Fréttir Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. Innlent 6.10.2023 14:09 Fimmtán ár frá Guð blessi Ísland ræðunni Í dag eru fimmtán ár frá því að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa landið. Innlent 6.10.2023 14:02 Bein útsending: „Í krafti kvenna“ „Í krafti kvenna“ er yfirskrift sérstakrar landsbyggðarráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu sem fram fer í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag og á morgun. Innlent 6.10.2023 13:46 Lýsa eftir Sigurveigu sem ekkert hefur spurst til í þrjá daga Lögreglu hefur verið tilkynnt um hvarf Sigurveigar Steinunnar Helgadóttur, 26 ára. Ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún fór frá heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt þriðjudags. Innlent 6.10.2023 13:05 „Ekki til fyrirmyndar og svona gerir maður ekki“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að forystufólk í stjórnmálum og þeir sem vilji láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, eigi að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð. Innlent 6.10.2023 12:46 Hádegisfréttir Bylgjunnar Ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um Svandísi Svavarsdóttur, ólögnæm matargeymsla í Sóltúni, arfleifð vöggustofanna svokölluðu og fiskeldi á Vestfjörðum verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 6.10.2023 11:48 Trans ráðherra segir ummæli Sunak ýta undir fordóma og hatur Aðstoðarforsætisráðherra Belgíu, sem er trans kona, hefur hvatt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til að ganga ekki í lið með raunverulegum bullum. Tilefnið eru ummæli sem Sunak lét falla á þingi Íhaldsflokksins fyrr í vikunni. Erlent 6.10.2023 11:36 Hvað telst vera eðlileg leið heim úr vinnu? Hæstiréttur ákvað í fyrradag að skokkari sem lenti í slysi á leið heim úr vinnu eigi rétt á bótum eins og um vinnuslys hafi verið að ræða þar sem leiðin milli vinnustaðar og heimilis taldist eðlileg, þrátt fyrir að ekki hafi verið um stystu leið að ræða. En hvað telst eðlileg leið? Innlent 6.10.2023 11:30 Svandís sé ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. Innlent 6.10.2023 11:23 Eigandinn í Sóltúni segir málið sér óviðkomandi Eigandi húsnæðisins þar sem lagt var hald á mikið magn matvæla við óheilnæmar aðstæður í síðustu viku, segir málið sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið og sá sem leigði af honum áframleigði það. Innlent 6.10.2023 10:46 Vill dæma þá í fangelsi sem gerast sekir um samráð Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að sér sé brugðið yfir því hve lágar fjárhæðir séu lagðar í rekstur Samkeppniseftirlitsins á hverju ári. Hann skorar á stjórnvöld að tryggja eftirlitinu nægt fjármagn svo hægt sé að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Þá vill hann fangelsisdóma yfir þeim sem eru staðnir að stórtæku samráði. Innlent 6.10.2023 09:28 Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. Erlent 6.10.2023 09:11 Hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu gegn kúgun kvenna í Íran Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hún hlýtur verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra. Erlent 6.10.2023 09:07 Segir Bretland orðið óþekkjanlegt á alþjóðavettvangi Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, segir að hann hafi áhyggjur af því að hvernig Bretland einangri sig á alþjóðavettvangi, að því er fram kemur á vef Guardian. Erlent 6.10.2023 09:06 Skoða hvernig vetni nýtist í orkuskiptum Vetni gæti gegnt lykilhlutverki í orkuskiptum flutningabíla og skipa hérlendis, að því er fram kom á norrænni vetnisráðstefnu í Reykjavík. Vetnisvæðing kallar hins vegar á miklar fjárfestingar í innviðum. Innlent 6.10.2023 09:04 Bein útsending: Morgunfundur um Sundabraut Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi um Sundabraut þar sem fyrirhuguð framkvæmd verður til kynningar, ásamt áherslum í komandi umhverfismati.Fundurinn hefst klukkan 9:00 og stendur til 10:15. Innlent 6.10.2023 08:31 Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 6.10.2023 08:25 Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. Erlent 6.10.2023 07:38 Vegagerðin geti ekki metið upp á sitt einsdæmi hvaða gögn eigi erindi Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt Vegagerðina vegna athugunar hans á máli sem snýr að kvörtun sem barst vegna ráðningar í starf hjá stofnuninni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. Hann segir það ganga ekki að stjórnvöld meti upp á sitt einsdæmi hvort ákveðin gögn hafi þýðingu fyrir athugun umboðsmanns. Innlent 6.10.2023 07:35 Stúlkan á Selfossi komin í leitirnar Lögreglan á Suðurlandi lýsti í dag eftir stúlku á Selfossi sem hafði ekki sést til síðan klukkan 22 í gærkvöldi. Innlent 6.10.2023 07:23 Ítrekar afstöðu