Sport

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 24-28

Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-24, gegn HK í N1-deild karla í Digranesinu í kvöld. Valur á enn fínan möguleik á því að komast í úrslitakeppnina og þessi sigur var nauðsynlegur. Hlynur Morthens fór á kostum í liði Vals og varði tuttugu skot. Valdimar Fannar Þórsson átti einnig flottan leik fyrir Val og skoraði sex mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði níu mörk fyrir HK.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 17-23

Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Safamýri 23-17 í leik sem einkenndist af vandræðalegum sóknarleik beggja liða. Haukar halda toppsætinu í deildinni og eru komnir á sigurbraut á nýjan leik eftir tvö töp í röð.

Handbolti

Guardiola þurfti að útskýra "Inter-trefilinn"

Menn nenna að velta sér upp úr ótrúlegustu hlutum í knattspyrnuheiminum og nú hefur Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, þurft að útskýra af hverju hann var með "Inter-trefil" í leiknum gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Fótbolti

Enn mikil óvissa um öxlina hans Alexanders

Alexander Petersson segir að axlarmeiðsli sín geri það að verkum að ómögulegt sé að segja til um hvenær hann geti spilað handbolta á nýjan leik. Hann tjáir sig um meiðslin, Ólympíuleikana í London og yfirvofandi félagaskipti frá Füchse Berlin yfir í Rhein

Handbolti

Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum, 4-0 sigur AC Milan

AC Milan frá Ítalíu og ekki síst sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovich sýndu snilli sina í 4-0 sigri liðsins gegn enska liðinu Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þorsteinn J. fór yfir gang mála í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport í kvöld þar sem hann ræddi við sérfræðinga þáttarins; Heimi Guðjónsson, Reyni Leósson og Pétur Marteinsson.

Fótbolti

Draumadvöl Henry hjá Arsenal endaði með martröð

Thierry Henry lék sinn síðasta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 á móti AC Milan í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en enska liðið er svo gott sem úr leik í keppninni eftir þessi úrslit.

Fótbolti

Sigurður Ragnar sá Belgana tapa stigum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, var meðal áhorfenda þegar Belgía og Norður-Írland gerðu 2-2 jafntefli í Dessel í Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Þessi lið eru með Íslandi í riðli og eru Belgar næstu mótherjar íslensku stelpnanna.

Fótbolti

Snorri Steinn fékk rautt fyrir að tefja en AG vann

AG Kaupmannahöfn vann dramatískan eins marks sigur á Sönderjyske, 29-28, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. AG hefur því áfram sjö stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg á toppi deildarinnar en liðið lenti í miklum vandræðum í kvöld á móti liði í 11. sæti deildarinnar.

Handbolti

Tuttugu sigrar í röð hjá Kiel - Rhein-Neckar-Löwen vann líka

Tveir Íslendingaslagir til viðbótar leiks Füchse Berlin og SC Magdeburg fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kiel vann Bergischer HC 34-21 og Rhein-Neckar-Löwen vann 35-27 sigur á TSV Hannover Burgdorf. Íslensku þjálfararnir, Dagur Sigurðsson, Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson, fögnuðu því allir sigri í kvöld.

Handbolti

Dagur: Romero hjálpaði okkur mikið

Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara Füchse Berlin, á blaðamannafundi eftir sigur sinna manna á Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur voru 24-20 og Dagur var ánægður með sína menn - sérstaklega spænska leikstjórnandann Iker Romero.

Handbolti

Schumacher hræðir Rosberg ekki

Liðsfélagi Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu, þjóðverjinn Nico Rosberg, segir sjöfalda heimsmeistarann ekki hræða sig. Schumacher hefur þriðja ár endurkomu sinnar í Formúlu 1 í ár.

Formúla 1

Juventus náði ekki að komast á toppinn

Juventus mistókst að komast í toppsætið í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti Parma sem var ellefu sætum neðar í töflunni fyrir leikinn.

Fótbolti

Arsenal steinlá á móti AC Milan og er nánast úr leik

AC Milan er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-0 stórsigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum sem fram fór á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Arsenal-liðið var nokkrum númerum of lítið í þessum leik og getur nú farið að einbeita sér að keppni í ensku úrvalsdeildinni og enska bikarnum.

Fótbolti