Sport

Hermann farinn frá Coventry

Coventry City staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Hermann Hreiðarsson væri einn fjögurra leikmanna félagsins sem fengi ekki nýjan samning hjá félaignu.

Enski boltinn

Haukar framlengja við lykilmenn

Bikar- og deildarmeistarar Hauka eru á fullu þessa dagana við að ganga frá sínum málum fyrir næsta vetur. Liðið fékk tvo sterka leikmenn á dögunum og hefur nú framlengt samninga við lykilmenn.

Handbolti

Advocaat elur upp næsta þjálfara PSV

Hinn 64 ára gamli Dick Advocaat hefur skrifað undir eins árs samning við hollenska félagið PSV Eindhoven. Hann mun nota árið til þess að ala upp framtíðarþjálfara félagsins.

Fótbolti

Pepsimörkin í beinni á Vísi

Leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla verða gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Þátturinn hefst klukkan 22.00.

Íslenski boltinn

O'Shea ekki ánægður með Mancini

John O'Shea, varnarmaður Sunderland og fyrrum leikmaður Man. Utd, er ekki ánægður með þau ummæli Roberto Mancini, stjóra Man. City, að Man. Utd eigi fram undan auðveldan leik gegn Sunderland á sunnudag.

Enski boltinn

Urriðaflugan sem gleymdist

Stórar straumflugur hafa verið að gefa vel í urriðaveiðinni í vor og ekki síst draugarnir Black Ghost og Gray Ghost í stærri númerum.

Veiði

Pepsi-mörkin extra: Jói Kalli hitti ekki Hjörvar Hafliðason

Hjörvar Hafliðason hitti fyrirliða ÍA og KR og ræddi við þá um stórleik kvöldsins í Pepsideild karla. Bræðurnir Jóhannes Karl og Bjarni Guðjónssynir hafa frá ýmsum að segja og "Jói Kalli" var hársbreidd frá því að skjóta boltanum í Hjörvar í miðri kynningu. Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri ÍA kemur einnig við sögu í þessu "bræðrainnslagi".

Íslenski boltinn

Enginn "hanaslagur“ hjá bræðrunum

Bjarni og Jóhannes Karl mætast sem fyrirliðar í stórleik ÍA og KR í Pepsi-deild karla í kvöld en bræðurnir hafa aldrei mæst áður sem mótherjar. Eftirvænting og spenna ríkir í fjölskyldunni, enda Jóhannes Karl að spila heimaleik á Akranesvelli í fyrsta sinn í fjórtán ár.

Íslenski boltinn

Evróputímabilið hefst á Spáni um helgina

Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár.

Formúla 1

Sverrir Þór tekur við Grindavíkurliðinu

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara kvenna hjá Njarðvík og íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, verður næsti þjálfari Íslandsmeistara Grindavíkur. Grindvikingar voru fljótir að ganga frá eftirmanni Helga Jónasar Guðfinnssonar sem hætti með liðið í gær. Þetta kemur fram á karfan.is í kvöld.

Körfubolti

Mancini: Yaya Toure eins og Ruud Gullit

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur líkt Fílbeinsstrendingnum Yaya Toure við Ruud Gullit þegar sá síðarnefndi var upp á sitt besta með AC Milan og hollenska landsliðinu. Yaya Toure hefur spilað stórt hlutverk hjá City í vetur og skoraði bæði mörkin í mikilvægum sigri á Newcastle um síðustu helgi.

Enski boltinn

Oddaleikur framundan hjá Fram og Val - myndir

Valur og Fram munu spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í Vodfone-höllinni á laugardaginn en það var ljóst eftir að Fram vann 18-17 sigur í fjórða leik liðanna í Safamýrinni í kvöld. Stelka Sigurðardóttir tryggði Fram sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok með sínu níunda marki í leiknum.

Handbolti

Blackpool í úrslitaleikinn á móti West Ham

Blackpool tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þegar náði 2-2 janftefli á útivelli á móti Birmingham í seinni leik liðanna í undanúrslitunum umspilsins í ensku b-deildinni. Blackpool komst í 2-0 og þar með í 3-0 samanlagt en Birmingham setti spennu í leikinn með því að jafna metin. Birmingham þurfti hinsvegar að skora tvö mörk til viðbótar en það tókst ekki og Blackpool komst áfram.

Enski boltinn