Körfubolti

Jón Ólafur vann þriggja stiga keppnina | Snæfellingar sigursælir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Ólafur Jónsson með verðlaun sín ásamt Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ.
Jón Ólafur Jónsson með verðlaun sín ásamt Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ. Mynd/Heimasíða KKÍ

Snæfellingar eru sigursælir á Stjörnuhátíð KKÍ því Jón Ólafur Jónsson varð þriggja stiga meistarinn eftir nauman sigur á liðsfélaga sínum í þriggja stiga keppninni sem fram fór í hálfleik á Stjörnuleik KKÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Snæfellingar áttu einnig troðslumeistarann en Quincy Hankins-Cole vann troðslukeppnina fyrr í dag.

Átta leikmenn tóku þátt í þriggja stiga skotkeppninni að þessu sinni og komust fjórir þeirra í úrslit. Í úrslitum voru þeir Jón Ólafur, Pálmi Freyr Sigurgeirsson úr Snæfelli, Darrin Govens úr Þór Þorlákshöfn og J´Nathan Bullock úr Grindavík.

Jón Ólafur fékk einu stigi meira en Pálmi og tryggði sér sigurinn en það gekk ekki eins vel hjá þeim Darrin Govens og J´Nathan Bullock. Jón Ólafur hafði einnig verið stigahæstur í forkeppninni og var því sjóðheitur í allan dag.

Forkeppni þriggja stiga keppninnar:
Jón Ólafur Jónsson Snæfell 15 stig
J´Nathan Bullock Grindavík 14 stig
Pálmi Sigurgeirsson Snæfell 13 stig
Darrin Govens Þór Þ. 12 stig
Justin Shouse Stjarnan 11 stig
Giordan Watson Grindavík 10 stig
Ólafur Helgi Jónsson Njarðvík 9 stig
James Bartolotta 8 stig

Úrslit þriggja stiga keppninnar:
Jón Ólafur Jónsson 13 stig
Pálmi Sigurgeirsson 12 stig
Darrini Govens 8 stig
J´Nathan Bullock 7 stig
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.