Fréttir

Aug­ljóst að eitt­hvað sé að þegar veikinda­dagar eru 39 á ári

Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 

Innlent

„Ekki verslunar­manna­helgin þar sem allt fýkur til fjandans“

Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Geðhjálpar sem segir áríðandi að koma í veg fyrir að fólk með mikinn geðrænan vanda falli á milli kerfa. 

Innlent

Göngu­­leiðir að gos­stöðvunum opnar í dag

Gönguleiðir að eldgosinu við fjallið Litla-Hrút verða opnar almenningi til klukkan 18 í dag og er opið inn á svæðið frá Suðurstrandavegi. Lokun gönguleiða gekk vel í gær og var nóttin tíðindalaus, að sögn lögreglu. Líkt og fyrri daga þurftu nokkrir ferðamenn á aðstoð viðbragðsaðila að halda. 

Innlent

Skipta með sér skýjunum

Spáð er hægri vestlægri eða breytilegri vindátt í dag og björtu veðri að mestu suðvestantil en skýjað með köflum og dálitlum skúri í öðrum landshlutum. Líkur eru á skúrum á víð og dreif en úrkomumagnið yfirleitt lítið. Léttir til norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig og hlýjast suðvestantil.

Veður

Gengst við hvellinum sem hvekkti íbúa í Hafnar­firði

Margir í­búar í Valla­rhverfi í Hafnar­firði voru hvekktir síðdegis á þriðjudag vegna sprengingar sem heyrðist vel í suðurhluta bæjarins. Í fyrstu var óljóst hver uppruni hljóðsins var en nú liggur fyrir að það hafi að öllum líkindum borist frá Vatnsgarðsnámum við Krýsuvíkurveg.

Innlent

Dramatísk fækkun ungs fólks á Ís­landi sem fer í með­ferð

Ungt fólk hefur mun síður leitað í með­ferð á Vogi síðustu þrjú ár og er um að ræða gríðar­lega fækkun frá því á fyrri árum. For­stjóri og fram­kvæmda­stjóri lækninga á Vogi segir að skoða þurfi betur hvers vegna svo sé en ljóst sé að þarna séu á ferðinni já­kvæðar fréttir. Ungt fólk í neyslu sé hins­vegar gjarnan í al­var­legri neyslu.

Innlent

Lang­þreytt á eitraðri bjarnar­kló eftir að tvö barna­börn brenndust

Íbúi í vestur­bæ Reykja­víkur segist vera orðin lang­þreytt á bjarnar­kló sem gert hefur sig heima­komna í garðinum hennar. Barna­barn hennar brenndist á fótum við garð­vinnu en sex ár eru síðan annað barna­barn hennar brenndist illa á höndum vegna plöntunnar. Hún segist þreytt á því sem hún segir slæma um­hirðu bensín­stöðvarinnar N1 um lóð fyrir­tækisins, þaðan sem hún segir bjarnar­klóna koma.

Innlent

Eigum ekki að geyma ís­lensku í forma­líni

Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skilur óþol Íslendinga fyrir ensku á skiltum og í auglýsingum. Prófessor í íslenskri málfræði segir Íslendinga verða að sýna þolinmæði og fjölga tækifærum til íslenskukennslu.

Innlent

Göngin opin aftur eftir óhapp

Hval­fjarðar­göng voru lokuð  í rúma klukkustund eftir umferðaróhapp sem varð þar á sjöunda tímanum í kvöld. Þau hafa nú verið opnuð aftur.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn.

Innlent

Trudeau-hjónin skilja

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband.

Erlent