Sport Bayern München minnkaði forskot Dortmund Bayern München vann 2-1 sigur á Hannover 96 á Allianz-leikvanginum í München í dag. Forskot Dortmund á toppnum er því aðeins tvö stig en þýsku meistararnir sækja Köln heim á morgun. Fótbolti 24.3.2012 17:27 Svarthvítur Jesús á Akureyri Akureyringum og nærsveitungum brá vafalítið í brún í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þar sem svo virtist sem heilagur Jesús Kristur væri mættur til leiks. Þegar betur var að gáð var um Björn Jónsson, knattspyrnumann úr KR, að ræða. Íslenski boltinn 24.3.2012 16:00 Alfreð lagði upp mark og fyrsti bikarinn í hús Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Helsingborgar þegar liðið lagði AIK í Ofurbikarnum, viðureign landsmeistaranna og bikarmeistaranna, í sænska boltanum í dag. Fótbolti 24.3.2012 14:50 Pepe fékk tveggja leikja bann | Ramos slapp með skrekkinn Spænska knattspyrnusambandið hafði í nógu að snúast í gær þegar agabrot leikmanna og forsvarsmanna Real Madrid í jafnteflinu gegn Villareal í vikunni voru til umræðu. Fótbolti 24.3.2012 13:15 KR-ingurinn og Leiknismaðurinn báðust afsökunar samdægurs Leikmaður KR í 3. flokki karla, sem var í vikunni dæmdur í þriggja leikja bann fyrir kynþáttafordóma í garð leikmanns Leiknis, bað hann afsökunar samdægurs. Þetta kemur fram á fotbolti.net Íslenski boltinn 24.3.2012 11:45 Markaleysi og tvö töp í röð hjá Íslandsmeisturunum Íslandsmeistarar Stjörnunnar töpuðu 2-0 gegn Eyjakonum í viðureign liðanna í Lengjubikarnum en leikið var í Kórnum í gærkvöldi. Íslenski boltinn 24.3.2012 11:00 Skallagrímur hafði betur í stútfullu Fjósinu Skallagrímur er kominn með forystu í einvíginu gegn ÍA um laust sæti í efstu deild karla í körfuknattleik. Borgnesingar lögðu Skagamenn 91-82 í fyrsta leik liðanna í Borgarnesi í gærkvöldi. Körfubolti 24.3.2012 10:00 San Antonio Spurs vann Texas-slaginn án Tony Parker San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks að velli 104-87 á heimavelli í nótt. Þetta var í þriðja skipti á tímabilinu sem liðið leikur án Tony Parker og loks tókst Spurs að hafa betur. Körfubolti 24.3.2012 09:30 Hamilton á ráspól í Malasíu og Button annar McLaren ökuþórarnir endurtóku leikinnfrá því í Ástralíu fyrir viku síðan og röðuðu bílum sínum fremst á ráslínuna fyrir kappaksturinn í Malasíu á morgun. Formúla 1 24.3.2012 09:25 Tiger Woods í góðum málum í Orlando Tiger Woods spilaði annan hringinn á Arnold Palmer boðsmótinu á sjö höggum undir pari í gær. Hann deilir forystusætinu með Charlie Wie frá Suður-Kóreu. Golf 24.3.2012 09:00 Þetta tilboð var brandari Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir lánstilboð Sogndal í Skúla Jón Friðgeirsson hafa verið hlægilegt. Honum líst mjög illa á þá þróun að norsk lið vilji fá bestu íslensku strákana lánaða fyrir litlar upphæðir. Íslenski boltinn 24.3.2012 08:00 Ágúst: Vil sjá fullt hús á leiknum Stelpurnar okkar mæta Sviss öðru sinni á nokkrum dögum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni EM og þarf íslenska liðið sárlega á sigri að halda. Stelpurnar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum en komust á sigurbraut fyrir helgi er þær lögðu svissneska liðið ytra. Handbolti 24.3.2012 07:00 Barcelona vann mikilvægan sigur á Mallorca Lionel Messi var í aðalhlutverki að vanda í 2-0 útisigri Barcelona á Mallorca í dag. Börsungar spiluðu stóran hluta seinni