Fréttir Mikið viðbragð eftir að kviknaði í potti Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu hafði töluverðan viðbúnað þegar kviknaði í potti á helluborði í fjölbýlishúsi í Garðabæ skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Innlent 8.8.2023 15:52 Martröð mæðgna sem áttu að koma til Íslands á sunnudag Þrjár íslenskar konur, systur og móðir þeirra, sem reiknuðu með að vera komnar heim til Íslands með flugi Icelandair frá Osló á sunnudagskvöld eru enn ókomnar heim. Þær hafa þurft að yfirgefa flugvél sem var á leiðinni í loftið, bíða í fjórtán klukkustundir á flugvelli og segja upplýsingagjöf í öllu ferlinu hafa verið ábótavant. Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar óþægindin sem farþegar hafa lent í vegna frestana og aflýsinga á flugferðum. Innlent 8.8.2023 14:54 Börn hafi engin not fyrir farsíma í skólanum Prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði fagnar því að Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna leggi til allsherjarbann við farsímanotkun nemenda í skólum. Innlent 8.8.2023 14:01 Tölvuþrjótar komust í kerfi breskrar kjörstjórnar Yfirkjörstjórn Bretlands segir að hún hafi orðið fyrir barðinu á „óvinveittum aðilum“ sem brutust inn í tölvukerfi hennar síðasta haust. Þrjótarnir fengu meðal annars aðgang að tölvupóstum, stjórnkerfum og kjörskrám. Erlent 8.8.2023 13:53 Kæra mann fyrir kajakferð út í Surtsey Umhverfisstofnun hefur kært mann sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti myndband af ferðinni á samfélagsmiðlinum TikTok, til lögreglu. Forstjóri Umhverfisstofnunar beinir því til fólks að virða eyjuna. Ferðir þangað í leyfisleysi geti varðað fangelsi. Innlent 8.8.2023 13:03 Tekur við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur tekið við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri og þá hefur Erla Margrét Gunnarsdóttir tekið við stöðu kennslustjóra. Innlent 8.8.2023 12:51 Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. Erlent 8.8.2023 12:09 Hádegisfréttir Bylgjunnar Karlmaður sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti af því myndband á samfélagsmiðlum hefur verið kærður til lögreglu af Umhverfisstofnun. Forstjóri stofnunarinnar ræðir málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 8.8.2023 11:36 Íslensk ungmenni geta ferðast og starfað í Kanada í allt að tvö ár Íslensk ungmenni á aldrinum 18 til 30 ára munu geta ferðast og starfað í Kanada í allt að tvö ár þökk sé nýundirrituðum samningi. Um er að ræða gagnkvæman samning sem tryggir ungu fólki frá Kanada sömu réttindi. Innlent 8.8.2023 11:34 Öflugt jökulhlaup skolaði burt heilu húsunum Engan sakaði þegar jökulhlaup hreif með sér íbúðarhús við bakka Mendenhall-árinnar í Juneau í Alaska í Bandaríkjunum um helgina. Hlaupið var mun kröftugra en fyrri flóð sem hafa orðið á undanförnum árum. Erlent 8.8.2023 11:21 Saka föðurbróður sinn um töskuþjófnað og hættulega ákeyrslu Þrjár systur saka föðurbróður sinn um að hafa keyrt á föður þeirra á dráttarvél síðastliðinn föstudag. Þá hafi hann neitað að skila föður þeirra tösku sem hafi orðið eftir á heimili hans. Innlent 8.8.2023 11:20 „Kæmi mér ekki á óvart ef landgangurinn væri ónýtur“ Miklar skemmdir urðu á landganginum sem notaður er til að koma farþegum í og úr Herjólfi í Vestmannaeyjahöfn eftir að flutningabíl var ekið á hann í morgun. Innlent 8.8.2023 11:01 Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. Erlent 8.8.2023 10:34 Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb sprenginganna Íslenskir friðarsinnar standa fyrir kertafleytingu víða um land annað kvöld til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí í Japan við lok síðari heimsstyrjaldar árið 1945. Minnt er á að kjarnorkusprengjur eru stöðug ógn við heimsbyggðina. Innlent 8.8.2023 10:13 Stefnir í hlýjasta árið frá upphafi eftir funheita sumarmánuði Vaxandi líkur er á því að árið í ár verði það hlýjasta frá upphafi mælinga eftir fordæmalaust heita júní- og júlímánuði. Veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafi og hnattræn hlýnun af völdum manna