Sport

Schweinsteiger heill og fer á EM

Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger mun fljúga með þýska landsliðinu til Póllands á morgun og leika með liðinu á Evrópumeistaramótinu í Póllandi og Úkraínu sem hefst á föstudaginn. Schweinsteiger missti af síðasta æfingaleik þýska liðsins fyrir EM en læknir liðsins segir hann leikhæfan.

Fótbolti

O´Shea klár í slaginn

John O´Shea verður með írska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Póllandi og Úkraínu sem hefst eftir fimm daga. O´Shea hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu en segist klár í slaginn.

Fótbolti

Malmö heldur sínu striki

Sænsku meistararnir í Malmö með Þóru Helgadóttur og Söru Björk Gunnarsdóttir innanborðs unnu fimmta sigur sinn í röð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið lagði Gautaborg 2-1 á heimavelli sínum.

Fótbolti

Cahill kjálkabrotinn og missir af EM | Kelly inn

Enski varnarmaðurinn Gary Cahill verður ekki með enska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Póllandi og Úkraínu sem hefst á föstudaginn. Hann kjálkabrotnaði í æfingaleik gegn Belgíu á Wembley í gær. Martin Kelly, varnarmaður Liverpool, hefur verið kallaður í liðið í hans stað.

Fótbolti

Kuyt til Fenerbahce

Tyrkneska félagið Fenerbahce hefur samið við hollenska knattspyrnumanninn Dirk Kuyt sem var á mála hjá Liverpool. Kuyt gerir þriggja ára samning við Fenerbahce en frá þessu er greint á heimasíðu tyrkneska félagsins.

Fótbolti

Umeå batt enda á sigurgöngu Kristianstad

Fimm leikja sigurgöngu lærisveina Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad lauk í dag með 1-0 tapi gegn Umeå á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sif Atladóttir og Katrín Ómarsdóttir voru sem fyrr í byrjunarliði Kristianstad.

Fótbolti

Stelpurnar okkar fara ekki á EM

EM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik dó í Úkraínu í dag þegar liðið tapaði með tveimur mörkum, 22-20. Úkraína fer því á EM en þetta var hreinn úrslitaleikur um farseðil á EM.

Handbolti

Terry og Cahill báðir meiddir

Chelsea-miðverðirnir, John Terry og Gary Cahill, meiddust báðir í leik Englands gegn Belgíu í gær en Englendingar eru vongóðir um að þeir verði búnir að jafna sig áður en EM hefst.

Fótbolti

Liverpool gæti boðið í Gylfa

Brendan Rodgers, nýráðinn stjóri Liverpool og fyrrum stjóri Swansea, hefur gefið í skyn að Liverpool gæti hugsanlega gert tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson fari svo að Gylfi semji ekki við Swansea.

Enski boltinn

Oklahoma búið að jafna gegn Spurs

Strákarnir í Oklahoma City eru heldur betur ekki búnir og hafa unnið síðustu tvo leiki gegn San Antonio og eru búnir að jafna einvígið, 2-2, í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar. Oklahoma vann í nótt, 109-103.

Körfubolti

Pelé: Maradona elskar mig

Hinu endalausa rifrildi á milli Diego Maradona og Pelé mun líklega aldrei ljúka. Þó svo þeir skiptist iðulega á skotum þá segir Pelé að þeir séu mestu mátar.

Fótbolti

Rodgers hrifinn af Cole og Aquilani

Svo gæti farið að lánsmennirnir Joe Cole og Alberto Aquilani eigi sér framtíð hjá Liverpool eftir stjóraskiptin. Brendan Rodgers, nýráðinn stjóri Liverpool, er afar hrifinn af þeim báðum.

Enski boltinn

AG danskur meistari annað árið í röð

Íslendingaliðið AG frá Kaupmannahöfn varð í kvöld danskur meistari í handknattleik annað árið í röð. AG lagði Bjerringbro-Silkeborg í úrslitaleikjunum. AG vann fyrri leikinn með ellefu marka mun, 30-19, og spennan fyrir leikinn í dag var því lítil AG vann hann með einu marki, 22-21.

Handbolti

Welbeck afgreiddi Belga

Enska landsliðið byrjar vel undir stjórn Roy Hodgson. Liðið vann í kvöld sinn annan leik í röð undir hans stjórn er Belgar komu í heimsókn á Wembley.

Enski boltinn

Guðmundur hættir eftir Ólympíuleikana

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, mun láta af störfum sem landsliðsþjálfari eftir Ólympíuleikana í London. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ í dag.

Handbolti

Fullkomnu tímabili hjá Kiel lokið

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel náðu því ótrúlega afreki í dag að vinna alla 34 leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Lokaumferðin fór fram í dag þá lagði Kiel fyrrum félag Alfreðs, Gummersbach.

Handbolti

Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá

Sést hefur lax stökkva fyrir neðan Þjóðvegsbrúna yfir Ytri-Rangá við Hellu og er það í annað sinn á nokkrum dögum sem sést hefur til laxa í ánni.

Veiði

Vertonghen að semja við Spurs

Eins og við var búist er belgíski varnarmaðurinn hjá Ajax, Jan Vertonghen, á leið til Tottenham en leikmaðurinn staðfestir að hann geti orðið leikmaður félagsins á næstu dögum.

Enski boltinn