Fréttir

Mar­tröð mæðgna sem áttu að koma til Ís­lands á sunnu­dag

Þrjár íslenskar konur, systur og móðir þeirra, sem reiknuðu með að vera komnar heim til Íslands með flugi Icelandair frá Osló á sunnudagskvöld eru enn ókomnar heim. Þær hafa þurft að yfirgefa flugvél sem var á leiðinni í loftið, bíða í fjórtán klukkustundir á flugvelli og segja upplýsingagjöf í öllu ferlinu hafa verið ábótavant. Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar óþægindin sem farþegar hafa lent í vegna frestana og aflýsinga á flugferðum.

Innlent

Kæra mann fyrir kajakferð út í Surtsey

Umhverfisstofnun hefur kært mann sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti myndband af ferðinni á samfélagsmiðlinum TikTok, til lögreglu. Forstjóri Umhverfisstofnunar beinir því til fólks að virða eyjuna. Ferðir þangað í leyfisleysi geti varðað fangelsi. 

Innlent

Sakar Wagner-hópinn um að not­færa sér á­standið í Níger

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Karlmaður sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti af því myndband á samfélagsmiðlum hefur verið kærður til lögreglu af Umhverfisstofnun. Forstjóri stofnunarinnar ræðir málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Öflugt jökul­hlaup skolaði burt heilu húsunum

Engan sakaði þegar jökulhlaup hreif með sér íbúðarhús við bakka Mendenhall-árinnar í Juneau í Alaska í Bandaríkjunum um helgina. Hlaupið var mun kröftugra en fyrri flóð sem hafa orðið á undanförnum árum.

Erlent

Ó­veðrið Hans veldur usla á Norður­löndum

Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum.

Erlent

Kerta­fleytingar til minningar um fórnar­lömb sprenginganna

Íslenskir friðarsinnar standa fyrir kertafleytingu víða um land annað kvöld til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí í Japan við lok síðari heimsstyrjaldar árið 1945. Minnt er á að kjarnorkusprengjur eru stöðug ógn við heimsbyggðina.

Innlent

Starfs­menn Hvals halda allir vinnunni

Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð.

Innlent

Frosti hleypur með hryssuna Gjöf í taumi út um allt

Samband hundsins Frosta og hryssunnar Gjafar í Grindavík er einstakt því Frosti sér um að halda Gjöf í formi með því að láta hana hlaupa á eftir sér með tauminn hennar í munninum. Þá er eigandi Gjafar búin að kenna henni að brosa.

Innlent

Sést aftur í sand í fyrsta sinn í langan tíma

Tvær milljónir kílóa af rusli hafa undanfarið verið hreinsaðar af strönd í höfuðborg Sómalíu. Verkið er alfarið unnið í sjálfboðavinnu. Þar sem nú sést í rusl sást eitt sinn í fallega strönd. 

Erlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Landsmenn lögðu flestir leið sína heim í dag eftir hátíðir verslunarmannahelgarinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í beinni en hann ætlar að gera upp umferðina um helgina.

Innlent