hálfleiks manni færri. Fótbolti 24.3.2012 00:01 Arsenal óstöðvandi | Liverpool tapaði heima gegn Wigan Skemmtiferðasigling Arsenal í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en liðið lagði Aston Villa að velli 3-0 í dag. Ófarir Liverpool halda áfram en liðið lá 1-2 gegn Wigan á Anfield. Enski boltinn 24.3.2012 00:01 Man. City í toppsætið eftir jafntefli gegn Stoke Manchester City skrikaði fótur í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni en liðið náði aðeins 1-1 jafntefli gegn Stoke á Britannia. Enski boltinn 24.3.2012 00:01 Markalaust í Lundúnarslagnum á Brúnni Chelsea og Tottenham gerðu markalaust jafntefli í Lundúnarslag á Stamford Bridge í dag. Leikmenn Tottenham naga sig vafalítið handarbökin en liðið fékk frábær færi til þess að tryggja sér sigur í leiknum. Enski boltinn 24.3.2012 00:01 Redknapp: Mesta vitleysan sem ég hef heyrt Harry Redknapp, stjóri Tottenham, gefur lítið fyrir þær kenningar að Tottenham sé að missa dampinn í ensku úrvalsdeildinni vegna umræðunnar um að hann sé að fara að taka við enska landsliðinu eða vegna pressunnar á að liðið tryggi sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Enski boltinn 23.3.2012 23:30 Hjartastopp Muamba minnti Roy Hodgson á atvikið með Solbakken Roy Hodgson, stjóri West Bromwich Albion, sagði frá því á blaðamannafundi í dag að atvikið með Bolton-manninn Fabrice Muamba á laugardaginn var hafi rifjað upp slæmar minningar frá því þegar hann var þjálfari FC Kaupmannahafnarliðsins og Stale Solbakken hneig niður á æfingu. Enski boltinn 23.3.2012 22:45 ÍR tryggði sér sæti í N1-deildinni ÍR mun leika í deild þeirra bestu í handboltanum næsta vetur. ÍR-ingar tryggðu sér sigur í 1. deildinni í kvöld er þeir skelltu Víkingi örugglega. Handbolti 23.3.2012 22:36 Einar: Dómgæslan var skelfileg Einari Jónssyni, þjálfara Fram, var heitt í hamsi eftir leikinn gegn Akureyri í kvöld. Þar köstuðu hans menn sigrinum frá sér undir lokin. Handbolti 23.3.2012 21:52 Anton afgreiddi sína gömlu félaga Valur hristi Gróttu af sér í síðari hálfleik í kvöld og vann góðan sigur á botnliðinu sem hefur lítið gert í vetur. Handbolti 23.3.2012 21:21 Njarðvík vann fyrstu rimmuna gegn Snæfelli Njarðvíkurstúlkur hafa tekið forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Snæfelli í Iceland Express-deild kvenna eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna í kvöld. Körfubolti 23.3.2012 20:53 Sverre og félagar gerðu jafntefli við Lemgo Sverre Andreas Jakobsson og félagar í Grosswallstadt komust upp í ellefta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld er liðið gerði jafntefli, 21-21, við Lemgo. Lemgo er sem fyrr í sjöunda sæti. Handbolti 23.3.2012 20:24 Drekarnir flengdir | Stórleikur Loga dugði ekki til fyrir Solna Sænsku meistararnir í Sundsvall Dragons fengu slæman skell er þeir mættu LF Basket öðru sinni í úrslitakeppninni. Lokatölur 85-52 fyrir LF Basket og staðan í einvíginu 1-1. Körfubolti 23.3.2012 19:45 Petr Cech: Tottenham-leikurinn á morgun er lykilleikur fyrir okkur Petr Cech, markvörður Chelsea, hefur tjáð sig um mikilvægi leiks helgarinnar en Chelsea tekur á móti Tottenham á Stamford Bridge í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Chelsea er fyrir leikinn fimm stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni. Enski boltinn 23.3.2012 18:45 Sir Alex ánægður með samvinnu Jonny Evans og