Fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður Skólafélags MA segist óttast að tæplega fimm þúsund undirskriftir, sem safnað var til að mótmæla fyrirhugaðri sameiningu skólans við VMA, endi í ruslinu eftir að hafa verið afhentar ráðherra í dag. Rætt verður við formanninn í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Ör­lög pólsku stjórnarinnar í höndum fjar­hægri­flokks

Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn.

Erlent

„Ég væri dauð ef ég væri ekki já­kvæð“

Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu.

Innlent

Leita upp­lýsinga um mengaðan jarð­veg um land allt

Umhverfisstofnun leitar nú til almennings um upplýsingar um mögulega mengaðan jarðveg um allt land. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar, Kristín Kröyer, segir upplýsingarnar mikilvægar komandi kynslóðum. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir að byggt sé á menguðum stöðum.

Innlent

Bretar banna ban­væna hunda­­tegund

Forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá því að hundategundin American bully XL verði bönnuð í landinu í lok árs. Skyndileg aukning dauðsfalla í kjölfar árása hunda af tegundinni hefur orðið síðustu tvö ár. 

Erlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Miltisbrandur, olía og almennur úrgangur er meðal þess sem leynst getur í jörðinni undir okkur og eflaust meira til. Umhverfisstofnun kortleggur nú mengaðan jarðveg og leitar til almennings eftir aðstoð.

Innlent

Skil­yrðum fyrir blóð­mera­haldi breytt

Reglu­gerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóð­mera­hald verður felld úr gildi og verður starf­semin felld undir reglu­gerð um vernd dýra sem notuð eru í vísinda­skyni. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Mat­væla­ráðu­neytinu.

Innlent

Ættleidd börn með áföll í bakpoka og mikilvægt að grípa þau

Ættleiðing er ævilangt ferli að sögn Elísabetar Hrundar Salvarsdóttur, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, sem segir mikla þörf á stuðningi og fræðslu í tengslum við ferlið. Þá sé nauðsynlegt að taka tillit til þess að oft sé ekki mikið vitað um bakgrunn barnanna. 

Innlent

Á raf­hlaupa­hjóli á níu­tíu á Sæ­braut

Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund.

Innlent

Sendu hjarta­hlý skila­boð eftir meinta skipu­lagningu hryðju­verka

Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt.

Innlent

Egill segir fjöl­skylduna fegna og segist ekki hafa sama á­huga

Egill Helga­son segist skilja sáttur við Silfrið, þar sem hann verður ekki þátta­stjórnandi í haust. Hann kveðst hafa minni á­huga á stjórn­málum nú en áður og segir fjöl­skylduna upp­lifa sig lausa úr prísund. Hann segist nú vinna að undir­búningi nýs sjón­varps­þáttar um pólitík en gefur ekkert upp um hvers eðlis sá þáttur er.

Innlent