Handbolti

HM 2011: Svartfjallaland valtaði yfir Kína

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. mynd/pjetur
Svartfjallaland átti ekki í vandræðum með að landa stórsigri gegn Kína í fyrsta leik dagsins í A-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Santos. Svartfjallaland sigraði með 27 marka mun, 42-15, en staðan í hálfleik var 23-8.

Þetta er annar stórskellurinn sem Kína fær á þessu móti en liðið tapaði gegn Noregi 43-16, sem er einnig 27 marka munur.

Kínverjar náðu að sýna styrk sinn geng Þjóðverjum í gær í 23-22 tapleik en Kína hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa. Ísland mætir Kína í lokaleiknum á fötudaginn.

Jovanka Radicevic fór á kostum í liði Svartfjallalands og skoraði alls 9 mörk úr 10 skotum. Majda Mehmedovic skoraði 8. Bojana Popovic, besti leikmaður Svartfellinga, kom ekkert við sögu í leiknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×