Rio Ferdinand Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er ánægður með framlag miðvarðarins Jonny Evans til enska liðsins á þessu tímabili en United hefur treyst meira á Evans í forföllum fyrirliðans Nemanja Vidic. Enski boltinn 23.3.2012 18:15 Koscielny hrósar Van Persie fyrir varnarvinnuna Hollendingurinn Robin Van Persie er ekki bara skila mörkum og stoðsendingum til Arsenal-liðsins því liðsfélagi hans Laurent Koscielny sá ástæðu til þess að vekja athygli á því að hollenski framherjinn eigi þátt í bættum varnarleik liðsins. Enski boltinn 23.3.2012 17:30 Þjálfari Hoffenheim: Ég reikna með því að fá Gylfa aftur í sumar Gylfi Þór Sigurðsson hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu sína í ensku úrvalsdeildinni eftir áramót og í framhaldinu hafa spekingar og fjölmiðlamenn verið að velta því fyrir sér að hann fari í stærra lið í ensku úrvalsdeildinni á næstu tímabili. Enski boltinn 23.3.2012 17:00 Kallaði andstæðing helvítis negrakúk og var laminn fyrir vikið Það sauð upp úr í 3. flokks leik á milli KR og Leiknis á dögunum. Leikmaður KR kallaði þá leikmann Leiknis af erlendum uppruna "helvítis negrakúk". Leiknismaðurinn brást við með því að ganga í skrokk á KR-ingnum. Íslenski boltinn 23.3.2012 16:52 Haukar geta orðið deildarmeistarar í kvöld - heil umferð í N1 deild karla Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í kvöld verði úrslitin þeim hagstæð en þá fer fram næstsíðasta umferðin í N1 deild karla í handbolta. Vinni Haukarnir Aftureldingu á sama tíma og nágrannar þeirra í FH tapa stigum á móti HK þá næla Haukar í þriðja titilinn á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn. Handbolti 23.3.2012 16:30 « ‹ ›
Bayern München minnkaði forskot Dortmund Bayern München vann 2-1 sigur á Hannover 96 á Allianz-leikvanginum í München í dag. Forskot Dortmund á toppnum er því aðeins tvö stig en þýsku meistararnir sækja Köln heim á morgun. Fótbolti 24.3.2012 17:27
Svarthvítur Jesús á Akureyri Akureyringum og nærsveitungum brá vafalítið í brún í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þar sem svo virtist sem heilagur Jesús Kristur væri mættur til leiks. Þegar betur var að gáð var um Björn Jónsson, knattspyrnumann úr KR, að ræða. Íslenski boltinn 24.3.2012 16:00
Alfreð lagði upp mark og fyrsti bikarinn í hús Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Helsingborgar þegar liðið lagði AIK í Ofurbikarnum, viðureign landsmeistaranna og bikarmeistaranna, í sænska boltanum í dag. Fótbolti 24.3.2012 14:50
Pepe fékk tveggja leikja bann | Ramos slapp með skrekkinn Spænska knattspyrnusambandið hafði í nógu að snúast í gær þegar agabrot leikmanna og forsvarsmanna Real Madrid í jafnteflinu gegn Villareal í vikunni voru til umræðu. Fótbolti 24.3.2012 13:15
KR-ingurinn og Leiknismaðurinn báðust afsökunar samdægurs Leikmaður KR í 3. flokki karla, sem var í vikunni dæmdur í þriggja leikja bann fyrir kynþáttafordóma í garð leikmanns Leiknis, bað hann afsökunar samdægurs. Þetta kemur fram á fotbolti.net Íslenski boltinn 24.3.2012 11:45
Markaleysi og tvö töp í röð hjá Íslandsmeisturunum Íslandsmeistarar Stjörnunnar töpuðu 2-0 gegn Eyjakonum í viðureign liðanna í Lengjubikarnum en leikið var í Kórnum í gærkvöldi. Íslenski boltinn 24.3.2012 11:00
