Sport

Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli

Og meira af Bíldsfellinu. Eigendur þriðjungs veiðiréttar í Bíldsfelli í Sogi hafa ákveðið að nýta veiðidaga sína sjálfir næsta sumar. Því fækkar veiðidögum SVFR sem þvi nemur.

Veiði

Kvóti í Bíldsfellinu

Fyrir sumarið 2012 hefur verið settur rúmur kvóti á svæðum SVFR í Soginu. Hann er nú sex laxar á hvern stangardag fram til 1. september. Eftir þann tíma er kvóti tveir laxar á stöng á dag.

Veiði

Ferguson: Einbeiting Rooney í góðu lagi

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney sé með einbeitinguna í góðu lagi fyrir leikinn mikilvæga gegn Basel í kvöld en hann mun morgun koma fyrir aganefnd UEFA í Sviss vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik með enska landsliðinu í haust.

Fótbolti

Stjórnmálamönnum er skítsama um stelpurnar okkar

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í erfiðri stöðu eftir 27-14 tap gegn Evrópu- og ólympíumeistaraliði Noregs á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Ísland þarf að ná í 3 stig úr síðustu tveimur leikjunum gegn Þýskalandi og Kína til þess að komast í 16-liða úrslit. Erfitt verkefni en til þess þarf Ísland að gera margt mun betur en gegn Noregi í gærkvöld í Arena Santos.

Handbolti

Lífið heldur áfram þótt við dettum út

Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, nágrannarnir í Manchester City og Manchester United, eiga það á hættu að spila sinn síðasta leik í Meistaradeildinni á tímabilinu í kvöld og komast því ekki áfram í sextán liða úrslitin. Úrslitin ráðast þá í riðlum A til D, en fjögur af átta sætum eru enn laus. Bayern München, Inter Milan, Benfica og Real Madrid eru þegar komin áfram og öll nema portúgalska liðið hafa unnið sinn riðil.

Fótbolti

Ágúst Þór: Enn möguleiki til staðar

„Þetta er munurinn á þessum liðum, við erum bara á eftir,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir 27-14 tapleikinn gegn Noregi á HM í handbolta í Brasilíu.

Handbolti

Liverpool búið að skjóta tólf sinnum í marksúlurnar á tímabilinu

Liverpool-menn hafa verið duglegir að skjóta í stöng og slá á þessu tímabili og tvö skot bættust í hópinn í tapinu á móti Fulham á Craven Cottage í gærkvöldi. Liverpool-liðið hefur nú skotið 12 sinnum í marksúlurnar í fyrstu 14 leikjunum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eða fimm sinnum oftar en næsta lið.

Enski boltinn

Drogba: Það hjálpar mér að fá að spila

Didier Drogba var maður kvöldsins í Meistaradeildinni því hann skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-0 sigri Chelsea á Valencia. Chelsea tryggði sér ekki bara sæti í sextán liða úrslitunum heldur einnig sigur í riðlinum.

Fótbolti

Baker tryggði Njarðvík sigurinn í Hólminum

Shanae Baker var hetja Njarðvíkurliðsins í Stykkishólmi í kvöld en hún kórónaði frábæran leik sinni með því að skora sigurkörfuna rétt fyrir leikslok. Njarðvík vann leikinn 72-69 og komst upp að hlið Keflavíkur á toppnum.

Körfubolti

Anna Úrsúla: Þetta var ekki nógu gott hjá okkur

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður íslenska landsliðsins, var í viðtali hjá Sigurði Elvari Þórólfssyni í þættinum hjá Þorsteini Joð á Stöð 2 Sport í kvöld. Anna skoraði 3 mörk, fiskaði tvö víti og var einn besti maður íslenska liðsins.

Handbolti

Chelsea stóðst pressuna og vann Valencia | Mörk kvöldsins

Chelsea tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sigur í sínum riðli með 3-0 sigri á spænska liðinu Valenicia á Brúnni í kvöld. Marseille og Zenit St Petersburg komust líka áfram í sextán liða úrslitin í kvöld. Didier Drogba var maður leiksins í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

Fótbolti

HM 2011: Svartfjallaland rétt marði sigur gegn Angóla

Angóla tapaði sínum fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í dag þegar Svartfjallaland rétt marði 28-26 sigur í Arena Santos. Með sigrinum náði Svartfjallaland að bæta stöðu sína verulega en liðið er með 4 stig eftir 3 leiki, líkt og Angóla. Úrslitin eru ekki góð fyrir Ísland þar sem allt snýst um innbyrðisviðureignir.

Handbolti

Cahill fer ekki í leikbann

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að fella rauða spjaldið sem Gary Cahill fékk í leik Bolton og Tottenham um helgina úr gildi. Hann mun því ekki taka út eins leiks bann sem hann hefði annars fengið.

Enski boltinn