Fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Yfir tvö þúsund eru látnir í Marokkó eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir landið á föstudagskvöld. Björgunarstarf gengur afar erfiðlega og heilu bæirnir eru taldir hafa þurrkast út. Íslensk stjórnvöld eru í viðbragðsstöðu ef óskað verður eftir aðstoð íslensks björgunarfólks - en þess hefur ekki reynst þörf hingað til. Við fjöllum um hamfarirnar í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent

Samskip, bandarískar forsetakosningar og samgöngusáttmáli

Fyrsti gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi í dag verður Hörður Felix Harðarson, sem hefur verið lögmaður Samskipa frá upphafi. Forsvarsmenn fyrirtækisins halda því fram fullum fetum að Samkeppniseftirlitið sé á villigötum í mörg þúsund blaðsíðna greinargerð um samkeppnisbrot fyrirtækisins.

Innlent

Sér­sveitin með við­búnað í Grundar­firði

Nokkur viðbúnaður lögreglu var við íbúðarhús í Grundarfirði fyrr í kvöld vegna tilkynningu um mann með skotvopn. Sérsveit ríkislögreglustjóra var með töluverðan viðbúnað á vettvangi. Vopnið reyndist eftirlíking.

Innlent

Gjörunnin matvæli í lagi stöku sinnum

Næringafræðingur segir fólk ekki þurfa að hafa of miklar áhyggjur af áti á svokölluðum gjörunnum matvælum, sem oft eru markaðssett sem heilsuvara. Það sé vissulega betra að borða minna unninn mat - en borði fólk einnig næringarríkt fæði á móti sé ekkert að óttast.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Óttast er að tala látinna eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Marokkó hækki svo um munar næstu daga. Yfir þúsund eru látnir og minnst tólf hundruð slasaðir. Íslendingur í Marrakesh segist hafa verið hræddur um að hótel hans hryndi þegar skjálftinn reið yfir. 

Innlent

Ása opnar sig um lífið eftir hand­tökuna

Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning.

Erlent

Til­vistar­kreppa ó­lífu­olíunnar

Ólífuuppskeran á Spáni hefur hrunið á undanförnum mánuðum vegna viðvarandi þurrka. Verð hefur hækkað upp úr öllu valdi og neytendur segjast þurfa að skera niður innkaup á annarri matvöru til að hafa efni á ólífuolíunni. 

Erlent

„Skömm ykkar er mikil“

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sakar íslenska stjórnmálamenn um græðgi í skoðanagrein á Vísi um laxeldi, en þar segist hann óttast að Íslendingar muni útrýma villta laxastofninum líkt og þeir drápu síðasta geirfuglinn.

Innlent

„Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu“

Yfir þúsund fórust þegar gríðarlegur jarðskjálfti að stærð 6,8 reið yfir í Atlasfjöllum í Marokkó seint í gærkvöldi. Íslendingur rétt utan við Marrakesh lýsir mikilli skelfingu þegar jörð tók að hristast. Hann sé ýmsu vanur þegar kemur að jarðskjálftum en skjálftinn í gær hafi verið sá allra stærsti sem hann hafi upplifað.

Erlent

Bíómynd um Kristinn Guðnason fjallkóng með meiru

Á sama tíma og göngur og réttir standa nú yfir um allt land verður ný íslensk kvikmynd, „Konungur fjallanna“ frumsýnd annað kvöld i Bíóhúsinu á Selfossi. Myndin fjallar um Kristinn Guðnason, fjallkóng í leitum með gangnamönnum á Landmannaafrétti.

Innlent

Ís­lenski laxa­stofninn deyi út verði ekkert gert

Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Minnst 830 fórust þegar gríðarlegur jarðskjálfti að stærð 6,8 reið yfir í Atlasfjöllum í Marokkó seint í gærkvöldi. Íslendingur rétt utan við Marrakesh lýsir mikilli skelfingu þegar jörð tók að hristast. Hann sé ýmsu vanur þegar kemur að jarðskjálftum en skjálftinn í gær hafi verið sá allra stærsti sem hann hafi upplifað. Við fjöllum um hamfarirnar á þessum vinsæla ferðamannastað Íslendinga í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent

Alræmdi strokufanginn handtekinn

Strokufanginn Daniel Abed Khalife hefur verið handtekinn í London. Hans hafði verið leitað síðan á miðvikudagsmorgun eftir að í ljós kom að hann hafði sloppið úr fangelsinu HMP Wandsworth í suðvesturhluta höfuðborgar Bretlands.

Erlent

Telja mikil­vægast að huga að börnunum sem urðu fyrir skaða

Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla segir mál sem hefur komið upp í skólanum vera grafalvarlegt. Myndir af minnispunktum kennara í skólanum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar er háttalagi nemenda lýst. Foreldrafélagið segist líta málið alvarlegum augum og telja mikilvægt að hugað verði að börnum sem urðu fyrir skaða vegna málsins.

Innlent