Skallagrímur hafði betur í stútfullu Fjósinu Skallagrímur er kominn með forystu í einvíginu gegn ÍA um laust sæti í efstu deild karla í körfuknattleik. Borgnesingar lögðu Skagamenn 91-82 í fyrsta leik liðanna í Borgarnesi í gærkvöldi. Körfubolti 24.3.2012 10:00
San Antonio Spurs vann Texas-slaginn án Tony Parker San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks að velli 104-87 á heimavelli í nótt. Þetta var í þriðja skipti á tímabilinu sem liðið leikur án Tony Parker og loks tókst Spurs að hafa betur. Körfubolti 24.3.2012 09:30
Hamilton á ráspól í Malasíu og Button annar McLaren ökuþórarnir endurtóku leikinnfrá því í Ástralíu fyrir viku síðan og röðuðu bílum sínum fremst á ráslínuna fyrir kappaksturinn í Malasíu á morgun. Formúla 1 24.3.2012 09:25
Tiger Woods í góðum málum í Orlando Tiger Woods spilaði annan hringinn á Arnold Palmer boðsmótinu á sjö höggum undir pari í gær. Hann deilir forystusætinu með Charlie Wie frá Suður-Kóreu. Golf 24.3.2012 09:00
Þetta tilboð var brandari Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir lánstilboð Sogndal í Skúla Jón Friðgeirsson hafa verið hlægilegt. Honum líst mjög illa á þá þróun að norsk lið vilji fá bestu íslensku strákana lánaða fyrir litlar upphæðir. Íslenski boltinn 24.3.2012 08:00
Ágúst: Vil sjá fullt hús á leiknum Stelpurnar okkar mæta Sviss öðru sinni á nokkrum dögum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni EM og þarf íslenska liðið sárlega á sigri að halda. Stelpurnar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum en komust á sigurbraut fyrir helgi er þær lögðu svissneska liðið ytra. Handbolti 24.3.2012 07:00
Barcelona vann mikilvægan sigur á Mallorca Lionel Messi var í aðalhlutverki að vanda í 2-0 útisigri Barcelona á Mallorca í dag. Börsungar spiluðu stóran hluta seinni hálfleiks manni færri. Fótbolti 24.3.2012 00:01
Arsenal óstöðvandi | Liverpool tapaði heima gegn Wigan Skemmtiferðasigling Arsenal í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en liðið lagði Aston Villa að velli 3-0 í dag. Ófarir Liverpool halda áfram en liðið lá 1-2 gegn Wigan á Anfield. Enski boltinn 24.3.2012 00:01
Man. City í toppsætið eftir jafntefli gegn Stoke Manchester City skrikaði fótur í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni en liðið náði aðeins 1-1 jafntefli gegn Stoke á Britannia. Enski boltinn 24.3.2012 00:01
Markalaust í Lundúnarslagnum á Brúnni Chelsea og Tottenham gerðu markalaust jafntefli í Lundúnarslag á Stamford Bridge í dag. Leikmenn Tottenham naga sig vafalítið handarbökin en liðið fékk frábær færi til þess að tryggja sér sigur í leiknum. Enski boltinn 24.3.2012 00:01
Redknapp: Mesta vitleysan sem ég hef heyrt Harry Redknapp, stjóri Tottenham, gefur lítið fyrir þær kenningar að Tottenham sé að missa dampinn í ensku úrvalsdeildinni vegna umræðunnar um að hann sé að fara að taka við enska landsliðinu eða vegna pressunnar á að liðið tryggi sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Enski boltinn 23.3.2012 23:30
Hjartastopp Muamba minnti Roy Hodgson á atvikið með Solbakken Roy Hodgson, stjóri West Bromwich Albion, sagði frá því á blaðamannafundi í dag að atvikið með Bolton-manninn Fabrice Muamba á laugardaginn var hafi rifjað upp slæmar minningar frá því þegar hann var þjálfari FC Kaupmannahafnarliðsins og Stale Solbakken hneig niður á æfingu. Enski boltinn 23.3.2012 22:45
ÍR tryggði sér sæti í N1-deildinni ÍR mun leika í deild þeirra bestu í handboltanum næsta vetur. ÍR-ingar tryggðu sér sigur í 1. deildinni í kvöld er þeir skelltu Víkingi örugglega. Handbolti 23.3.2012 22:36
