Sport

Balotelli og Di Natale hrekkja Cassano

Það vantar ekki fjörið hjá ítalska landsliðinu í knattspyrnu en á æfingu á dögunum tóku þeir Mario Balotelli og Antonio Di Natale uppá því að hrekkja Antonio Cassano.

Fótbolti

Prandelli: Við áttum skilið að vinna

Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítala, var að vonum himinlifandi eftir sigur sinna manna á Englandi. Hann sagði að sitt lið hefði átt sigurinn skilið og hafði talsvert til síns máls.

Fótbolti

Gerrard: Getum farið stoltir heim

Steven Gerrerd, leikmaður enska landsliðsins, var að vonum virkilega svekktur eftir að England hafði dottið út úr Evrópukeppninni í knattspyrnu. Ítalía vann England eftir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum.

Fótbolti

Signý: Atvinnumennskan ekki heillandi

Signý Arnórsdóttir úr Keili fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli í holukeppni á ferlinum í dag með 2/1 sigri gegn Önnu Sólveigu Snorradóttur sem er einnig er úr Keili.

Golf

Maldonado refsað fyrir árekstur við Hamilton

Pastor Maldonado á Williams hefur verið refsað fyrir að aka inn í hlið Lewis Hamilton í kappakstrinum í Valencia fyrr í dag. Tuttugu sekúntum hefur verið bætt við tíma hans og fellur Maldonado því úr tíunda sæti í það tólfta.

Formúla 1

Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum

Snævarr Örn Georgsson veiðimaður veiddi fallegar staðbundnar bleikjur fyrir ofan Steinbogann í Jöklu. Hann er telur líkur á því að áin sé full af bleikju allt upp á Kárahnjúkavirkjun. Þetta kemur fram á vef Veiðiþjónustunnar Strengja.

Veiði

Neville: Menn mega ekki láta Balotelli trufla einbeitinguna

Gary Neville, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins, hefur rætt við leikmenn enska landsliðsins og ráðlagt þeim að forðast samskipti við Mario Balotelli, leikmann Ítalíu, þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu síðar í dag.

Fótbolti

Laxinn kominn í Breiðdalsá

Lax er genginn í Breiðdalsá. Á vef Veiðiþjónustunnar Strengja er sagt frá því að laxateljarinn hafi verið settur í laxastigann við fossinn Efri-Beljanda í dag. Þegar það var gert var að sjálfsögðu kíkt í hylinn og þar sáust tveir vænir laxar.

Veiði

Birgir Leifur og Ingunn fengu brons

Birgir Leifur Hafþórsson tók bronsverðlaunin á Íslandsmótinu í holukeppni. Birgir Leifur hafði betur gegn Rúnari Arnórssyni í bronsleiknum, 2/1.

Golf

Joey Barton fær eitt tækifæri í viðbót hjá QPR

Vandræðagemsinn Joey Barton, leikmaður QPR, mun að öllum líkindum verða í herbúðum félagsins á næsta tímabili, þrátt fyrir að hafa orðið sér og félaginu til skammar í síðasta leik tímabilsins. Barton fékk rautt spjald fyrir olnbogaskot sem hann gaf Carlos Tevez.

Enski boltinn

Alonso vann ótrúlegan kappakstur á heimavelli

Fernando Alonso á Ferrari vann ótrúlega viðburðarríkan kappakstur í Valencia á Spáni í dag. Alonso komst í forystu í kappakstrinum eftir að Sebastian Vettel þurfti að hætta vegna vélabilunnar. Alonso grét á verðlaunapallinum þegar þúsundir Spánverja fögnuðu honum.

Formúla 1

Blanc vill ekki ræða framtíðina

Franski landsliðsþjálfarinn, Laurent Blanc, var þögull um framtíð sína eftir tapið gegn Spáni í gær. Samningur Blanc við franska knattspyrnusambandið er að renna út.

Fótbolti

Keiliskonurnar Anna og Signý mætast í úrslitum

Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili og Signý Arnórsdóttir úr Keili mætast í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Leirdalsvelli, heimavelli GKG. Anna hefur komið gríðarlega á óvart á þessu móti en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt, Signý sigraði á þessu móti árið 2009 og hún lék til úrslita í fyrra en tapaði þeim leik gegn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr

Golf

Haraldur Franklín: Hlynur er búinn með bensínið

Haraldur Franklín Magnús úr GR er að leika í fyrsta sinn í úrslitum á Íslandsmótin í holukeppni en hann sigraði Rúnar Arnórsson úr Keili 1/0 í undanúrslitum í morgun á Leirdalsvelli. Haraldur lék gríðarlega vel í morgun og fékk 5 fugla. Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss verður mótherji Haraldar í úrslitaleiknum.

Golf

Hlynur Geir: Besta golfhögg sumarsins

"Birgir Leifur hefur alltaf rúllað mér upp í holukeppni fram til þessa og einnig í sveitakeppninni þegar við höfum mæst. Þetta er stór áfangi fyrir mig að vinna langbesta kylfing Íslands,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson kylfingur úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann lagði Birgi Leif Hafþórsson úr GKG í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Leirdalsvelli, heimavelli GKG.

Golf