Fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki.

Innlent

Stíflan í Glommu brast

Hluti stíflu í Glommu, vatnsmestu á Noregs, brast síðdegis vegna mikils vatnsflaums. Yfirvöld íhuguðu að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð.

Erlent

Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm

Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum.

Innlent

Sér sig knúinn til að minna trymbil á nokkrar staðreyndir

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sér sig knúinn til að minna á nokkrar staðreyndir í opnu bréfi til Einars Scheving trymbils. Kári segist með því að hafa tjáð sig frjálslega í hlaðvarpi á dögunum gefið fólki eins og Einari tækifæri til að snúa út úr orðum sínum og endurtaka skoðanir sem samrýmist illa. Hann segist dást að Einari fyrir að að tjá skoðanir sínar á máli sem hann hafi enga sérþekkingu á.

Innlent

„Af hverju erum við alltaf að forðast ís­lenskuna?“

Ei­ríkur Rögn­valds­son, prófessor emi­ritus í ís­lenskri mál­fræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúm­fata­lagersins, JYSK, sér­lega ó­heppi­legt. Ó­víst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í ís­lensku. Aðalatriðið sé þó að ein­staka nafna­breytingar skipti ekki máli í stóra sam­henginu, heldur hefur Eiríkur á­hyggjur af því hvernig þær endur­spegla ríkjandi hug­myndir um tungu­málið.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir eðlilegt að skoða hugmyndir um að setja svokallaðan hvalrekaskatt til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Við ræðum við hann í fréttatímanum.

Innlent

Gengu upp á fjall á versta tíma í gær

Tveir fjall­göngu­garpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykja­borg við Mos­fells­bæ í blíð­skapar­verðri síð­degis í gær urðu að koma sér niður með snar­hasti vegna mikils eldinga­veðurs sem gerði skyndi­lega vart við sig í næsta ná­grenni.

Innlent

Kanna hvort fleira eigi þátt í methita

Vísindamenn skoða nú möguleikann á því hvort að fleiri þættir en loftslagsbreytingar af völdum manna og El niño-veðurfyrirbrigðið beri ábyrgð á fordæmalausum hita í sumar. Risaeldgos í Kyrrahafi og minni skipamengun er á meðal þess sem kemur til greina.

Erlent

Valda­ræningjarnir í Níger hafna við­ræðum

Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn.

Erlent

Segir hug­myndir Goog­le að­för að höfunda­réttinum

Forsvarsmenn Google hafa lagt til að breytingar verði gerðar á höfundaréttarlögum til að heimila fyrirtækjum að mata gervigreind á öllum texta sem fyrirfinnst á netinu. Ef útgefendur vilja ekki að efni þeirra sé notað verði það undir þeim komið að láta vita.

Erlent

Rauði krossinn sekur um kyn­bundna mis­munun

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rauði kross Íslands hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar laun karls sem starfaði hjá samtökunum hækkuðu umfram laun konu sem sinnti áþekkum störfum.

Innlent

Djúp lægð veldur vaxandi austan­átt sunnan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en öllu vindasamara austantil. Búast má við léttskýjuðu veðri suðvestantil, en annars skýjað með köflum og lítilsháttar vætu við austurströndina.

Veður