Fréttir Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. Erlent 9.8.2023 20:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Innlent 9.8.2023 18:01 Bankarnir liggi vel við höggi „einhverra hluta vegna“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra efast um að svokallaður hvalrekaskattur myndi bæta kjör heimilanna eða fyrirtækja. Nóg sé um sérsaka íslenska skatta og frekari skattlagning myndi minnka áhuga fjárfesta á bankakerfinu íslenska. Innlent 9.8.2023 17:15 Stíflan í Glommu brast Hluti stíflu í Glommu, vatnsmestu á Noregs, brast síðdegis vegna mikils vatnsflaums. Yfirvöld íhuguðu að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. Erlent 9.8.2023 16:08 Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. Innlent 9.8.2023 15:59 Fyrsta skóflustungan að sérhönnuðu húsi fyrir fatlað fólk í Brekknaási Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og væntanlegir íbúar Sólveig Ragnarsdóttir, Aníta Sól Sveinsdóttir, Garðar Reynisson og Björn Eggert Gústafsson tóku í dag fyrstu skóflustungu að byggingu sex íbúða húss við Brekknaás 6. Innlent 9.8.2023 15:22 Sér sig knúinn til að minna trymbil á nokkrar staðreyndir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sér sig knúinn til að minna á nokkrar staðreyndir í opnu bréfi til Einars Scheving trymbils. Kári segist með því að hafa tjáð sig frjálslega í hlaðvarpi á dögunum gefið fólki eins og Einari tækifæri til að snúa út úr orðum sínum og endurtaka skoðanir sem samrýmist illa. Hann segist dást að Einari fyrir að að tjá skoðanir sínar á máli sem hann hafi enga sérþekkingu á. Innlent 9.8.2023 14:34 Gætu þurft að sprengja stíflu til að forðast flóðbylgju í Noregi Yfirvöld í Noregi íhuga nú að sprengja hluta stíflu í Glommu, lengstu og vatnsmestu á landsins, sem óttast er að bresti og valdi hamfaraflóði. Ekki sér enn fyrir endann á úrhellisrigningu í Noregi og Svíþjóð sem gert hefur síðustu daga. Erlent 9.8.2023 14:29 Ekkert mál að græja hjólastólapall fyrir næstu Þjóðhátíð Formaður Þjóðhátíðarnefndar tekur vel í hugmyndir manns, sem mætti í hjólastól í Herjólfsdal um helgina, og heitir því að bæta aðgengi fyrir næstu hátíð. Innlent 9.8.2023 14:00 „Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. Innlent 9.8.2023 13:50 Tugir slasaðir í sprengingu í rússneskri verksmiðju Mikil sprenging varð á athafnasvæði verksmiðju sem framleiðir sjóntæki fyrir rússneska herinn nærri Moskvu í dag. Á fimmta tug manna eru slasaðir, þar af sex alvarlega. Orsakir sprengingarinnar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Erlent 9.8.2023 12:20 Tekinn með tólf kíló af hassi í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þrettán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tólf kílóum af hassi til landsins með flugi í maí síðastliðinn. Innlent 9.8.2023 12:13 Eðlilegt að skoða hvalrekaskatt til að koma til móts við heimilin í landinu Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar tekur undir með viðskiptaráðherra og segir eðlilegt að skoða að setja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Bankarnir séu að hagnast gríðarlega vegna vaxtahækkana. Innlent 9.8.2023 12:07 Botnar ekkert í háværum orðrómi um að Fiskidagurinn snúi ekki aftur Orðrómur um að Fiskidagurinn mikli á Dalvík í ár verði sá síðasti er óskiljanlegur, að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hann hefur ekki hugmynd um hvaðan hann kom og segist spenntur að geta loksins haldið upp á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar, tuttugu og þremur árum eftir stofnun hennar. Innlent 9.8.2023 12:04 Vann einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala í lottói Maður sem keypti lottómiða í Flórída hefur unnið rúmlega einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala í Mega Millions-lottóinu. Vinningurinn er sá stærsti í sögu lottósins og sá þriðji