Fréttir

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um Svandísi Svavarsdóttur, ólögnæm matargeymsla í Sóltúni, arfleifð vöggustofanna svokölluðu og fiskeldi á Vestfjörðum verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent

Hvað telst vera eðlileg leið heim úr vinnu?

Hæstiréttur ákvað í fyrradag að skokkari sem lenti í slysi á leið heim úr vinnu eigi rétt á bótum eins og um vinnuslys hafi verið að ræða þar sem leiðin milli vinnustaðar og heimilis taldist eðlileg, þrátt fyrir að ekki hafi verið um stystu leið að ræða. En hvað telst eðlileg leið? 

Innlent

Svan­dís sé ó­sátt en Ás­laug sér ekki eftir neinu

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir há­­skóla-, iðnaðar- og ný­­sköpunar­ráð­herra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávar­­út­vegsins þar sem hún skaut á sam­ráð­herra sinn Svan­­dísi Svavars­dóttur. Hún segist búin að ræða við sam­ráð­herra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun.

Innlent

Vill dæma þá í fangelsi sem gerast sekir um samráð

Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, segir að sér sé brugðið yfir því hve lágar fjár­hæðir séu lagðar í rekstur Sam­keppnis­eftir­litsins á hverju ári. Hann skorar á stjórn­völd að tryggja eftir­litinu nægt fjár­magn svo hægt sé að auka til muna eftir­lit með sam­keppnis­brotum. Þá vill hann fangelsisdóma yfir þeim sem eru staðnir að stórtæku samráði.

Innlent

Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu.

Erlent

Skoða hvernig vetni nýtist í orkuskiptum

Vetni gæti gegnt lykilhlutverki í orkuskiptum flutningabíla og skipa hérlendis, að því er fram kom á norrænni vetnisráðstefnu í Reykjavík. Vetnisvæðing kallar hins vegar á miklar fjárfestingar í innviðum.

Innlent

Vega­gerðin geti ekki metið upp á sitt eins­dæmi hvaða gögn eigi erindi

Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt Vegagerðina vegna athugunar hans á máli sem snýr að kvörtun sem barst vegna ráðningar í starf hjá stofnuninni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. Hann segir það ganga ekki að stjórnvöld meti upp á sitt einsdæmi hvort ákveðin gögn hafi þýðingu fyrir athugun umboðsmanns.

Innlent

Dregur úr vindi og líkur á nætur­frosti víða

Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi vindi, breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag. Það mun rofa til nokkuð víða, en reikna má með stöku skúrum eða éljum við austur- og suðurströndina.

Veður

Sótt að Biden vegna nýrra fram­kvæmda við landa­mæram­úrinn

Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas.

Erlent

„Það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna“

Lagt er til að fjórar bensínstöðvar í Reykjavík verði verndaðar, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarsögusafns - sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum. Stöðvarstjóri á Ægisíðu, einni af stöðvunum fjórum, segir ljóst að Vesturbæingar vilji halda bensínstöðinni á sínum stað.

Innlent