leggjast nú á eitt um að þrýsta meðalhita jarðar upp í nýjar hæðir. Erlent 8.8.2023 09:32 Fyrsta rannsóknin til að prófa rakadrægni tíðavara með blóði Vísindamenn hafa í fyrsta sinn prófað rakadrægni tíðavara með blóði. Hingað til hafa tíðavörurnar, sem flestar eru seldar með fyrirheitum um góða rakadrægni, verið prófaðar með saltvatnslausn. Erlent 8.8.2023 09:22 Býður sig fram eftir „baráttu við djúpríkið“ á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins til öldundadeildar Bandaríkjaþings fyrir hönd Nevada í þingkosningum sem fram fara samhliða forsetakosningum í landinu á næsta ári. Erlent 8.8.2023 08:47 Daglegum lokunum við gosstöðvarnar aflétt Opið verður inn á gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesskaga í dag, frá Suðurstrandavegi. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að daglegum lokunum hafi verið aflétt. Innlent 8.8.2023 08:42 Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. Innlent 8.8.2023 08:09 Meta beitt dagsektum í Noregi fyrir brot á persónuverndarlögum Yfirvöld í Noregi hafa lagt dagsektir á tæknirisann Meta, eiganda Facebook, fyrir að brjóta gegn persónuverndarlögum. Sektirnar byrja að óbreyttu að telja frá og með 14. ágúst og nema 13 milljón krónum á dag. Erlent 8.8.2023 07:50 Meiðyrðamáli Trump gegn E. Jean Carroll vísað frá Meiðyrðamáli Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, gegn pistlahöfundinum E. Jean Carroll var vísað frá af alríkisdómara í New York í gær. Trump höfðaði mál gegn Carrol vegna ummæla hennar um að hann hefði nauðgað henni. Erlent 8.8.2023 07:26 Þægilegur sumarhiti næstu daga en lægð á leiðinni Spáð er þægilegum sumarhita á landinu næstu daga þar sem nálgast gæti tuttugu stig í innsveitum þegar best lætur. Veður 8.8.2023 07:13 Lífsförunautur Söndru Bullock látinn eftir þriggja ára baráttu við ALS Bryan Randall, maðurinn sem leikkonan Sandra Bullock kallaði „ástina í lífi sínu“, lést á laugardag. Í tilkynningu frá fjölskyldu Randall sagði að hann hefði greinst með ALS fyrir þremur árum. Erlent 8.8.2023 06:55 Maðurinn handtekinn og færður undir læknishendur Maðurinn sem braut rúðu á heimili á Völlunum í Hafnarfirði í gær og ógnaði öðrum með eggvopni var handtekinn og færður undir læknishendur. Mikill viðbúnaður var vegna málsins og sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til. Innlent 8.8.2023 06:32 Hjón rænd í Fossvogi um hábjartan dag: „Þetta var svo súrrealískt“ Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, lenti í því á laugardaginn að tveir menn héldu að honum hníf og rændu hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsir atvikinu sem súrrealísku. Innlent 8.8.2023 00:01 Sérsveitin með viðbúnað í Hafnarfirði Innkeyrslu við Bjarkavelli í Hafnarfirði hefur verið lokað og sérsveitarmenn hafa verið kallaðir á svæðið vegna manns sem ógnaði fólki með hníf. Innlent 7.8.2023 20:12 Frosti hleypur með hryssuna Gjöf í taumi út um allt Samband hundsins Frosta og hryssunnar Gjafar í Grindavík er einstakt því Frosti sér um að halda Gjöf í formi með því að láta hana hlaupa á eftir sér með tauminn hennar í munninum. Þá er eigandi Gjafar búin að kenna henni að brosa. Innlent 7.8.2023 20:04 Þolinmæði í umferðinni skipti miklu máli á degi sem þessum Verslunarmannahelgin er nú yfirstaðin og ferðalangar keppast við að ná heim til sín. Þrátt fyrir þunga umferð að borginni hefur dagurinn gengið stórslysalaust fyrir sig og lítið hefur verið um óhöpp um helgina, samkvæmt varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. Innlent 7.8.2023 19:22 Sést aftur í sand í fyrsta sinn í langan tíma Tvær milljónir kílóa af rusli hafa undanfarið verið hreinsaðar af strönd í höfuðborg Sómalíu. Verkið er alfarið unnið í sjálfboðavinnu. Þar sem nú sést í rusl sást eitt sinn í fallega strönd. Erlent 7.8.2023 18:56 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landsmenn lögðu flestir leið sína heim í dag eftir hátíðir verslunarmannahelgarinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í beinni en hann ætlar að gera upp umferðina um helgina. Innlent 7.8.2023 18:01 « ‹ ›
