Sport

Öll úrslit kvöldsins í IE-deild karla

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Stjarnan lagði Njarðvík, Tindastóll vann Hauka í háspennuslag og sama spennan var upp á teningnum í Keflavík þar sem Snæfell var í heimsókn.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Snæfell 101-100

Bikarmeistarar Keflvíkinga komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla í kvöld með því að vinna dramatískan 101-100 sigur á Snæfelli í framlengdum leik. Magnús Þór Gunnarsson skaut sína menn í gang í upphafi þriðja leikhluta, skoraði tvo rosalega mikilvæga þrista á lokakafla leiksins og skoraði alls 35 stig en það var hinn ungi Almar Guðbrandsson sem tryggði Keflavík 101-100 sigur á Snæfelli með því að setja niður víti þremur sekúndum fyrir lok framlengingarinnar. Leikurinn fór því framlengingu alveg eins og fyrri leikurinn í Hólminum.

Körfubolti

Michael Owen á twitter: "Hallelujah!"

Michael Owen gæti sést fljótlega í búningi Manchester United á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með liðinu síðan að hann meiddist eftir tíu mínútur í Meistaradeildarleik á móti Otelul Galati í byrjun nóvember.

Enski boltinn

Messi í banni um helgina

Lionel Messi fær sjaldgæfa hvíld þegar Barcelona fær Sporting Gijon í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn. Barcelona er tíu stigum á eftir toppliði Real Madrid og má ekki við því að misstíga sig í fleiri leikjum.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 29-24

FH komst upp að hlið Hauka á toppi N1-deildar karla í kvöld. FH vann þá Fram á meðan Haukar gerðu jafntefli gegn Val.FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin.

Handbolti

Speed kvaddur í Cardiff í gær | Myndir

Synir Gary Speed, Ed og Tom, voru viðstaddir á minningarleik föður síns þegar að velska landsliðið lék gegn Kostaríku í gær. Ed hélt hjartnæma ræðu fyrir leikmenn í búningsklefa liðsins eftir leikinn.

Handbolti

Leikmenn ÍA og Leiknis rændir í Egilshöll

Leiknir og ÍA áttust við í æfingaleik knattspyrnu karla í Egilshöllinni í gær þar sem að bæði lið skoruðu 2 mörk. Leikurinn sjálfur fer ekki í sögubækurnar en það er öruggt að nokkrir leikmenn úr báðum liðum gleyma þessum leik seint. Þegar liðin fóru í búningsklefann eftir leik kom í ljós að þjófar höfðu látið greipar sópa og stolið miklum verðmætum.

Íslenski boltinn

Byssusýning 2012 á Stokkseyri

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við verslunina Vesturröst verður haldinn laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. mars 2012 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri. Verður þar fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu frá landskunnum söfnurum m.a ein af haglabyssum Jóns Þorsteinssonar frá Ólafsfirði og Drífur Jóns Björnssonar frá Dalvik.

Veiði

Smalling og Huntelaar fengu gríðarlegt höfuðhögg

Chris Smalling varnarmaður enska landsliðsins og Englandsmeistaraliðs Manchester United lenti í miklu samstuði á Wembley í gærkvöld í vináttuleik gegn Hollendingum. Eins og sjá má á myndinni fengu hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar og Smalling báðir gríðarlegt höfuðhögg þegar þeir skullu saman þegar sá fyrrnefndi skoraði annað mark Hollands í 3-2 sigri liðsins.

Enski boltinn

Ný ævintýri í Kasakstan

Hannes Þ. Sigurðsson gekk í vikunni frá samningi við FC Atyrau í Kasakstan sem gildir til loka tímabilsins. Hannes heldur því áfram að spila á framandi slóðum því á seinni hluta síðasta tímabils lék hann með Spartak Nalchik í Rússlandi.

Fótbolti

Eyjólfur: Áttum ekki skilið að tapa leiknum

Íslenska U-21 lið karla tapaði í gær fyrir Aserbaídsjan í undankeppni EM 2013, 1-0. Sigurmarkið kom undir lok fyrri hálfleiks, beint úr aukaspyrnu. Þjálfarinn Eyjólfur Sverrisson var að vonum svekktur eftir leikinn en var þó ánægður með frammistöðu sinna manna.

Fótbolti