sína gegn því að svipta fólk heilbrigðisþjónustu Landlæknisembættið hefur ítrekað þá afstöðu sína að það sé óásættanlegt að svipta fólk réttinum til heilbrigðisþjónustu og að þjónustan eigi að vera undanskilin þjónustusviptingu einstaklinga sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Innlent 6.10.2023 07:13 Dregur úr vindi og líkur á næturfrosti víða Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi vindi, breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag. Það mun rofa til nokkuð víða, en reikna má með stöku skúrum eða éljum við austur- og suðurströndina. Veður 6.10.2023 07:08 Hættir eftir þriggja áratuga starf sem umsjónaraðili Málmeyjar „Mér þykir mjög vænt um þessa eyju. Ég er hins vegar orðinn það slæmur til heilsunnar að það er kominn tími til að nýr maður taki við þessu hlutverki.“ Innlent 6.10.2023 07:00 Leggja drög að brottflutningi tugþúsunda vegna mögulegs goss Stjórnvöld á Ítalíu undirbúa nú mögulegan brottflutning tugþúsund manns sem búa nærri Campi Flegrei ofureldfjallinu skammt frá Napólí. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær. Erlent 6.10.2023 06:46 Sótt að Biden vegna nýrra framkvæmda við landamæramúrinn Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas. Erlent 6.10.2023 06:43 Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. Innlent 6.10.2023 06:24 Beittu varnarúða á mann með hníf í austurbænum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu beitti varnarúða til að yfirbuga mann sem fór ekki að fyrirmælum lögreglu í austurbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt. Innlent 6.10.2023 06:18 Sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins með minjasýningu Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta hafa tekið höndum saman og opnað sýninguna Mennt var máttur. Sýningunni er ætlað að sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins. Innlent 5.10.2023 22:42 „Það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna“ Lagt er til að fjórar bensínstöðvar í Reykjavík verði verndaðar, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarsögusafns - sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum. Stöðvarstjóri á Ægisíðu, einni af stöðvunum fjórum, segir ljóst að Vesturbæingar vilji halda bensínstöðinni á sínum stað. Innlent 5.10.2023 22:15 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. Innlent 5.10.2023 21:17 « ‹ ›
Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. Innlent 6.10.2023 14:09
Fimmtán ár frá Guð blessi Ísland ræðunni Í dag eru fimmtán ár frá því að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa landið. Innlent 6.10.2023 14:02
Bein útsending: „Í krafti kvenna“ „Í krafti kvenna“ er yfirskrift sérstakrar landsbyggðarráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu sem fram fer í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag og á morgun. Innlent 6.10.2023 13:46
Lýsa eftir Sigurveigu sem ekkert hefur spurst til í þrjá daga Lögreglu hefur verið tilkynnt um hvarf Sigurveigar Steinunnar Helgadóttur, 26 ára. Ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún fór frá heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt þriðjudags. Innlent 6.10.2023 13:05
„Ekki til fyrirmyndar og svona gerir maður ekki“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að forystufólk í stjórnmálum og þeir sem vilji láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, eigi að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð. Innlent 6.10.2023 12:46
Hádegisfréttir Bylgjunnar Ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um Svandísi Svavarsdóttur, ólögnæm matargeymsla í Sóltúni, arfleifð vöggustofanna svokölluðu og fiskeldi á Vestfjörðum verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 6.10.2023 11:48
Trans ráðherra segir ummæli Sunak ýta undir fordóma og hatur Aðstoðarforsætisráðherra Belgíu, sem er trans kona, hefur hvatt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til að ganga ekki í lið með raunverulegum bullum. Tilefnið eru ummæli sem Sunak lét falla á þingi Íhaldsflokksins fyrr í vikunni. Erlent 6.10.2023 11:36
Hvað telst vera eðlileg leið heim úr vinnu? Hæstiréttur ákvað í fyrradag að skokkari sem lenti í slysi á leið heim úr vinnu eigi rétt á bótum eins og um vinnuslys hafi verið að ræða þar sem leiðin milli vinnustaðar og heimilis taldist eðlileg, þrátt fyrir að ekki hafi verið um stystu leið að ræða. En hvað telst eðlileg leið? Innlent 6.10.2023 11:30
Svandís sé ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. Innlent 6.10.2023 11:23
Eigandinn í Sóltúni segir málið sér óviðkomandi Eigandi húsnæðisins þar sem lagt var hald á mikið magn matvæla við óheilnæmar aðstæður í síðustu viku, segir málið sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið og sá sem leigði af honum áframleigði það. Innlent 6.10.2023 10:46
