Sport

Pele: Stallone var erfiðasti mótherjinn

Pele varð 71 árs gamall 23. október síðastliðinn en hann er að mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður allra tíma. Pele varð þrisvar sinnum Heimsmeistari með Brasilíu, síðast árið 1970 þegar hann skoraði eitt og lagði upp tvö í 4-1 sigri á Ítalíu í úrslitaleiknum. Pele skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum á HM 1958 þegar hann var aðeins 17 ára gamall.

Fótbolti

Mallya býst við glæstri Formúlu 1 hefð í Indlandi

Fyrsta Formúlu 1 mót sögunnar í Indlandi fer fram á sunnudaginn og eitt keppnisliðið sem þar keppir var stofnað af indverskum aðila. Vijay Mallya stofnaði Formúlu 1 liðið Force India árið 2007, en nafn liðsins mætti þýða á íslensku sem Mátt Indlands. Force India liðið er með starfsaðstöðu við Silverstone brautina í Bretlandi og ökumenn liðsins eru Paul di Resta frá Skotlandi og Adrian Sutil frá Þýskalandi.

Formúla 1

Birgir má ekki gera mörg mistök á lokahringum - er í 17.-18. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson teflir á tæpasta vað fyrir lokakeppnisdaginn á 1. stigi úrtökumóts PGA mótaraðarinnar í golfi. Birgir lék á 73 höggum á þriðja keppnisdegi eða 1 höggi yfir pari og er hann samtals á pari. Þetta er í fyrsta sinn sem Birgir tekur þátt á úrtökumóti fyrir sterkustu mótaröð heims en hann er í 17.-18. sæti en það má gera ráð fyrir að 22 efstu komist áfram af þessum keppnisvelli.

Golf

Ný Formúlu 1 braut í Indlandi kostaði 300 miljónir Bandaríkjadala

Nú Formúlu 1 braut verður notuð af Formúlu 1 liðum í keppni í fyrsta skipri á Indlandi á sunnudaginn, en hún er staðsett í 50 km fjarlægð frá miðhluta Nýju Delí og kallast brautin Buddh. Brautin var hönnuð af Hermann Tilke og fyrirtæki hans og er áætlað að það hafi kostað 300 miljónir Bandaríkjadala (nærri 34 miljarða íslenskra króna) að koma henni í gagnið samkvæmt upplýsingum frá FIA. Buddh brautin er 5.137 km að lengd og verða eknir 60 hringir í kappakstrinunm á sunnudag.

Formúla 1

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 34-28

Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram á Ásvöllum í kvöld þegar þeir unnu sex marka sigur á Valsmönnum, 34-28, í 6. umferð N1 deild karla í handbolta. Haukar hafa nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni.

Handbolti

Mancini vill fá miklu meira frá Adam Johnson

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var ekkert að missa sig yfir góðri frammistöðu Adam Johnson í sigrinum á Wolves í enska deildarbikarnum í gær og ítalski stjórinn vill fá meira frá enska landsliðsvængmanninum.

Enski boltinn

Guðmundur: Vil skoða nokkra leikmenn nánar

Guðmundur Guðmundsson valdi í morgun nítján manna æfingahóp sem kemur saman nú um mánaðamótin. Liðið æfir saman í tæpa viku til að undirbúa sig fyrir EM í Serbíu í janúar en Guðmundur ætlar einnig að nota tækifærið og skoða nokkra leikmenn nánar.

Handbolti

PKD smit útbreitt á Íslandi

PKD-nýrnasýki var fyrst staðfest á Íslandi á haustmánuðum 2008. Í framhaldi af því hafa umfangsmiklar rannsóknir farið fram á útbreiðslu og áhrifum sýkinnar á íslenska laxfiskastofna. Verkefnið er samstarfsverkefni Tilraunastöðvar Háskólans að Keldum og Veiðimálastofnunar og var styrkt af Orkuveitu Reykjavíkur og Umhverfissviði Reykjavíkurborgar.

Veiði

Straumar áfram með Álftá

Veiðifélagið Straumar hefur framlengt samning sinn um Álftá á Mýrum til þriggja ára. Félagið hefur haft ána á leigu í 17 ár og þau verða því tuttugu þegar núverandi samningi lýkur.

Veiði