Sport

Svarthvítur Jesús á Akureyri

Akureyringum og nærsveitungum brá vafalítið í brún í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þar sem svo virtist sem heilagur Jesús Kristur væri mættur til leiks. Þegar betur var að gáð var um Björn Jónsson, knattspyrnumann úr KR, að ræða.

Íslenski boltinn

Þetta tilboð var brandari

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir lánstilboð Sogndal í Skúla Jón Friðgeirsson hafa verið hlægilegt. Honum líst mjög illa á þá þróun að norsk lið vilji fá bestu íslensku strákana lánaða fyrir litlar upphæðir.

Íslenski boltinn

Ágúst: Vil sjá fullt hús á leiknum

Stelpurnar okkar mæta Sviss öðru sinni á nokkrum dögum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni EM og þarf íslenska liðið sárlega á sigri að halda. Stelpurnar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum en komust á sigurbraut fyrir helgi er þær lögðu svissneska liðið ytra.

Handbolti

Markalaust í Lundúnarslagnum á Brúnni

Chelsea og Tottenham gerðu markalaust jafntefli í Lundúnarslag á Stamford Bridge í dag. Leikmenn Tottenham naga sig vafalítið handarbökin en liðið fékk frábær færi til þess að tryggja sér sigur í leiknum.

Enski boltinn

Redknapp: Mesta vitleysan sem ég hef heyrt

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, gefur lítið fyrir þær kenningar að Tottenham sé að missa dampinn í ensku úrvalsdeildinni vegna umræðunnar um að hann sé að fara að taka við enska landsliðinu eða vegna pressunnar á að liðið tryggi sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Enski boltinn

Sverre og félagar gerðu jafntefli við Lemgo

Sverre Andreas Jakobsson og félagar í Grosswallstadt komust upp í ellefta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld er liðið gerði jafntefli, 21-21, við Lemgo. Lemgo er sem fyrr í sjöunda sæti.

Handbolti

Petr Cech: Tottenham-leikurinn á morgun er lykilleikur fyrir okkur

Petr Cech, markvörður Chelsea, hefur tjáð sig um mikilvægi leiks helgarinnar en Chelsea tekur á móti Tottenham á Stamford Bridge í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Chelsea er fyrir leikinn fimm stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni.

Enski boltinn

Koscielny hrósar Van Persie fyrir varnarvinnuna

Hollendingurinn Robin Van Persie er ekki bara skila mörkum og stoðsendingum til Arsenal-liðsins því liðsfélagi hans Laurent Koscielny sá ástæðu til þess að vekja athygli á því að hollenski framherjinn eigi þátt í bættum varnarleik liðsins.

Enski boltinn

Haukar geta orðið deildarmeistarar í kvöld - heil umferð í N1 deild karla

Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í kvöld verði úrslitin þeim hagstæð en þá fer fram næstsíðasta umferðin í N1 deild karla í handbolta. Vinni Haukarnir Aftureldingu á sama tíma og nágrannar þeirra í FH tapa stigum á móti HK þá næla Haukar í þriðja titilinn á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn.

Handbolti