Sport

Inter vann borgarslaginn

Inter sigraði nágrana sína í Milan 1-0 á útivelli í kvöld og heldur því áfram að nálgast topplið deildarinnar en Milan missti af tækifærinu á að ná tveggja stiga forystu á Juventus á toppi ítölsku deildarinnar.

Fótbolti

Barcelona heldur sínu striki

Barcelona marði Real Betis 4-2 á heimavelli sínum í kvöld. Þrátt fyrir óskabyrjun þar sem Barcelona var komið í 2-0 eftir 12. mínútna leik náði Betis að jafna metin en einum fleiri tókst Barcelona að knýgja fram sigur undir lokin.

Fótbolti

EM-lagið í ár klikkar ekki

Það er engin Evrópukeppni í handbolta án þess að hafa sitt EM-lag og Serbarnir hafa ekkert klikkað á því í undirbúningi sínum fyrir EM í Serbíu sem hefst á morgun.

Handbolti

Langþráður útisigur hjá Hauki og félögum

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Assignia Manresa fögnuðu 76-65 sigri á Caja Laboral á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins á útivelli síðan í október.

Körfubolti

Sir Alex: Ég bjóst ekki við þessu hlaupi frá Scholes

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður eftir 3-0 sigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag ekki síst með Paul Scholes sem skoraði fyrsta mark leiksins í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu síðan að hann tók skóna af hillunni. Scholes braut ísinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og United náði nágrönnum sínum í City að stigum á toppnum með þessum sigri.

Enski boltinn

Helgi Már góður í sigri 08 Stockholm

Helgi Már Magnússon átti fínan leik með 08 Stockholm í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag þegar liðið vann Borås Basket örugglega á heimavelli 95-75. Borås var í þriðja sæti deildarinnar og fimm sætum ofar fyrir leikinn í dag.

Körfubolti

Hermann á leið á frjálsri sölu til Coventry

Hermann Hreiðarsson hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik fyrir Portsmouth en það kemur fram í staðarblaðinu í Portmouth að hann sé að ganga frá félagsskiptum yfir til Coventry. Samkvæmt heimildum blaðsins verður gengið frá þessum um helgina en Hermann var ekki með í tapi Portsmouth á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Enski boltinn

Grótta vann fyrir norðan og komst af botninum - úrslit dagsins

Grótta vann sinn fyrsta sigur í N1 deild kvenna á tímabilinu í dag þegar Gróttukonur fóru norður og lönduðu 26-25 sigri á móti KA/Þór. Grótta komst fyrir vikið upp fyrir KA/Þór og sendi norðanstúlkur niður í botnsæti deildarinnar. Þetta var einn af þremur leikjum dagsins.

Handbolti

Scholes bætti félagsmet Bryan Robson

Paul Scholes bætti félagsmet Bryan Robson með því að skora eitt marka Manchester United í 3-0 sigri á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Scholes skoraði fyrsta mark leiksins í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu síðan að hann tók skóna af hillunni.

Enski boltinn

Strákarnir eru lentir í Serbíu

Íslenska handboltalandsliðið er lent í Serbíu eftir flug frá London en íslenska liðið lagði af stað frá Keflavík í morgun. Strákarnir okkar munu spila sinn fyrsta leik á EM á móti Króatíu á mánudaginn.

Handbolti

Ásta Birna: Alltaf sérstaklega sætt að vinna Val

"Við erum ótrúlega ánægðar með þennan sigur, við vorum einbeittar og spiluðum hörku vörn hérna í dag," sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram eftir 26-21 sigur á Val í toppslag N1 deildar kvenna í dag. Framliðið komst með því að topp deildarinnar.

Handbolti

Snæfellingar eiga troðslumeistarann í ár

Quincy Hankins-Cole, úr Snæfelli, varð troðslumeistari Stjörnuleiksins 2012 en Stjörnuhátíð KKÍ stendur nú yfir í Dalhúsum í Grafarvogi. Hankins-Cole mætti Nathan Walkup, úr Fjölni, í dag í úrslitum troðslukeppninnar en þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Körfubolti

Mikkel Hansen fagnar kílóunum

Mikkel Hansen, stórskytta AG Kaupmannahöfn og danska landsliðsins, er ánægður með að hafa bætt við sig nokkrum kílóum og segir það hjálpa sér inn á handboltavellinum. Hansen verður í stóru hlutverki með Dönum á EM í Serbíu.

Handbolti

Scholes skoraði fyrir Manchester United í sigri á Bolton

Manchester United komst aftur á sigurbraut og náði Manchester City að stigum með því að vinna 3-0 sigur á Bolton á Old Trafford í kvöld. Wayne Rooney klikkaði á víti en lagði tvö fyrstu mörkin fyrir þá Paul Scholes og Danny Welbeck. Michael Carrick innsiglaði síðan sigurinn í lokin.

Enski boltinn

Defoe vill fara en Redknapp ætlar ekki að selja hann

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er ekki tilbúinn að selja Jermain Defoe þótt að framherjinn vilji sjálfur fara frá félaginu í janúarglugganum. Defoe er ekki lengur fastamaður í Tottenham-liðinu og óttast að það muni kosta hann sæti í EM-hóp enska landsliðsins.

Enski boltinn

Stjóri Blackburn þorir ekki að fara í miðbæinn

Steve Kean, stjóri Blackburn Rovers, treystir sér ekki til að fara niður í miðbæ Blackburn, vegna óvinsælda sinna meðal stuðningsmanna félagsins. Stuðningsmennirnir voru ósáttir með að indversku eigendurnir ráku Sam Allardyce og réðu Kean í staðinn. Slakt gengi liðsins hefur heldur ekki hjálpað til.

Enski boltinn