Fréttir

Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum

Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu.

Innlent

Óttast allsherjarverkfall: „Þau vilja ekkert tala um þetta“

Sundlaugum og íþróttahúsum á landsbyggðinni verður lokað um helgina vegna verkfalls BSRB og leikskólum skellt aftur í lás eftir helgi. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir alvarlega stöðu að teiknast upp og sýnir ósætti félagsmanna skilning. Trúnaðarmaður telur stefna í ótímabundið verkfall miðað við skilningsleysi viðsemjanda.

Innlent

Mikil vandræði við hættulega þjálfun „sela“

Leiðtogar þjálfunarbúða svokallaðra sela, sérsveitarmanna sjóhers Bandaríkjanna, (e. Navy Seals) hafa haldið illa á spöðunum undanfarin ár. Lítið er fylgst með þjálfurum, sem hafa gert þjálfunina mun erfiðari á undanförnum árum svo brottfall og notkun ólöglegra lyfja hefur aukist til muna.

Erlent

Mátti ekki banna börn í Mera­dölum

Lög­reglu­stjóranum á Suður­nesjum var ekki heimilt að banna för barna yngri en 12 ára að gos­stöðvunum í Mera­dölum í ágúst 2022 í ljósi þess tíma sem leið frá því til­kynnt var um þau opin­ber­lega og þar til þau voru látin niður falla, þar sem ekki hafði verið tekið til skoðunar hvort aðrar laga­heimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma.

Innlent

Fjögur hundruð umsóknir um litla stúdíóíbúð

Svo virðist sem alger örvænting ríki meðal leigjenda. Halldóra Jónasdóttir auglýsti litla stúdíóíbúð á dögunum og áður en hún vissi af voru komnar 200 umsóknir – samdægurs. Þær fóru í að verða 400 þegar upp var staðið.

Innlent

Bretar viður­kenna Holodomor sem þjóðar­morð

Neðri deild breska þingsins hefur samþykkt tillögu þess efnis að Holodomor verði viðurkennt sem þjóðarmorð. Allt að fimm milljónir Úkraínumanna sultu til bana á fjórða áratugnum vegna gjörða sovéska ríkisins.

Erlent

Undir­mönnun, álag og fyrir­mæli sem komust ekki til skila

Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins.

Innlent

Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi

Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar.

Erlent

Opnaði dyr farþegaþotu á flugi

Lögreglan í Suður-Kóreu handtók mann í morgun sem hafði opnað dyr farþegaþotu þegar vélin var að koma inn til lendingar á Daegu alþjóðaflugvellinum.

Erlent

Logi Bergmann aftur á skjánum

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sneri aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi þegar hann stýrði upphitunarþætti fyrir leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Símanum Sport í gærkvöldi.

Innlent

Eins og sameining sé ákveðin og „sýndarsamráð“ tekið við

Framhaldsskólakennari í Keili furðar sig á því sem fram kom á fundi sem stýrihópur mennta- og barnamálaráðuneytisins boðaði til vegna mögulegrar sameiningar skólans við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Langflestir séu ósáttir en að hans mati virtist vera sem búið væri að taka ákvörðun um sameiningu. Nú sé eins og svokölluð sýndarsamráð hafi tekið við.

Innlent

Rigning og von á stormi í fyrra­málið

Lægð suðvestur í hafi nálgast nú landið og fylgir henni rigning í dag. Síðdegis má reikna með að verði úrkomulítið norðaustanlands. Veðurstofan spáir að í kvöld fari lægðin norðaustur yfir land og í kjölfarið fylgi nokkuð hvöss vestan- og suðvestanátt.

Veður

Talin hafa kafnað vegna vökva sem teppti lungun

Réttarlæknir telur að kona sem lést á geðdeild Landspítalans árið 2021 hafi kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Hjúkrunarfræðingur er ákærður fyrir að valda dauða konunnar með því að hella ofan í hana næringardrykkjum.

Innlent

Í­hugar að flytja úr landi vegna hækkananna

Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana.

Innlent