Handbolti

HM 2011: Leikurinn við Þýskaland í ólæstri útsendingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karen Knútsdóttir í leiknum gegn Noregi í gær.
Karen Knútsdóttir í leiknum gegn Noregi í gær. Mynd/Pjetur
Leikur Íslands og Þýskalands á HM í Brasilíu í kvöld verður sýndur í ólæstri dagskrá. Hann hefst klukkan 21.30 og verður sýndur á Stöð 2 Sport 2.

Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland en stelpurnar okkar þurfa minnst stig úr leiknum til að eiga möguleika á sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Ísland hóf keppnina með glæsilegum sigri á Svartfjallandi en hefur síðan þá tapað fyrir Angóla og Noregi. Ísland tapaði í gær fyrir Norðmönnum með þrettán marka mun en Þjóðverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu Noreg í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Þýskaland lenti svo í bullandi vandræðum með botnlið A-riðils, Kína, sem Ísland mun spila við á föstudaginn. Þýskaland hafði nauman sigur, 23-22, eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum.

Athygli er vakin á því að leikurinn í kvöld er sýndur á Stöð 2 Sport 2 en ekki Stöð 2 Sport eins og í síðustu útsendingum frá HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×