Vill dæma þá í fangelsi sem gerast sekir um samráð Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að sér sé brugðið yfir því hve lágar fjárhæðir séu lagðar í rekstur Samkeppniseftirlitsins á hverju ári. Hann skorar á stjórnvöld að tryggja eftirlitinu nægt fjármagn svo hægt sé að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Þá vill hann fangelsisdóma yfir þeim sem eru staðnir að stórtæku samráði. Innlent 6.10.2023 09:28
Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. Erlent 6.10.2023 09:11
Hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu gegn kúgun kvenna í Íran Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hún hlýtur verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra. Erlent 6.10.2023 09:07
Segir Bretland orðið óþekkjanlegt á alþjóðavettvangi Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, segir að hann hafi áhyggjur af því að hvernig Bretland einangri sig á alþjóðavettvangi, að því er fram kemur á vef Guardian. Erlent 6.10.2023 09:06
Skoða hvernig vetni nýtist í orkuskiptum Vetni gæti gegnt lykilhlutverki í orkuskiptum flutningabíla og skipa hérlendis, að því er fram kom á norrænni vetnisráðstefnu í Reykjavík. Vetnisvæðing kallar hins vegar á miklar fjárfestingar í innviðum. Innlent 6.10.2023 09:04
Bein útsending: Morgunfundur um Sundabraut Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi um Sundabraut þar sem fyrirhuguð framkvæmd verður til kynningar, ásamt áherslum í komandi umhverfismati.Fundurinn hefst klukkan 9:00 og stendur til 10:15. Innlent 6.10.2023 08:31
Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 6.10.2023 08:25
Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. Erlent 6.10.2023 07:38
Vegagerðin geti ekki metið upp á sitt einsdæmi hvaða gögn eigi erindi Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt Vegagerðina vegna athugunar hans á máli sem snýr að kvörtun sem barst vegna ráðningar í starf hjá stofnuninni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. Hann segir það ganga ekki að stjórnvöld meti upp á sitt einsdæmi hvort ákveðin gögn hafi þýðingu fyrir athugun umboðsmanns. Innlent 6.10.2023 07:35
Stúlkan á Selfossi komin í leitirnar Lögreglan á Suðurlandi lýsti í dag eftir stúlku á Selfossi sem hafði ekki sést til síðan klukkan 22 í gærkvöldi. Innlent 6.10.2023 07:23
Ítrekar afstöðu sína gegn því að svipta fólk heilbrigðisþjónustu Landlæknisembættið hefur ítrekað þá afstöðu sína að það sé óásættanlegt að svipta fólk réttinum til heilbrigðisþjónustu og að þjónustan eigi að vera undanskilin þjónustusviptingu einstaklinga sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Innlent 6.10.2023 07:13
Dregur úr vindi og líkur á næturfrosti víða Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi vindi, breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag. Það mun rofa til nokkuð víða, en reikna má með stöku skúrum eða éljum við austur- og suðurströndina. Veður 6.10.2023 07:08
Hættir eftir þriggja áratuga starf sem umsjónaraðili Málmeyjar „Mér þykir mjög vænt um þessa eyju. Ég er hins vegar orðinn það slæmur til heilsunnar að það er kominn tími til að nýr maður taki við þessu hlutverki.“ Innlent 6.10.2023 07:00
Leggja drög að brottflutningi tugþúsunda vegna mögulegs goss Stjórnvöld á Ítalíu undirbúa nú mögulegan brottflutning tugþúsund manns sem búa nærri Campi Flegrei ofureldfjallinu skammt frá Napólí. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær. Erlent 6.10.2023 06:46
Sótt að Biden vegna nýrra framkvæmda við landamæramúrinn Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas. Erlent 6.10.2023 06:43
Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. Innlent 6.10.2023 06:24
Beittu varnarúða á mann með hníf í austurbænum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu beitti varnarúða til að yfirbuga mann sem fór ekki að fyrirmælum lögreglu í austurbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt. Innlent 6.10.2023 06:18
Sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins með minjasýningu Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta hafa tekið höndum saman og opnað sýninguna Mennt var máttur. Sýningunni er ætlað að sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins. Innlent 5.10.2023 22:42
„Það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna“ Lagt er til að fjórar bensínstöðvar í Reykjavík verði verndaðar, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarsögusafns - sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum. Stöðvarstjóri á Ægisíðu, einni af stöðvunum fjórum, segir ljóst að Vesturbæingar vilji halda bensínstöðinni á sínum stað. Innlent 5.10.2023 22:15
Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. Innlent 5.10.2023 21:17