stærsti í sögu bandarísks lottós. Erlent 9.8.2023 11:48 Hádegisfréttir Bylgjunnar Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir eðlilegt að skoða hugmyndir um að setja svokallaðan hvalrekaskatt til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Við ræðum við hann í fréttatímanum. Innlent 9.8.2023 11:43 Gengu upp á fjall á versta tíma í gær Tveir fjallgöngugarpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykjaborg við Mosfellsbæ í blíðskaparverðri síðdegis í gær urðu að koma sér niður með snarhasti vegna mikils eldingaveðurs sem gerði skyndilega vart við sig í næsta nágrenni. Innlent 9.8.2023 11:40 Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför. Erlent 9.8.2023 11:22 Kanna hvort fleira eigi þátt í methita Vísindamenn skoða nú möguleikann á því hvort að fleiri þættir en loftslagsbreytingar af völdum manna og El niño-veðurfyrirbrigðið beri ábyrgð á fordæmalausum hita í sumar. Risaeldgos í Kyrrahafi og minni skipamengun er á meðal þess sem kemur til greina. Erlent 9.8.2023 11:08 Óttast um líf ellefu eftir eldsvoða á orlofsheimili í Frakklandi Óttast er að ellefu manns hafi látið lífið eftir að mikill eldur kom upp á orlofsheimili fyrir fólk með námserfiðleika í Frakklandi í morgun. Erlent 9.8.2023 10:51 Bilaður bíll og umferð hleypt í gegn til skiptis Hvalfjarðargöngin voru lokuð í tvo og hálfan tíma í morgun vegna bilaðs bíls. Umferð er nú hleypt í gegnum göngin til skiptis. Innlent 9.8.2023 10:11 2.300 skref hjálpa, 4.000 skref enn meira og 20.000 skref mest Ný rannsókn hefur leitt í ljós að með því að ganga 4.000 skref á dag má draga úr líkunum á því að deyja fyrir aldur fram. Áður var talið að 10.000 væri töfratalan en samkvæmt rannsókninni má sjá ávinning af aðeins 2.300 skrefum. Erlent 9.8.2023 09:32 Braut sér leið inn og hreytti ókvæðisorðum í eiginkonuna fyrir framan börnin Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann fyrir brot á barnaverndarlögum og stórfelldar ærumeiðingar gegn maka fyrir að hafa brotið sér leið inn í íbúð á Akureyri og hreytt ókvæðisorðum í eiginkonu sína fyrir framan börn þeirra. Innlent 9.8.2023 08:49 Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. Erlent 9.8.2023 08:45 Segir hugmyndir Google aðför að höfundaréttinum Forsvarsmenn Google hafa lagt til að breytingar verði gerðar á höfundaréttarlögum til að heimila fyrirtækjum að mata gervigreind á öllum texta sem fyrirfinnst á netinu. Ef útgefendur vilja ekki að efni þeirra sé notað verði það undir þeim komið að láta vita. Erlent 9.8.2023 08:18 Fékk tíu ára dóm fyrir að skjóta Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fæturna í Los Angeles árið 2020. Erlent 9.8.2023 07:35 Segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Selenskís Úkraínsk stjórnvöld segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Volodómír Selenskí, forseta landsins. Úkraínsk kona hefur verið handtekinn vegna málsins. Hún er sögð hafa safnað gögnum um ferðir forsetans til að undirbúa rússneska loftárás. Erlent 9.8.2023 07:26 Rauði krossinn sekur um kynbundna mismunun Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rauði kross Íslands hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar laun karls sem starfaði hjá samtökunum hækkuðu umfram laun konu sem sinnti áþekkum störfum. Innlent 9.8.2023 07:18 Djúp lægð veldur vaxandi austanátt sunnantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en öllu vindasamara austantil. Búast má við léttskýjuðu veðri suðvestantil, en annars skýjað með köflum og lítilsháttar vætu við austurströndina. Veður 9.8.2023 07:11 Ógnandi hegðun á almannafæri og líkamsárás með hamri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær eftir að hann sýndi „ógnandi hegðun á almannafæri“. Fór maðurinn ekki að fyrirmælum lögreglu og sagðist meðal annars geta lamið lögreglumenn. Innlent 9.8.2023 06:30 « ‹ ›
Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. Erlent 9.8.2023 20:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Innlent 9.8.2023 18:01
Bankarnir liggi vel við höggi „einhverra hluta vegna“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra efast um að svokallaður hvalrekaskattur myndi bæta kjör heimilanna eða fyrirtækja. Nóg sé um sérsaka íslenska skatta og frekari skattlagning myndi minnka áhuga fjárfesta á bankakerfinu íslenska. Innlent 9.8.2023 17:15
Stíflan í Glommu brast Hluti stíflu í Glommu, vatnsmestu á Noregs, brast síðdegis vegna mikils vatnsflaums. Yfirvöld íhuguðu að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. Erlent 9.8.2023 16:08
Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. Innlent 9.8.2023 15:59
Fyrsta skóflustungan að sérhönnuðu húsi fyrir fatlað fólk í Brekknaási Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og væntanlegir íbúar Sólveig Ragnarsdóttir, Aníta Sól Sveinsdóttir, Garðar Reynisson og Björn Eggert Gústafsson tóku í dag fyrstu skóflustungu að byggingu sex íbúða húss við Brekknaás 6. Innlent 9.8.2023 15:22
Sér sig knúinn til að minna trymbil á nokkrar staðreyndir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sér sig knúinn til að minna á nokkrar staðreyndir í opnu bréfi til Einars Scheving trymbils. Kári segist með því að hafa tjáð sig frjálslega í hlaðvarpi á dögunum gefið fólki eins og Einari tækifæri til að snúa út úr orðum sínum og endurtaka skoðanir sem samrýmist illa. Hann segist dást að Einari fyrir að að tjá skoðanir sínar á máli sem hann hafi enga sérþekkingu á. Innlent 9.8.2023 14:34
Gætu þurft að sprengja stíflu til að forðast flóðbylgju í Noregi Yfirvöld í Noregi íhuga nú að sprengja hluta stíflu í Glommu, lengstu og vatnsmestu á landsins, sem óttast er að bresti og valdi hamfaraflóði. Ekki sér enn fyrir endann á úrhellisrigningu í Noregi og Svíþjóð sem gert hefur síðustu daga. Erlent 9.8.2023 14:29
Ekkert mál að græja hjólastólapall fyrir næstu Þjóðhátíð Formaður Þjóðhátíðarnefndar tekur vel í hugmyndir manns, sem mætti í hjólastól í Herjólfsdal um helgina, og heitir því að bæta aðgengi fyrir næstu hátíð. Innlent 9.8.2023 14:00
„Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. Innlent 9.8.2023 13:50
Tugir slasaðir í sprengingu í rússneskri verksmiðju Mikil sprenging varð á athafnasvæði verksmiðju sem framleiðir sjóntæki fyrir rússneska herinn nærri Moskvu í dag. Á fimmta tug manna eru slasaðir, þar af sex alvarlega. Orsakir sprengingarinnar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Erlent 9.8.2023 12:20
Tekinn með tólf kíló af hassi í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þrettán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tólf kílóum af hassi til landsins með flugi í maí síðastliðinn. Innlent 9.8.2023 12:13
Eðlilegt að skoða hvalrekaskatt til að koma til móts við heimilin í landinu Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar tekur undir með viðskiptaráðherra og segir eðlilegt að skoða að setja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Bankarnir séu að hagnast gríðarlega vegna vaxtahækkana. Innlent 9.8.2023 12:07
Botnar ekkert í háværum orðrómi um að Fiskidagurinn snúi ekki aftur Orðrómur um að Fiskidagurinn mikli á Dalvík í ár verði sá síðasti er óskiljanlegur, að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hann hefur ekki hugmynd um hvaðan hann kom og segist spenntur að geta loksins haldið upp á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar, tuttugu og þremur árum eftir stofnun hennar. Innlent 9.8.2023 12:04
Vann einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala í lottói Maður sem keypti lottómiða í Flórída hefur unnið rúmlega einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala í Mega Millions-lottóinu. Vinningurinn er sá stærsti í sögu lottósins og sá þriðji stærsti í sögu bandarísks lottós. Erlent 9.8.2023 11:48