Mikið viðbragð eftir að kviknaði í potti Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu hafði töluverðan viðbúnað þegar kviknaði í potti á helluborði í fjölbýlishúsi í Garðabæ skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Innlent 8.8.2023 15:52
Martröð mæðgna sem áttu að koma til Íslands á sunnudag Þrjár íslenskar konur, systur og móðir þeirra, sem reiknuðu með að vera komnar heim til Íslands með flugi Icelandair frá Osló á sunnudagskvöld eru enn ókomnar heim. Þær hafa þurft að yfirgefa flugvél sem var á leiðinni í loftið, bíða í fjórtán klukkustundir á flugvelli og segja upplýsingagjöf í öllu ferlinu hafa verið ábótavant. Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar óþægindin sem farþegar hafa lent í vegna frestana og aflýsinga á flugferðum. Innlent 8.8.2023 14:54
Börn hafi engin not fyrir farsíma í skólanum Prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði fagnar því að Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna leggi til allsherjarbann við farsímanotkun nemenda í skólum. Innlent 8.8.2023 14:01
Tölvuþrjótar komust í kerfi breskrar kjörstjórnar Yfirkjörstjórn Bretlands segir að hún hafi orðið fyrir barðinu á „óvinveittum aðilum“ sem brutust inn í tölvukerfi hennar síðasta haust. Þrjótarnir fengu meðal annars aðgang að tölvupóstum, stjórnkerfum og kjörskrám. Erlent 8.8.2023 13:53
Kæra mann fyrir kajakferð út í Surtsey Umhverfisstofnun hefur kært mann sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti myndband af ferðinni á samfélagsmiðlinum TikTok, til lögreglu. Forstjóri Umhverfisstofnunar beinir því til fólks að virða eyjuna. Ferðir þangað í leyfisleysi geti varðað fangelsi. Innlent 8.8.2023 13:03
Tekur við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur tekið við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri og þá hefur Erla Margrét Gunnarsdóttir tekið við stöðu kennslustjóra. Innlent 8.8.2023 12:51
Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. Erlent 8.8.2023 12:09
Hádegisfréttir Bylgjunnar Karlmaður sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti af því myndband á samfélagsmiðlum hefur verið kærður til lögreglu af Umhverfisstofnun. Forstjóri stofnunarinnar ræðir málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 8.8.2023 11:36
Íslensk ungmenni geta ferðast og starfað í Kanada í allt að tvö ár Íslensk ungmenni á aldrinum 18 til 30 ára munu geta ferðast og starfað í Kanada í allt að tvö ár þökk sé nýundirrituðum samningi. Um er að ræða gagnkvæman samning sem tryggir ungu fólki frá Kanada sömu réttindi. Innlent 8.8.2023 11:34
Öflugt jökulhlaup skolaði burt heilu húsunum Engan sakaði þegar jökulhlaup hreif með sér íbúðarhús við bakka Mendenhall-árinnar í Juneau í Alaska í Bandaríkjunum um helgina. Hlaupið var mun kröftugra en fyrri flóð sem hafa orðið á undanförnum árum. Erlent 8.8.2023 11:21
Saka föðurbróður sinn um töskuþjófnað og hættulega ákeyrslu Þrjár systur saka föðurbróður sinn um að hafa keyrt á föður þeirra á dráttarvél síðastliðinn föstudag. Þá hafi hann neitað að skila föður þeirra tösku sem hafi orðið eftir á heimili hans. Innlent 8.8.2023 11:20
„Kæmi mér ekki á óvart ef landgangurinn væri ónýtur“ Miklar skemmdir urðu á landganginum sem notaður er til að koma farþegum í og úr Herjólfi í Vestmannaeyjahöfn eftir að flutningabíl var ekið á hann í morgun. Innlent 8.8.2023 11:01
Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. Erlent 8.8.2023 10:34
Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb sprenginganna Íslenskir friðarsinnar standa fyrir kertafleytingu víða um land annað kvöld til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí í Japan við lok síðari heimsstyrjaldar árið 1945. Minnt er á að kjarnorkusprengjur eru stöðug ógn við heimsbyggðina. Innlent 8.8.2023 10:13
Stefnir í hlýjasta árið frá upphafi eftir funheita sumarmánuði Vaxandi líkur er á því að árið í ár verði það hlýjasta frá upphafi mælinga eftir fordæmalaust heita júní- og júlímánuði. Veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafi og hnattræn hlýnun af völdum manna leggjast nú á eitt um að þrýsta meðalhita jarðar upp í nýjar hæðir. Erlent 8.8.2023 09:32
