Handbolti

Fullkomnu tímabili hjá Kiel lokið

Alfreð með Meistaradeildarbikarinn.
Alfreð með Meistaradeildarbikarinn. vísir/getty
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel náðu því ótrúlega afreki í dag að vinna alla 34 leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Lokaumferðin fór fram í dag þá lagði Kiel fyrrum félag Alfreðs, Gummersbach.

Kiel er búið að vinna alla þá fimm titla sem í boði voru í vetur og árangurinn að mörgu leyti sögulegur.

Kiel vann í heildina 53 af 57 leikjum sínum í vetur. Liðið gerði þrjú jafntefli í Meistaradeildinni og eini tapleikurinn kom gegn franska liðinu Montpellier í Meistaradeildinni.

Það er óhætt að segja að Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson séu heldur betur búnir að stimpla sig inn í sögubækur handboltans.

Úrslit:

Kiel-Gummersbach 39-29

Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Kiel.

Hannover-TuS N-Lübbecke 31-32

Vignir Svavarsson skoraði 9 mörk fyrir Hannover, Hannes Jón Jónsson 5 og Ásgeir Örn Hallgrímsson 3.

Rhein Neckar Löwen-Bergischer 30-28

Róbert Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Löwen. Rúnar Kárason skoraði 2 mörk fyrir Bergischer.

Melsungen-Füchse Berlin 28-28

Alexander Petersson lék ekki með Berlin í dag.

Grosswallstadt-Hüttenberg 32-27

Sverre Jakobsson lék ekki með Grosswallstadt vegna meiðsla.

Wetzlar-Magdeburg 32-29

Kári Kristján Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar en Einar Hólmgeirsson skoraði 3 mörk fyrir Magdeburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×