Fréttir

Ekki tekið á­kvörðun um að á­frýja í Vatns­enda­máli

Kópa­vogs­bær hefur ekki tekið á­kvörðun um að á­frýja á­kvörðun Héraðs­dóms Reykja­ness sem gert hefur bænum að greiða Magnúsi Pétri Hjalte­sted, syni Þor­steins Hjalte­sted heitins, 1,4 milljarða króna á­samt vöxtum í deilum um Vatns­enda­land. Bærinn hefur undan­farin ár verið með var­úðar­færslur vegna málsins í bókum sínum.

Innlent

Staða kvenna í fangelsum verri en karla

Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins.

Innlent

„Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega“

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, segir birtingu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða ekki gott fordæmi. Að hans mati vilji þeir sem um málið fjalla aðeins þyrla upp ryki en ekki fjalla um staðreyndir.

Innlent

Skipuð dómari við Lands­rétt

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Ásgerðar Ragnarsdóttur, setts landsréttardómara, í embætti Landsréttardómara frá 21. ágúst 2023.

Innlent

Hrókeringar í utan­ríkis­þjónustunni

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um flutning forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka formlega gildi á næstunni.

Innlent

Stefni allt í að gjósi á milli Fagra­dals­fjalls og Keilis

Það stefnir allt í það að gangurinn undir svæðinu á milli Fagra­dals­fjalls og Keilis sé að fara að gjósa. Þetta kemur fram í til­kynningu frá rann­sóknar­stofu Há­skóla Ís­lands í eld­fjalla­fræði og náttúru­vá. 7000 skjálftar hafa mælst síðan skjálfta­hrinan hófst á Reykja­nesi þann 4. júlí og inn­flæði kviku er tvö­falt hraðari en í fyrra.

Innlent

Mál málanna á manna­máli

Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt?

Innlent

Biden sendir Úkraínu­mönnum klasa­sprengjur

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis.

Erlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Fjármálaráðherra segir birtingu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða ekki gott fordæmi fyrir þingið. Rætt verður við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar en að hans mati vilja þeir sem um málið fjalla aðeins þyrla upp ryki en ekki fjalla um staðreyndir.

Innlent

Líkur á mun kröftugra gosi

Kvikuinnflæði í innskot milli Fagradalsfjalls og Keilis er 88 rúmmetrar á sekúndu. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur segir um töluverðan hraða að ræða og meiri en í fyrri gosum á Reykjanesi. 

Innlent

Sak­sóknarar í leyniskjala­máli Trump fá hótanir

Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu.

Erlent

Röst leysir Baldur af hólmi

Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor.

Innlent

Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi

Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa.

Innlent

Banda­ríkin eyða síðustu efna­vopnum sínum

Flugskeyti með saríngasi sem unnið er að því að eyða á herstöð í Kentucky eru síðustu efnavopn Bandaríkjanna. Síðustu birgðunum verður eytt fyrir lok september í samræmi við efnavopnasáttmálans sem 193 ríki skrifuðu undir árið 1997.

Erlent

OceanGate hættir allri starf­semi

OceanGate, fyrirtækið sem átti og gerði út kafbátinn Titan, hefur hætt allri starfsemi. Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Fimm létust þegar Titan fórst á dögunum.

Erlent

Sann­kallað sumar­veður um helgina

Allmikill hæðarhryggur er nú yfir Grænlandshafi og stjórnar veðurlagi helgarinnar sem verður sannkallað sumarveður. Fremur hægir norðaustanvindar munu leika um landið í dag, en strekkingur eða allhvasst og dálítil rigning við suðausturströninda í kvöld og fram á nótt.

Veður

Gæti gosið hvenær sem er

Um 6.500 jarðskjálftar hafa nú mælst á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis frá því að yfirstandandi hrina hófst. Fimmtán skjálftar voru yfir fjórir að stærð og tugir yfir þremur.

Innlent

„Slæma daga forðast ég að vera utan­dyra í hverfinu“

Bæjar­ráð Hvera­gerðis­bæjar harmar upp­lifun íbúa í Hvera­gerði sem hafa kvartað til ráðsins vegna lykt­mengunar og plast­salla sem sagður er berast frá endur­vinnslu­fyrir­tækinu Pure North. For­stjóri endur­vinnslunnar segir fyrir­tækið eiga í góðu sam­starfi við heil­brigðis­yfir­völd og leiti sí­fellt leiða til að bæta starf­semi sína.

Innlent

Hægur kvikugangur sem gýs líklega alveg við Keili

Jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að spá fyrir um hvar eða hvenær kvikugangurinn nái yfirborðinu. Líklegast mun gjósa alveg við Keili þar sem skjálftavirknin er mest. Eftir tæplega 800 ára rólegheit er líklega hafið eldgosatímabil á Reykjanesskaga.

Innlent

Svíar færast nær aðild að NATO

Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl.

Erlent