Einar: Dómgæslan var skelfileg Einari Jónssyni, þjálfara Fram, var heitt í hamsi eftir leikinn gegn Akureyri í kvöld. Þar köstuðu hans menn sigrinum frá sér undir lokin. Handbolti 23.3.2012 21:52
Anton afgreiddi sína gömlu félaga Valur hristi Gróttu af sér í síðari hálfleik í kvöld og vann góðan sigur á botnliðinu sem hefur lítið gert í vetur. Handbolti 23.3.2012 21:21
Njarðvík vann fyrstu rimmuna gegn Snæfelli Njarðvíkurstúlkur hafa tekið forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Snæfelli í Iceland Express-deild kvenna eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna í kvöld. Körfubolti 23.3.2012 20:53
Sverre og félagar gerðu jafntefli við Lemgo Sverre Andreas Jakobsson og félagar í Grosswallstadt komust upp í ellefta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld er liðið gerði jafntefli, 21-21, við Lemgo. Lemgo er sem fyrr í sjöunda sæti. Handbolti 23.3.2012 20:24
Drekarnir flengdir | Stórleikur Loga dugði ekki til fyrir Solna Sænsku meistararnir í Sundsvall Dragons fengu slæman skell er þeir mættu LF Basket öðru sinni í úrslitakeppninni. Lokatölur 85-52 fyrir LF Basket og staðan í einvíginu 1-1. Körfubolti 23.3.2012 19:45
Petr Cech: Tottenham-leikurinn á morgun er lykilleikur fyrir okkur Petr Cech, markvörður Chelsea, hefur tjáð sig um mikilvægi leiks helgarinnar en Chelsea tekur á móti Tottenham á Stamford Bridge í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Chelsea er fyrir leikinn fimm stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni. Enski boltinn 23.3.2012 18:45
Sir Alex ánægður með samvinnu Jonny Evans og Rio Ferdinand Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er ánægður með framlag miðvarðarins Jonny Evans til enska liðsins á þessu tímabili en United hefur treyst meira á Evans í forföllum fyrirliðans Nemanja Vidic. Enski boltinn 23.3.2012 18:15
Koscielny hrósar Van Persie fyrir varnarvinnuna Hollendingurinn Robin Van Persie er ekki bara skila mörkum og stoðsendingum til Arsenal-liðsins því liðsfélagi hans Laurent Koscielny sá ástæðu til þess að vekja athygli á því að hollenski framherjinn eigi þátt í bættum varnarleik liðsins. Enski boltinn 23.3.2012 17:30
Þjálfari Hoffenheim: Ég reikna með því að fá Gylfa aftur í sumar Gylfi Þór Sigurðsson hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu sína í ensku úrvalsdeildinni eftir áramót og í framhaldinu hafa spekingar og fjölmiðlamenn verið að velta því fyrir sér að hann fari í stærra lið í ensku úrvalsdeildinni á næstu tímabili. Enski boltinn 23.3.2012 17:00
Kallaði andstæðing helvítis negrakúk og var laminn fyrir vikið Það sauð upp úr í 3. flokks leik á milli KR og Leiknis á dögunum. Leikmaður KR kallaði þá leikmann Leiknis af erlendum uppruna "helvítis negrakúk". Leiknismaðurinn brást við með því að ganga í skrokk á KR-ingnum. Íslenski boltinn 23.3.2012 16:52
Haukar geta orðið deildarmeistarar í kvöld - heil umferð í N1 deild karla Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í kvöld verði úrslitin þeim hagstæð en þá fer fram næstsíðasta umferðin í N1 deild karla í handbolta. Vinni Haukarnir Aftureldingu á sama tíma og nágrannar þeirra í FH tapa stigum á móti HK þá næla Haukar í þriðja titilinn á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn. Handbolti 23.3.2012 16:30