Sport

Hreggviður snýr heim í Breiðholtið

Körfuknattleikskappinn Hreggviður Magnússon er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍR. Breiðhyltingurinn hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍR-inga en hann hefur spilað með KR undanfarin tvö tímabil.

Körfubolti

Boston í kjörstöðu eftir sigur í Miami

Boston Celtics vann dýrmætan 94-90 útisigur á Miami Heat í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Boston leiðir í einvíginu 3-2 og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum.

Körfubolti

Bosh gæti spilað með Miami í nótt

Það er ansi mikið undir í nótt þegar leikur fimm hjá Miami Heat og Boston Celtics fer fram. Staðan í einvíginu er jöfn, 2-2. Miami vann fyrstu tvo leikina en Boston vann tvo næstu sem ekki margir áttu von á.

Körfubolti

Fyrsti dagurinn gaf 26 laxa!

Opnunardagurinn var gjöfull, bæði í Borgarfirðinum og fyrir norðan. Þegar veiðimenn komu í hús eftir veiðar í Blöndu var afraksturinn 10 laxar, sá stærsti 17 pund. Í Norðurá gaf seinni vaktin fimm laxa en ellefu komu á land í morgun.

Veiði

Frakkar léku sér að Eistunum

Frakkar voru í mun meira stuði í kvöld en þegar þeir tóku á móti Íslendingum um daginn. Að þessu sinni tóku þeir á móti Eistum og völtuðu yfir þá, 4-0.

Fótbolti

Montreal hætt við Ballack og snýr sér að Seedorf

Montreal Impact, sem leikur í MLS-deildinni, segir litlar líkur á því að Þjóðverjinn Michael Ballack gangi til liðs við félagið. Montreal, sem er á sínu fyrsta ári í deildinni, reynir nú eftir fremsta megni að styrkja lið sitt.

Fótbolti

Dave Whelan er grínisti

Ian Ayre, framkvæmdastjóri Liverpool, er allt annað en ánægður með Dave Whelan, stjórnarformann Wigan, og er byrjaður að kalla hann grínista vegna hegðunar sinnar í stjóraleit Liverpool.

Enski boltinn

PSG með risatilboð í Zlatan

Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að franska knattspyrnufélagið Paris Saint-Germain hafi gert 40 milljóna evru boð eða sem nemur sex og hálfum milljarði íslenskra króna í sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic hjá AC Milan.

Fótbolti

Fyrsti laxinn kom í Norðurá

Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, landaði fyrsta laxi sumarsins í Norðurá klukkan 7.22 í morgun. Þetta var um 10 punda hrygna og tók hún rauða Black Eyed Prawn, sem er eins og rauður Frances með svörtum augum.

Veiði