Hádegisfréttir Bylgjunnar Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir eðlilegt að skoða hugmyndir um að setja svokallaðan hvalrekaskatt til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Við ræðum við hann í fréttatímanum. Innlent 9.8.2023 11:43
Gengu upp á fjall á versta tíma í gær Tveir fjallgöngugarpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykjaborg við Mosfellsbæ í blíðskaparverðri síðdegis í gær urðu að koma sér niður með snarhasti vegna mikils eldingaveðurs sem gerði skyndilega vart við sig í næsta nágrenni. Innlent 9.8.2023 11:40
Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför. Erlent 9.8.2023 11:22
Kanna hvort fleira eigi þátt í methita Vísindamenn skoða nú möguleikann á því hvort að fleiri þættir en loftslagsbreytingar af völdum manna og El niño-veðurfyrirbrigðið beri ábyrgð á fordæmalausum hita í sumar. Risaeldgos í Kyrrahafi og minni skipamengun er á meðal þess sem kemur til greina. Erlent 9.8.2023 11:08
Óttast um líf ellefu eftir eldsvoða á orlofsheimili í Frakklandi Óttast er að ellefu manns hafi látið lífið eftir að mikill eldur kom upp á orlofsheimili fyrir fólk með námserfiðleika í Frakklandi í morgun. Erlent 9.8.2023 10:51
Bilaður bíll og umferð hleypt í gegn til skiptis Hvalfjarðargöngin voru lokuð í tvo og hálfan tíma í morgun vegna bilaðs bíls. Umferð er nú hleypt í gegnum göngin til skiptis. Innlent 9.8.2023 10:11
2.300 skref hjálpa, 4.000 skref enn meira og 20.000 skref mest Ný rannsókn hefur leitt í ljós að með því að ganga 4.000 skref á dag má draga úr líkunum á því að deyja fyrir aldur fram. Áður var talið að 10.000 væri töfratalan en samkvæmt rannsókninni má sjá ávinning af aðeins 2.300 skrefum. Erlent 9.8.2023 09:32
Braut sér leið inn og hreytti ókvæðisorðum í eiginkonuna fyrir framan börnin Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann fyrir brot á barnaverndarlögum og stórfelldar ærumeiðingar gegn maka fyrir að hafa brotið sér leið inn í íbúð á Akureyri og hreytt ókvæðisorðum í eiginkonu sína fyrir framan börn þeirra. Innlent 9.8.2023 08:49
Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. Erlent 9.8.2023 08:45
Segir hugmyndir Google aðför að höfundaréttinum Forsvarsmenn Google hafa lagt til að breytingar verði gerðar á höfundaréttarlögum til að heimila fyrirtækjum að mata gervigreind á öllum texta sem fyrirfinnst á netinu. Ef útgefendur vilja ekki að efni þeirra sé notað verði það undir þeim komið að láta vita. Erlent 9.8.2023 08:18
Fékk tíu ára dóm fyrir að skjóta Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fæturna í Los Angeles árið 2020. Erlent 9.8.2023 07:35
Segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Selenskís Úkraínsk stjórnvöld segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Volodómír Selenskí, forseta landsins. Úkraínsk kona hefur verið handtekinn vegna málsins. Hún er sögð hafa safnað gögnum um ferðir forsetans til að undirbúa rússneska loftárás. Erlent 9.8.2023 07:26
Rauði krossinn sekur um kynbundna mismunun Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rauði kross Íslands hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar laun karls sem starfaði hjá samtökunum hækkuðu umfram laun konu sem sinnti áþekkum störfum. Innlent 9.8.2023 07:18
Djúp lægð veldur vaxandi austanátt sunnantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en öllu vindasamara austantil. Búast má við léttskýjuðu veðri suðvestantil, en annars skýjað með köflum og lítilsháttar vætu við austurströndina. Veður 9.8.2023 07:11
Ógnandi hegðun á almannafæri og líkamsárás með hamri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær eftir að hann sýndi „ógnandi hegðun á almannafæri“. Fór maðurinn ekki að fyrirmælum lögreglu og sagðist meðal annars geta lamið lögreglumenn. Innlent 9.8.2023 06:30