Fyrsta rannsóknin til að prófa rakadrægni tíðavara með blóði Vísindamenn hafa í fyrsta sinn prófað rakadrægni tíðavara með blóði. Hingað til hafa tíðavörurnar, sem flestar eru seldar með fyrirheitum um góða rakadrægni, verið prófaðar með saltvatnslausn. Erlent 8.8.2023 09:22
Býður sig fram eftir „baráttu við djúpríkið“ á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins til öldundadeildar Bandaríkjaþings fyrir hönd Nevada í þingkosningum sem fram fara samhliða forsetakosningum í landinu á næsta ári. Erlent 8.8.2023 08:47
Daglegum lokunum við gosstöðvarnar aflétt Opið verður inn á gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesskaga í dag, frá Suðurstrandavegi. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að daglegum lokunum hafi verið aflétt. Innlent 8.8.2023 08:42
Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. Innlent 8.8.2023 08:09
Meta beitt dagsektum í Noregi fyrir brot á persónuverndarlögum Yfirvöld í Noregi hafa lagt dagsektir á tæknirisann Meta, eiganda Facebook, fyrir að brjóta gegn persónuverndarlögum. Sektirnar byrja að óbreyttu að telja frá og með 14. ágúst og nema 13 milljón krónum á dag. Erlent 8.8.2023 07:50
Meiðyrðamáli Trump gegn E. Jean Carroll vísað frá Meiðyrðamáli Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, gegn pistlahöfundinum E. Jean Carroll var vísað frá af alríkisdómara í New York í gær. Trump höfðaði mál gegn Carrol vegna ummæla hennar um að hann hefði nauðgað henni. Erlent 8.8.2023 07:26
Þægilegur sumarhiti næstu daga en lægð á leiðinni Spáð er þægilegum sumarhita á landinu næstu daga þar sem nálgast gæti tuttugu stig í innsveitum þegar best lætur. Veður 8.8.2023 07:13
Lífsförunautur Söndru Bullock látinn eftir þriggja ára baráttu við ALS Bryan Randall, maðurinn sem leikkonan Sandra Bullock kallaði „ástina í lífi sínu“, lést á laugardag. Í tilkynningu frá fjölskyldu Randall sagði að hann hefði greinst með ALS fyrir þremur árum. Erlent 8.8.2023 06:55
Maðurinn handtekinn og færður undir læknishendur Maðurinn sem braut rúðu á heimili á Völlunum í Hafnarfirði í gær og ógnaði öðrum með eggvopni var handtekinn og færður undir læknishendur. Mikill viðbúnaður var vegna málsins og sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til. Innlent 8.8.2023 06:32
Hjón rænd í Fossvogi um hábjartan dag: „Þetta var svo súrrealískt“ Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, lenti í því á laugardaginn að tveir menn héldu að honum hníf og rændu hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsir atvikinu sem súrrealísku. Innlent 8.8.2023 00:01
Sérsveitin með viðbúnað í Hafnarfirði Innkeyrslu við Bjarkavelli í Hafnarfirði hefur verið lokað og sérsveitarmenn hafa verið kallaðir á svæðið vegna manns sem ógnaði fólki með hníf. Innlent 7.8.2023 20:12
Frosti hleypur með hryssuna Gjöf í taumi út um allt Samband hundsins Frosta og hryssunnar Gjafar í Grindavík er einstakt því Frosti sér um að halda Gjöf í formi með því að láta hana hlaupa á eftir sér með tauminn hennar í munninum. Þá er eigandi Gjafar búin að kenna henni að brosa. Innlent 7.8.2023 20:04
Þolinmæði í umferðinni skipti miklu máli á degi sem þessum Verslunarmannahelgin er nú yfirstaðin og ferðalangar keppast við að ná heim til sín. Þrátt fyrir þunga umferð að borginni hefur dagurinn gengið stórslysalaust fyrir sig og lítið hefur verið um óhöpp um helgina, samkvæmt varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. Innlent 7.8.2023 19:22
Sést aftur í sand í fyrsta sinn í langan tíma Tvær milljónir kílóa af rusli hafa undanfarið verið hreinsaðar af strönd í höfuðborg Sómalíu. Verkið er alfarið unnið í sjálfboðavinnu. Þar sem nú sést í rusl sást eitt sinn í fallega strönd. Erlent 7.8.2023 18:56
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landsmenn lögðu flestir leið sína heim í dag eftir hátíðir verslunarmannahelgarinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í beinni en hann ætlar að gera upp umferðina um helgina. Innlent 7.8.2023 18:01