante er kominn á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 3-0 útisigur á Villarreal í kvöld.

Fótbolti

Allt eftir bókinni í Lengjubikar karla í körfubolta

Þrír leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í körfubolta, en KFÍ tók á móti Grindavík á Ísafirði, en suðurnesjaliðið var aldrei í vandræðum með Ísfirðingana og unnu þá með 25 stiga mun 100-75. Giordan Watson var með 18 stig og sex stoðsendingar fyrir Grindvíkinga, en Ari Gylfason gerði 29 stig fyrir KFÍ.

Körfubolti

NBA-eigendurnir skiptast í tvo hópa - sumir tilbúnir að gefa eftir

Það berast engar góðar fréttir af NBA-deilunni og menn eru virkilega farnir að spá því að það verði ekkert NBA-tímabil í vetur. Bandarískir fjölmiðlar velta því samt upp hvort að það geti verið að það séu ekki allir eigendurnir sem vilja þvinga leikmenn til að samþykkja 50-50 siptingu á innkomunni.

Körfubolti

Mancini: Mario Balotelli getur orðið einn sá besti í heimi

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, tjáði sig um Mario Balotelli sem skoraði tvö mörk og fiskaði eitt rautt spjald í 6-1 stórsigri City-liðsins á Old Trafford í dag. Balotelli komst í fréttirnar í aðdraganda leiksins þegar kviknaði í heima hjá honum eftir að menn voru þar að leika sér að því að skjóta flugeldum út um baðherbergisgluggann.

Enski boltinn

Versta tap Manchester United á Old Trafford síðan 1955

Það þarf að fara langt aftur til að finna aðra eins niðurlægingu og Englandsmeistarar Manchester United fengu á móti nágrönnum sínum í Manchester City á Old Trafford í dag. Það var búið að bíða lengi eftir slag tveggja efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar en yfirburðir City voru miklir ekki síst eftir að United-liðið missti mann af velli í upphafi seinni hálfleiks.

Enski boltinn

Joe Hart: Við fáum ekkert aukastig fyrir að bursta United

Joe Hart, markvörður Manchester City, var rólegur eftir 6-1 stórsigur á nágrönnunum í Manchester United í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór á Old Trafford í dag. City náði fimm stiga forskot á United með þessum sigri og endaði langa sigurgöngu United-liðsins á Old Trafford.

Enski boltinn

Micah Richards: Háværasömu nágrannarnir eru mættir

Micah Richards, varnarmaður Manchester City, var í skýjunum eftir 6-1 stórsigur á nágrönnunum í Manchester United á Old Trafford í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Richards talaði um það fyrir leikinn á leikmenn United væru hræddir við City-liðið.

Enski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 20-21

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði fyrir því úkraínska í undakeppni Evrópumótsins sem fram fer árið 2012. Sóknarleikur liðsins varð þeim að falli í síðari hálfleik en þær leiddu leikinn 11-8 í hálfleik. Virkilega slæm úrslit en landsliðið hefur nú tapað báðum leikjum liðsins í undankeppninni.

Handbolti

Heiðar tryggði QPR sigur á Chelsea - öll úrslitin í enska í dag

Heiðar Helguson tryggði nýliðum Queens Park Rangers óvæntan 1-0 sigur á Chelsea í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar skoraði eina mark leiksins úr víti sem hann fékk sjálfur á 10. mínútu en annars var þetta ótrúlegur knattspyrnuleikur þar sem Chelsea-liðið faldi það mjög vel að vera níu á móti ellefu í 49 mínútur.

Enski boltinn