Sport

Aron og félagar unnu

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn þegar að lið hans, Cardiff, vann 2-1 sigur á Reading í ensku B-deildinni í dag.

Enski boltinn

Kean: Ekki séns að við föllum

Steve Kean, knattspyrnustjóri Blackburn, hefur engar áhyggjur af slæmri stöðu liðsins í ensku úrvalsdeildinni og segir engan möguleika á því að liðið falli úr deildinni í vor.

Enski boltinn

Þórir Ólafsson: Ekki bara Lödur á götunni hérna

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson ákvað að söðla um í sumar. Eftir sex góð ár í Þýskalandi ákvað hann að reyna fyrir sér í Póllandi, fyrstur allra Íslendinga. Fleiri Íslendingar hafa fengið boð um að fara þangað en ekki verið til í að taka slaginn.

Handbolti

Kolbeinn er enn í göngugifsi og á hækjum

Kolbeinn Sigþórsson var búinn að stimpla sig inn í Ajax-liðið í haust, hafði skorað fimm mörk í fyrstu sjö leikjunum og fram undan var mikið ævintýratímabil með toppbaráttu í Hollandi og leikjum í Meistaradeildinni. Í millitíðinni kom hann heim og tryggði íslenska karlalandsliðinu langþráðan sigur í undankeppni með sínu fjórða A-landsliðsmarki í aðeins átta leikjum.

Fótbolti

Guðmundur æfir mögulega með MLS-liðinu New England

„Það verður ekkert af því að ég fari í atvinnumennsku að þessu sinni. Þá er bara að skella sér til Harvard og mér finnst það alls ekkert verra,“ sagði Guðmundur Reynir Gunnarsson kátur, en hann fer í skiptinám í hinn heimsfræga Harvard-háskóla eftir áramótin.

Íslenski boltinn

Huddersfield hefur spilað 42 leiki í röð án þess að tapa

Harðjaxlinn Lee Clark hefur náð frábærum árangri með Huddersfield, en liðið hefur undir stjórn hans ekki enn tapað deildarleik á árinu 2011. Ef liðið tapar ekki fyrir Notts County í ensku C-deildinni um helgina slær það 33 ára gamalt met Nottingham Forest, sem lék 42 leiki í röð án taps undir stjórn hins goðsagnakennda Brians Clough.

Enski boltinn

Jón Arnór og Haukur Helgi mætast á morgun

Það verður söguleg stund fyrir íslenskan körfubolta í hádeginu á morgun þegar Assignia Manresa tekur á móti CAI Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Með þessum liðum spila nefnilega íslenskir landsliðsmenn og verður þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar mætast í bestu körfuboltadeild í Evrópu.

Körfubolti

Tap Man. City nam 36,3 milljörðum

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City gaf það út í gær að tap félagsins á rekstrarárinu 2010-2011 hefði alls numið 194,9 milljónum punda, eða tæplega 36,3 milljörðum króna.

Enski boltinn

Kjarnorkuvetur í NBA: Við búum bara til nýja deild

Billy Hunter, framkvæmdastjóri NBA-leikmannasamtakanna sem voru leyst upp í byrjun síðustu viku, hefur talað um þann möguleika að NBA-leikmennirnir taki sig saman og stofni bara nýja deild. Kjarnorkuveturinn er hafinn í NBA-deildinni eftir að leikmennirnir ákváðu að fara með deiluna í réttarsalinn og samningarviðræður við eigendur NBA-liðanna fóru í algjört frost.

Körfubolti

Börsungar skoruðu fjögur gegn Zaragoza

Barcelona gaf ekkert eftir í toppbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar með 4-0 sigri á Real Zaragoza í kvöld. Liðið er þar með jafnt Real Madrid að stigum en Madrídingar eiga leik til góða.

Fótbolti

Stuðningsmaður Man. Utd vill selja Aguero bílnúmerið KUN16

Ryder Owen, klettharður stuðningsmaður Man. Utd, hélt hann væri að gera gáfulegan hlut er hann greiddi háar fjárhæðir fyrir bílnúmeraplötuna: "KUN16". Owen hélt á þeim tíma að Sergio Aguero væri á leið til Man. Utd en úr varð nokkru síðar að hann samdi við erkifjendurna í Man. City.

Enski boltinn