Sport

UEFA lengir leikbann John Terry

UEFA hefur lengt leikbann John Terry, fyrirliða Chelsea, í Meistaradeildinni og hann mun missa af fyrstu tveim leikjum liðsins í deildinni næsta vetur.

Fótbolti

Laxveiðin hafin í Noregi: Bein útsending!

Laxveiðitímabilið í Noregi hófst klukkan tólf á miðnætti. Frændur vorir eru jafn spenntir og við Íslendingar yfir upphafi laxveiðitímabilsins og reyndar svo mjög að NRK, norska ríkissjónvarpið, heldur úti 24 klukkustunda beinni útsendingu frá stórlaxaánni Gaulu í Syðri-Þrándalögum.

Veiði

Porto samþykkir 38 milljóna punda tilboð Chelsea í Hulk

Allt bendir til þess að Brasilíumaðurinn Hulk gangi til liðs við Chelsea. Porto hefur samþykkt 38 milljóna punda, tæplega átta milljarðar íslenskra króna, tilboð Lundúnarliðsins í sóknarmanninn. Hulk gengur nú til samningaborðsins og ræðir við forráðamenn Chelsea um kaup og kjör.

Enski boltinn

Yngsti landsliðsfyrirliðinn í 35 ár

"Ég er að deyja úr stolti,“ sagði Aron Einar Gunnarsson um það að hafa fengið að bera fyrirliðaband íslenska landsliðsins í leikjunum á móti Frökkum og Svíum þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Hann er sá yngsti síðan Ásgeir Sigurvinsson bar bandið

Íslenski boltinn

Fjölbreytt dagskrá í Veiðihorninu

Nýju veiðisumri verður fagnað með stórsýningu og kynningu á veiðibúnaði og veiðileyfum í Veiðihorninu í Síðumúla um helgina. Opið verður laugardag frá klukkan 10 til 16 og sunnudag frá 12 til 16.

Veiði

Sverre þarf hvíld fyrir Ólympíuleikana

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta valdi 20 leikmenn í æfingahóp fyrir leiki Íslands og Hollands í undankeppni HM 2013. Þeir fara fram dagana 10. og 16. júní en fyrri leikurinn verður hér á landi.

Handbolti

Frakkar á sigurbraut - unnu Serba í kvöld

Franska fótboltalandsliðið fylgdi á eftir 3-2 sigri á Íslandi á sunnudaginn með því að vinna 2-0 sigur á Serbum í Reims í kvöld. Þetta var þriðji sigur Frakka í röð en þeir unnu einnig Þjóðverja í vináttulandsleik í febrúar.

Fótbolti

Þjóðverjar unnu síðasta leikinn fyrir EM

Þýskaland vann 2-0 sigur á Ísrael í kvöld í síðasta æfingaleik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst eftir rúma viku. Þýska landsliðið var fyrir leikinn búið að tapa tveimur leikjum í röð þar á meðal 3-5 fyrir Svisslendingum um síðustu helgi en sá leikur var spilaður í Basel í Sviss.

Fótbolti

33. sigurinn í húsi hjá Kiel - vantar nú bara einn í fullkomið tímabil

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í THW Kiel unnu ellefu marka útisigur á botnliði Eintracht Hildesheim, 35-24, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þetta var fyrsti leikur Kiel eftir að liðið vann Meistaradeildina um síðustu helgi. Kiel var sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13, og þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri.

Handbolti

Orri Freyr fylgir Óskari Bjarna til Viborg

Orri Freyr Gíslason, línumaður Vals í N1 deild karla í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við danska félagið Viborg. Orri Freyr mun því fylgja þjálfara sínum Óskari Bjarna Óskarssyni til danska félagsins en Óskar Bjarni mun þjálfa liðið á næsta tímabili.

Handbolti

Suarez forvitnast um Juventus

Luis Suarez, framherji Liverpool, virðist ekki alveg vera búinn að útiloka þann möguleika að hann fari frá Liverpool. Hann hefur verið í sambandi við landa sinn sem leikur með Juventus.

Enski boltinn

Christiansen leggur skóna á hilluna

Hinn magnaði danski hornamaður Lars Christiansen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna ferugur að aldri. Christiansen er ekki í Ólympíuhópi Dana og hann tilkynnti í kjölfarið að skórnir væru farnir á hilluna.

Handbolti

Sauber skar bílinn í tvennt

Sauber-liðið svissneska í Formúlu 1 hefur nú tekið bíl sinn í sundur. Það er ekki í hefðbundnum skilningi heldur hefur bílinn einfaldlega verið skorinn í herðar niður, ef svo má segja.

Formúla 1

Helmingur enskra býst við mistökum hjá sínu liði

Slæm mistök og dramatík hafa elt enska landsliðið á röndum í mörg ár. Rob Green gaf skelfilegt mark á HM 2010, Lampard skoraði þá mark gegn Þjóðverjum sem átti að standa og svona mætti áfram telja. Stuðningsmenn enska landsliðsins eiga von á fleiri dramatískum atvikum á EM.

Fótbolti