Sport

Björn Bergmann orðaður við Fulham og Wolfsburg

Landsliðsmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er orðaður við ensk úrvalsdeildarfélög í enskum netmiðlum í dag. Björn er samningsbundinn norska liðinu Lilleström fram til ársins 2013 en hann er tvítugur og lék með ÍA á Akranesi áður en hann fór til Noregs.

Fótbolti

Vonarglæta í NBA deilunni eftir 10 tíma maraþonfund

Eftir 10 tíma sáttafund í gær telja fréttaskýrendur meiri líkur á því að verkbann NBA deildarinnar í körfubolta fari brátt að ljúka. Eigendur og talsmenn leikmannasamtaka hafa deilt um tekjuskiptingu og hafa langir sáttafundir ekki skilað árangri fram til þess.

Körfubolti

Man City ætlar ekki að gefa eftir í Tevez deilunni

Eigendur Manchester City ætla ekki að gefa þumlung eftir í deilu félagsins við Argentínumanninn Carlos Tevez. Eins og kunnugt er hefur Tevez ekkert leikið með félaginu frá því hann neitaði að fara inná sem varamaður í Meistaradeildinni á dögunum.

Enski boltinn

Eru körfuboltadómarar gráðugir? - umdeild launahækkun

Tómas Tómasson körfuboltaunnandi skrifar harðorða grein á Karfan.is í gær vegna 25 prósenta launhækkun körfuboltadómara. Tómas segir að þetta sé körfuboltahreyfingunni og gráðugum dómurum til skammar. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Stöðvar 2 tók Hannes Jónsson formann KKÍ tali í gær og spurði hann um þessa hluti.

Körfubolti

Andre Villas-Boas tileinkaði Terry sigurinn

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, tileinkaði John Terry 2-1 sigur Chelsea gegn Everton í deildarbikarkeppninni í gær. Chelsea tryggði sér sigur í framlengingu en Terry sem er fyrirliði Chelsea var ekki í leikmannahópnum. Enska knattspyrnusambandið rannsakar þessa dagana mál sem tengist Terry en hann er ásakaður um kynþáttahatur í garð Anton Ferdinand varnarmanns QPR.

Enski boltinn

Henning Berg rekinn frá Íslendingaliðinu Lilleström

Íslensku fótboltamennirnir, Stefán Logi Magnússon, Björn Bergmann Sigurðarson og Stefán Gíslason fá nýjan þjálfara á næstu dögum. Norskir fjölmiðlar greina frá því að Henning Berg verði rekinn í dag sem þjálfari Lilleström. Berg er einn þekktasti fótboltamaður Norðmanna enda var hann í Manchester United þegar liðið sigraði í Meistaradeild Evrópu árið 1999.

Fótbolti

Dr. J er blankur - selur verðmæta minjagripi

Hinn eini sanni Dr. J sem gerði garðinn frægan með Philadelphia 76‘ers í NBA deildinni virðist vera í miklum fjárhagsvandræðum. "Doktorinn“ eða Julius Erving ætlar að selja minnjagripi sem eru í hans eigu og þar á meðal eru meistarahringir sem hann fékk á fingur sér eftir meistaratitla hans í NBA og ABA deildunum í Bandaríkjunum. Hinn 61 árs gamli Erving ætlar að selja gamlar keppnistreyjur og verðlaunagripi frá árinu 1980 þar sem hann var valinn besti leikmaður NBA deildarinnar (MVP).

Körfubolti

Gummi Steinars.:Hjartað fékk að ráða för

Keflvíkingar fengu góðar fréttir í gær þegar Guðmundur Steinarsson ákvað að framlengja samning sinn við Keflavík í eitt ár til viðbótar. Guðmundur hafði verið sterklega orðaður við önnur lið, svo sem Val og Breiðablik, en hann ákvað á endanum að halda sig við heimahagana.

Íslenski boltinn

IE-deild karla í kvöld: Breiddin mikil hjá toppliðunum

Stjarnan og Grindavík hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í Iceland Express-deild karla og líta bæði vel út í upphafi mótsins. Það er einkum breiddin í stigaskori leikmanna beggja liða sem hefur vakið athygli. Sex Grindvíkingar hafa skorað tíu stig eða meira að meðaltali í þessum þremur umferðum og fimm Stjörnumenn eru að skora 13 stig eða meira í leik.

Körfubolti

Sigurður Ragnar: Besta ár landsliðsins frá upphafi

„Þetta var frekar öruggt. Við spiluðum frábæran leik fyrir utan fyrstu tíu mínútur leiksins. Spiluðum vel, sköpuðum fullt af færum og allt eins og það á að vera,“ sagði hamingjusamur þjálfari kvennalandsliðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, eftir 0-2 sigur á Norður-Írum í Belfast í gær.

Fótbolti

HK og ÍBV áfram í bikarnum

Tveir leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Eimskipsbikars karla í handbolta í kvöld. Annar var æsispennandi en hinn var upprúllun. Á meðan HK labbaði yfir Fjölni vann ÍBV dramatískan sigur á Víkingnum.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur-Keflavík 70-84

Íslandsmeistarar Keflavíkur er komnar í gang eftir öruggan 14 stiga sigur á Val, 84-70, í Vodafone-höllinni í kvöld. Pálína Gunnlaugsdóttir fór á kostum annan leikinn í röð og reyndist Valsliðinu erfið í þriðja leikhlutanum þegar Keflavík gerði nánast út um leikinn.

Körfubolti

Sterkur útisigur hjá norsku stelpunum

Norska kvennalandsliðið vann góðan útisigur á Belgum, 0-1, í kvöld en liðin spila í sama riðli og Ísland. Í ljósi þess að íslenska liðið missteig sig gegn Belgum á heimavelli hefðu stelpurnar vel þegið að norska liðið gerði slíkt hið sama í Belgíu.

Fótbolti

Birgir lagaði stöðu sína með fínum hring

Birgir Leifur Hafþórsson náði að laga stöðu sína verulega á öðrum keppnisdegi úrtökumótsins fyrir PGA mótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 2 höggum undir pari eða 70 höggum.

Golf

Lið Rúnars og Ernis úr leik

Lið þeirra Rúnars Kárasonar, Bergischer, og Ernis Hrafns Arnarsonar, Düsseldorf eru bæði úr leik í þýsku bikarkeppninni eftir töp í kvöld.

Handbolti

Obama vill lausn í NBA-deiluna

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er mikill íþróttaáhugamaður og vill að lausn verði fundin á NBA-deilunni sem allra fyrst og verkbanni leikmanna þar með aflétt.

Körfubolti