Fréttir

Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu

Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sak­borningar lýsa ringul­reið á Banka­stræti Club þegar hópurinn ruddist inn á staðinn og réðist þar á þrjá menn. Fjöl­miðla­banni var af­létt eftir að skýrslu­tökum lauk síð­degis í dag og í kvöld­fréttum Stöðvar 2 verður farið yfir það sem fram hefur komið við aðal­með­ferðina í Gull­hömrum auk þess sem rætt verður við verjanda í málinu í beinni.

Innlent

Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpa­ölduna

Ulf Kristers­son, for­sætis­ráð­herra Sví­þjóðar, segir stjórn­völd þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpa­ölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann á­varpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síð­degis og kynnti breytingar á lögum landsins.

Erlent

Sektunum fjölgar á sunnu­daginn

Tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum á gjaldsvæðum P1 og P2 hjá Reykjavíkurborg. Þá hefur gjaldskyldutími verið lengdur á bæði virkum dögum og sunnudögum. 

Innlent

Skot­á­rás í Rotter­dam: Þrír látnir og byssu­maður hand­tekinn

32 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um tvær skotárásir í hollensku hafnarborginni Rotterdam í dag. Þrír voru skotnir til bana. 42 ára kennari við Erasmus háskólann og 39 ára kona, nágranni byssumannsins auk fjórtán ára dóttur hennar. Hinn handtekni var nemandi við háskólasjúkrahúsið.

Erlent

Þrír í haldi vegna tveggja stungu­á­rása

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi þrjá menn í tengslum við tvær stunguárásir sem gerðar voru í Reykjavík síðdegis í gær. Handtökurnar tengjast aðgerðum lögreglu við Móaveg í Grafarvogi í gærkvöldi, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir handteknir síðar um kvöldið í Garðabæ.

Innlent

Hafþór Logi Hlynsson er látinn

Hafþór Logi Hlynsson er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hafþór Logi var aðeins 36 ára en hann hafði verið búsettur á Spáni undanfarin ár. Hann lætur eftir sig unnustu og tvö börn.

Innlent

Vildi spila við­tal við brota­þola

Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í dómsmálaráðherra sem lýst ekki vel á þá lausn að setja upp neyðarskýli fyrir hælisleitendur sem hefur verið synjað um hæli hér á landi. 

Innlent

„Hann er ekki sekur“

Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur.

Erlent

Fann manna­kúk í regn­hlíf í bílnum sínum

Íbúi á Eskifirði fann heldur ókræsilegan glaðning í bifreið sinni seinnipartinn í gær. Einhver hafði laumast inn í bílinn, kúkað í regnhlíf og haldið á brott. Regnhlífin var skilin eftir í aftursæti bifreiðarinnar. 

Innlent

Sýndi skjá­skot af milli­færslum sem höfðu aldrei farið í gegn

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir röð brota, meðal annars að hafa í nokkrum tilvikum fengið fólk til að afhenda sér vörur eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og sýna þeim skjáskot af millifærslum án þess að greiðslurnar hafi raunverulega farið í gegn.

Innlent

Nagorno-Karabakh heyrir sögunni til

Samvel Shahramanyan, forseti sjálfstjórnarsvæðisins Nagorno-Karabakh, hefur skrifað undir tilskipun að sjálfstjórnin verði felld niður. Þar með hefur hann staðfest uppgjöf héraðsins fyrir Aserbaídsjan eftir 32 ára baráttu fyrir sjálfstæði, stríð og átök.

Erlent

Grannt fylgst með Slóv­a­kí­u og upp­lýs­ing­a­ó­reið­u

Ráðamenn Evrópusambandsins samþykktu í síðasta mánuði ný lög sem sporna eiga gegn upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum. Nú reynir almennilega á lögin í fyrsta sinn vegna kosninganna í Slóvakíu en forsvarsmönnum samfélagsmiðla hefur verið sagt að taka betur á upplýsingaóreiðu þar.

Erlent